Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Hætta á grænþvotti víða í fjárfestingarkeðjunni

Húsleitin hjá þýska eignastýringarfyrirtækinu DWS kemur í kjölfar þess að eftirlitsaðilar hafa verið að beina sjónum sínum að hættunni á grænþvotti í fjármálageiranum. Áhugi fjárfesta á því að beina fjármagni sínu í farveg sem byggir á sjálfbærniþáttum hefur vaxið gríðarlega á síðustu misserum og er geirinn nú metinn á um 40 billjónir Bandaríkjadala.

Umræðan
Fréttamynd

Viltu með mér vaka?

Bjartsýnin skýtur rótum í beðum hugans á björtustu dögum ársins. Og um leið og við böðum okkur í mjúkri birtu miðnætursólarinnar og hlökkum til ferðalaga sumarsins tendrast ást okkar á landinu. Og öllu því sem það býr yfir. Vatnið í ánni, orkan í náttúrunni og ferska loftið sem fyllir lungun. Við finnum tært í huga og hjarta að yfir því viljum við vaka og sofa. Vernda og nýta þannig að framtíðarkynslóðir geti verið stoltar af. Ánægðar með forgangsröðun og uppskeru forvera.

Skoðun
Fréttamynd

ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt

Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB

Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bein útsending: Heilbrigð jörð - heilbrigt líf

Viðburðurinn Heilbrigð jörð – heilbrigt líf er hluti af viðburðaröðinni Í liði með náttúrunni sem Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun stendur fyrir í samstarfi við Norræna húsið. Viðburðurinn hefst klukkan 16 og verður í beinu streymi hér að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld blekki almenning með villandi framsetningu

Stjórn­völd blekkja al­­menning með villandi fram­­setningu á tölum um mark­mið sín í lofts­lags­­málum að mati Ungra um­­hverfis­­sinna. Allt stefni í að sam­­dráttur í heildar­losun gróður­húsa­­loft­­tegunda frá árinu 2005 til 2030 verði að­eins 4,3 prósent en ekki 55 prósent eins og stefnt er að.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfbærnivegferð Evrópusambandsins er komin til Íslands

Larry Fink, forstjóri BlackRock, stærsta sjóðastýringafyrirtæki heims, skrifar árlega opið bréf til forstjóra annarra fyrirtækja. Bréfið er víða lesið og rætt, enda er BlackRock eigandi í mörgum fyrirtækjum fyrir hönd fjárfesta sinna. Árið 2020 sló Fink nýjan tón í skrifum sínum. Þema Fink það ár var sjálfbærni.

Umræðan
Fréttamynd

Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi

Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar.

Innlent
Fréttamynd

Lofts­lags­mál og bættar sam­göngur í Kópa­vogi

Loftslagsvá steðjar að jörðinni okkar og til að takast á við þetta stærsta verkefni mannkynsins þurfum við öll að breyta lífsvenjum okkar. Sveitarstjórnir leika stórt hlutverk í umhverfismálum og ákvarðanir þeirra og skipulag getur haft afgerandi áhrif á loftslagsmál.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki fyrsta aðvörunin en styttist í að hún gæti orðið sú síðasta

Formaður Loftslagsráðs segir alvarlegt að meðalhiti jarðarinnar gæti hækkað um eina og hálfa gráðu á næstu árum. Heimsbyggðin þurfi að gera miklu meira, miklu hraðar, til að bregðast við. Þetta sé ekki fyrsta aðvörunin sem að mannkynið fær en það styttist mögulega í að þetta verði sú síðasta.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarkall frá móður jörð

Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í dag og það er mikilvægt að stjórnvöld bregðist við vandamálum sem þeim fylgja sem fyrst.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­línan er lofts­lags­mál

Borgarlínan er stærsta loftslagsverkefni höfuðborgarsvæðisins. Ætlum við að ná kolefnishlutleysi í Reykjavík dugar ekki aðeins að fara í orkuskipti. Við verðum að breyta ferðavenjum. Við þurfum fleiri sem velja að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur í stað bíla. Til þess þurfum við Borgarlínu og fullt af hjólastígum.

Skoðun
Fréttamynd

Eyðing Amason nærri tvöfaldast á milli ára

Meira en þúsund ferkílómetrum af Amasonfrumskóginum var eytt í apríl, nærri tvöfalt stærra svæði en í sama mánuði í fyrra. Þetta er þriðji mánuðurinn á þessu ári sem mánaðarlegt met í skógareyðingu er slegið.

Erlent