Thunberg fær að stefna sænska ríkinu fyrir seinagang Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2023 14:34 Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg heldur á spjaldi sem á stendur „Nú stefnum við ríkinu“ á mótmælum Aurora í Stokkhólmi í nóvember. AP/Christine Ohlsson/TT Héraðsdómstóll í Svíþjóð gaf Gretu Thunberg og hundruð umhverfissinnum grænt ljós á að stefna sænska ríkinu vegna þess sem þau telja ófullnægjandi loftslagsaðgerðir þess. Krafa þeirra er að Svíar dragi saman losun sína um milljónir tonna. Aurora, samtök um sex hundruð ungra loftslagsaðgerðasinna, stefndi sænska ríkinu og krafðist þess að það gerði meira til þess að takmarka hlýnun jarðar í nóvember. Þau vilja að Svíþjóð dragi úr losun um að minnsta kosti 6,5 til 9,4 milljónir tonna koltvísýrings á ári frá árinu 2019. Byggðu samtökin á því að það væri brot á mannréttindasáttmála Evrópu ef stjórnvöld gripu ekki til fullnægjandi aðgerða gegn loftslagsvánni. Þau saka sænsk stjórnvöld um að líta ekki á loftslagsvandann sem aðsteðjandi vanda. Dómstóll í Nacka í Stokkhólmi komst að þeirri niðurstöðu í dag að mál samtakanna gæti haldið áfram eftir að þau breyttu kröfugerð sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sænsk stjórnvöld hafa nú þrjá mánuði til þess að bregðast við stefnunni áður en málið verður tekið fyrir. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna birti viðamikla samantektarskýrslu um stöðuna í loftslagsmálum í gær. Þar kom meðal annars fram að útlit væri fyrir að mannkynið fari fram úr markmiði sínu um að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu strax í byrjun næsta áratugs. Sé ætlunin að ná því markmiði þurfi heimsbyggðina að draga úr losun um sextíu prósent miðað við árið 2019. Aðgerðasinnum hefur orðið ágegnt fyrir dómstólum í nokkrum löndum á undanförnum árum. Þannig skikkaði þýskur dómstóll þarlend stjórnvöld til þess að herða loftslagsmarkmið sín til þess að leggja ekki óþarfa byrðar á ungt fólk árið 2021. Stjórnvöld brugðust við með því að stefna að kolefnishlutleysi fimm árum fyrr en áður og setja sér metnaðarfyllri markmið á þeirri vegferð, að sögn AP-fréttastofunnar. Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Aurora, samtök um sex hundruð ungra loftslagsaðgerðasinna, stefndi sænska ríkinu og krafðist þess að það gerði meira til þess að takmarka hlýnun jarðar í nóvember. Þau vilja að Svíþjóð dragi úr losun um að minnsta kosti 6,5 til 9,4 milljónir tonna koltvísýrings á ári frá árinu 2019. Byggðu samtökin á því að það væri brot á mannréttindasáttmála Evrópu ef stjórnvöld gripu ekki til fullnægjandi aðgerða gegn loftslagsvánni. Þau saka sænsk stjórnvöld um að líta ekki á loftslagsvandann sem aðsteðjandi vanda. Dómstóll í Nacka í Stokkhólmi komst að þeirri niðurstöðu í dag að mál samtakanna gæti haldið áfram eftir að þau breyttu kröfugerð sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sænsk stjórnvöld hafa nú þrjá mánuði til þess að bregðast við stefnunni áður en málið verður tekið fyrir. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna birti viðamikla samantektarskýrslu um stöðuna í loftslagsmálum í gær. Þar kom meðal annars fram að útlit væri fyrir að mannkynið fari fram úr markmiði sínu um að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu strax í byrjun næsta áratugs. Sé ætlunin að ná því markmiði þurfi heimsbyggðina að draga úr losun um sextíu prósent miðað við árið 2019. Aðgerðasinnum hefur orðið ágegnt fyrir dómstólum í nokkrum löndum á undanförnum árum. Þannig skikkaði þýskur dómstóll þarlend stjórnvöld til þess að herða loftslagsmarkmið sín til þess að leggja ekki óþarfa byrðar á ungt fólk árið 2021. Stjórnvöld brugðust við með því að stefna að kolefnishlutleysi fimm árum fyrr en áður og setja sér metnaðarfyllri markmið á þeirri vegferð, að sögn AP-fréttastofunnar.
Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24