Hvernig lítur Ísland út 2040? Nótt Thorberg skrifar 17. mars 2023 11:30 Heimurinn er á hraðri leið inn í nýja framtíð. Á síðustu öld hófst ein mesta umbreyting okkar tíma í átt að kolefnishlutlausum heimi þegar að þjóðir heims komu sér saman um að draga úr hlýnun jarðar. Heilsa jarðar og lífríki jarðar er í húfi og loftslagsmál varða okkur öll. Framtíðarsýn Íslands í þessum efnum er sérstaklega metnaðarfull. Árið 2040 verður Ísland kolefnishlutlaust og óháð jarðefnaeldsneyti miðað við markmið ríkisstjórnarinnar sem birtast meðal annars í stefnuyfirlýsingu. Það er samhugur og fullur vilji til að raungera þessi markmið, bæði af hálfu stjórnvalda og atvinnulífs þó vissulega eigi eftir að varða leiðina að settu marki. Margt þarf vissulega að ganga upp. Draga þarf umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og skipta þarf út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina orkugjafa. Árið 2040 er gert ráð fyrir að allar samgöngur á landi, sjó og flugi verði knúnar af endurnýjanlegum orkugjöfum. Því mun óneitanlega fylgja miklar fjárfestingar og framsýni er þörf, nálgast þarf hlutina með nýjum hætti, í raun nýrri hugsun og með umfangsmikilli nýsköpun. Lykillinn að árangri felst í náinni samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Margt þarf að koma heim og saman á sama tíma. Leita þarf nýrra lausna, atvinnulífið er með drifkraftinn og leiðirnar en það er stjórnvalda að skapa réttu skilyrðin fyrir umbreytinguna svo hraða megi málum í átt að nýrri framtíð. Mikil þörf er á samstilltu átaki og við verðum að hafa metnað til að sjá það mögulega í því ómögulega. Ef til vill er það einmitt þetta sem gerir umbreytinguna svo heillandi. Hún kallar á aðkomu allra atvinnugreina, stjórnvalda sem og annarra hagaðila um land allt eigi markmiðin fram að ganga. Hún kallar á að við séum reiðubúin að prófa nýja hluti, hugsa út fyrir kassann og fara nýjar leiðir, en líka huga að því hvernig við vinnum best saman. Við höfum oft sýnt áræðni, nýtt okkur smæðina, auðlindir lands í formi mannauðs, sérstöðu okkar og náttúru og verið brautryðjendur á ólíkum sviðum. Við búum að ákveðnu forskoti en í þessari vegferð mun það skipta meira máli en ella að við lærum af reynslu og þekkingu annarra þjóða. Því ekkert ríki er eyland í þessum efnum. Ekki einu sinni Ísland, þrátt fyrir að vera eyja. Lausnir og samstarf við aðrar þjóðir munu gera okkur kleift að hraða málum umtalsvert og finna bestu lausnirnar. Danir standa framarlega í loftslagsmálum. Í Danmörku er stefnt að því að draga úr losun sem nemur 70% fyrir árið 2030. Danir, líkt og Íslendingar, búa við forskot hvað endurnýjanlega orkugjafa varðar en samt sem áður hefur á undanförnum árum allt kapp verið lagt á umfangsmikið, þverfaglegt og náið samstarf atvinnulífs og stjórnvalda til að ná kolefnishlutleysi. Í allri þessari vinnu hafa Danir ekki aðeins leitað nýrra leiða til að draga úr losun en líka horft til þess að öll vinna miði samhliða að því að auka samkeppnishæfi Danmerkur í alþjóðlegu umhverfi. Dæmi Dana sýnir að loftslagsmál og tækifærin geta farið saman. Framlag Dana á heimsvísu er ef til vill ekki stórt, sé horft til hlutfalls losunar Dana, samanborið við önnur lönd, en þær brautryðjendalausnir og lykilleiðir sem atvinnulíf og stjórnvöld hafa komið sér saman um geta óneitanlega verið öðrum þjóðum mikil hvatning og lærdómur. Það er nefnilega allt hægt þegar að við vinnum saman. Verum því hugfangin af nýrri framtíð og sækjum fram saman. Fyrir Ísland 2040 og óskert tækifæri komandi kynslóða. Samstarf stjórnvalda og atvinnulífs í Danmörku í að móta sýn um kolefnishlutlausa Danmörku og lykillausnir eru meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Nótt Thorberg Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Heimurinn er á hraðri leið inn í nýja framtíð. Á síðustu öld hófst ein mesta umbreyting okkar tíma í átt að kolefnishlutlausum heimi þegar að þjóðir heims komu sér saman um að draga úr hlýnun jarðar. Heilsa jarðar og lífríki jarðar er í húfi og loftslagsmál varða okkur öll. Framtíðarsýn Íslands í þessum efnum er sérstaklega metnaðarfull. Árið 2040 verður Ísland kolefnishlutlaust og óháð jarðefnaeldsneyti miðað við markmið ríkisstjórnarinnar sem birtast meðal annars í stefnuyfirlýsingu. Það er samhugur og fullur vilji til að raungera þessi markmið, bæði af hálfu stjórnvalda og atvinnulífs þó vissulega eigi eftir að varða leiðina að settu marki. Margt þarf vissulega að ganga upp. Draga þarf umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og skipta þarf út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina orkugjafa. Árið 2040 er gert ráð fyrir að allar samgöngur á landi, sjó og flugi verði knúnar af endurnýjanlegum orkugjöfum. Því mun óneitanlega fylgja miklar fjárfestingar og framsýni er þörf, nálgast þarf hlutina með nýjum hætti, í raun nýrri hugsun og með umfangsmikilli nýsköpun. Lykillinn að árangri felst í náinni samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Margt þarf að koma heim og saman á sama tíma. Leita þarf nýrra lausna, atvinnulífið er með drifkraftinn og leiðirnar en það er stjórnvalda að skapa réttu skilyrðin fyrir umbreytinguna svo hraða megi málum í átt að nýrri framtíð. Mikil þörf er á samstilltu átaki og við verðum að hafa metnað til að sjá það mögulega í því ómögulega. Ef til vill er það einmitt þetta sem gerir umbreytinguna svo heillandi. Hún kallar á aðkomu allra atvinnugreina, stjórnvalda sem og annarra hagaðila um land allt eigi markmiðin fram að ganga. Hún kallar á að við séum reiðubúin að prófa nýja hluti, hugsa út fyrir kassann og fara nýjar leiðir, en líka huga að því hvernig við vinnum best saman. Við höfum oft sýnt áræðni, nýtt okkur smæðina, auðlindir lands í formi mannauðs, sérstöðu okkar og náttúru og verið brautryðjendur á ólíkum sviðum. Við búum að ákveðnu forskoti en í þessari vegferð mun það skipta meira máli en ella að við lærum af reynslu og þekkingu annarra þjóða. Því ekkert ríki er eyland í þessum efnum. Ekki einu sinni Ísland, þrátt fyrir að vera eyja. Lausnir og samstarf við aðrar þjóðir munu gera okkur kleift að hraða málum umtalsvert og finna bestu lausnirnar. Danir standa framarlega í loftslagsmálum. Í Danmörku er stefnt að því að draga úr losun sem nemur 70% fyrir árið 2030. Danir, líkt og Íslendingar, búa við forskot hvað endurnýjanlega orkugjafa varðar en samt sem áður hefur á undanförnum árum allt kapp verið lagt á umfangsmikið, þverfaglegt og náið samstarf atvinnulífs og stjórnvalda til að ná kolefnishlutleysi. Í allri þessari vinnu hafa Danir ekki aðeins leitað nýrra leiða til að draga úr losun en líka horft til þess að öll vinna miði samhliða að því að auka samkeppnishæfi Danmerkur í alþjóðlegu umhverfi. Dæmi Dana sýnir að loftslagsmál og tækifærin geta farið saman. Framlag Dana á heimsvísu er ef til vill ekki stórt, sé horft til hlutfalls losunar Dana, samanborið við önnur lönd, en þær brautryðjendalausnir og lykilleiðir sem atvinnulíf og stjórnvöld hafa komið sér saman um geta óneitanlega verið öðrum þjóðum mikil hvatning og lærdómur. Það er nefnilega allt hægt þegar að við vinnum saman. Verum því hugfangin af nýrri framtíð og sækjum fram saman. Fyrir Ísland 2040 og óskert tækifæri komandi kynslóða. Samstarf stjórnvalda og atvinnulífs í Danmörku í að móta sýn um kolefnishlutlausa Danmörku og lykillausnir eru meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar