Stólarnir fara til Eistlands Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta karla fara til Eistlands í haust og spila þar í undankeppni FIBA Europe Cup, en dregið var í riðla í dag. Körfubolti 8. ágúst 2023 13:26
Ísland í riðli með kunnuglegum andstæðingum Íslenska karlalandsliðið í körfubolta leikur í erfiðum riðli í næstu undankeppni Evrópumótsins en þarf að eiga við andstæðinga sem liðið þekkir eða mun þekkja vel. Körfubolti 8. ágúst 2023 09:53
Stal 660 milljónum króna af NBA deildinni Terrence Williams er fyrrum leikmaður í NBA deildinni í körfubolta sem þarf að dúsa í fangelsi næsta áratuginn. Körfubolti 8. ágúst 2023 09:31
Tekur sér frí frá körfubolta til að huga að andlegu heilsunni Körfuboltakappinn Ricky Rubio hjá Cleveland Cavaliers er farinn í ótímabundið frí svo hann geti tekið á andlegum veikindum sínum. Körfubolti 6. ágúst 2023 15:30
Davis gerir risasamning við Lakers Los Angeles Lakers tók ekki í mál að missa Anthony Davis frá sér og galopnaði veskið til þess að halda honum. Körfubolti 5. ágúst 2023 21:32
Tvíburasystur sameinaðar á ný með Njarðvík Njarðvík hefur borist liðsstyrkur fyrir átökin í Subway deildinni í körfubolta á komandi leiktíð. Körfubolti 5. ágúst 2023 08:00
Ragnheiður Björk snýr aftur í Breiðablik Breiðablik safnar liði fyrir átökin í Subway deildinni næsta vetur. Körfubolti 4. ágúst 2023 22:00
Diana Taurasi fyrst til að skora tíu þúsund stig í WNBA Bandaríska körfuboltakonan Diana Taurasi heldur áfram að bæta við stigamet sitt í WNBA deildinni í körfubolta og í nótt urðu stór tímamót hjá henni. Körfubolti 4. ágúst 2023 17:01
Haukar fá Finna til að fylla skarð Hilmars Haukar hafa fengið finnskan bakvörð til að fylla skarð Hilmars Smára Henningssonar sem er farinn til Þýskalands. Körfubolti 4. ágúst 2023 12:31
Fundu körfuboltamann látinn í íbúðinni sinni Körfuboltamaðurinn Terrence Butler fannst látinn í íbúð sinni á háskólasvæði Drexel skólans í Philadelphia borg. Körfubolti 4. ágúst 2023 10:30
Í tveggja leikja bann í NBA deildinni fyrir að keyra fullur Bakvörður San Antonio Spurs missir af tveimur leikjum liðsins á komandi tímabili eftir NBA-deildin úrskurðaði í máli hans. Körfubolti 3. ágúst 2023 13:30
Ítalskur bakvörður í Keflavík Keflavík hefur fegnið til sín ítalskan bakvörð. Elisu Pinzan sem er 24 ára hefur samið við Keflavík og mun spila með liðinu á komandi leiktíð. Sport 2. ágúst 2023 22:00
Steph Curry rappar um að pabbi hans kenndi honum að nota úlnliðinn Körfuboltamaðurinn, Steph Curry, sýnir á sér nýjar hliðar og rappar í tónlistarmyndbandi við rapp lagið Lil fish, big pond, sem er eftir rapparan Tobe Nwigwe. Sport 2. ágúst 2023 18:30
Lárus fékk manninn sem var efstur á óskalista hans Leikstjórnandinn Darwin Davis er genginn í raðir Þórs Þ. frá Haukum. Körfubolti 2. ágúst 2023 16:01
Njarðvík bætir við sig danskri landsliðskonu sem þekkir Ísland vel Danska körfuboltakonan Emilie Sofie Hesseldal hefur ákveðið að snúa aftur til Íslands en hún hefur náð samkomulagi um að spila með Njarðvík á komandi tímabili í Subway deild kvenna. Körfubolti 2. ágúst 2023 14:45
Mark Jackson sagt upp störfum hjá ESPN Mark Jackson var í gær sagt upp störfum sem lýsandi á ESPN stöðinni bandarísku. Miklar hrókeringar eru í gangi í starfsliði stöðvarinnar en Jeff Van Gundy var sagt upp störfum í lok júní eftir 16 ár hjá stöðinni. Körfubolti 1. ágúst 2023 22:31
Var nálægt því að ganga í raðir Tindastóls Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Kristófer Acox leikmaður Vals, var nálægt því að ganga í raðir Íslandsmeistara Tindastóls eftir síðasta tímabil en segir að á endanum hafi það reynst erfið tilhugsun að ganga til liðs við liðið sem tók titilinn af honum og Val. Hann hefur nú samið við Val til næstu tveggja ára. Körfubolti 1. ágúst 2023 19:15
Íslandsmeistarar Vals semja við tvo erlenda leikmenn Íslandsmeistarar Vals hafa samið við tvo erlenda leikmenn um að leika með liðinu í Subway-deild kvenna á komandi tímabili. Körfubolti 1. ágúst 2023 18:32
Dómari ársins búinn að dæma erlendis í allt sumar og stefnir langt Davíð Tómas Tómasson, körfuboltadómari, hefur verið á miklu flakki í dómgæslunni í sumar og er með háleit markmið. Sport 31. júlí 2023 19:46
Fyrir 699 dollara geturðu látið Jimmy Butler rústa þér 1-1 í körfubolta Jimmy Butler, leikmaður Miami Heat, stendur fyrir körfuboltabúðum fyrir 7-18 ára börn dagana 26. og 27. ágúst í Fort Lauderdale. Nokkrir heppnir þátttakendur geta borgað aukalega fyrir að spila 1-1 á móti Butler. Körfubolti 30. júlí 2023 23:30
Ísland náði ekki að stela sigrinum gegn Ungverjalandi Ísland lék sinn annan vináttuleik á tveimur dögum þegar liðið atti kappi við Ungverjaland í Kecskemét í Ungverjalandi. Lokatölur leiksins urðu 73-69 heimamönnum í vil. Körfubolti 30. júlí 2023 21:01
Bronny James allur að braggast | Spilaði á píanó á Instagram Bronny James virðist vera að ná sér hratt og örugglega eftir að hafa lent í hjartastoppi á æfingu fyrir aðeins fimm dögum. Fyrr í kvöld birti faðir hans, LeBron James, myndband á Instagram þar sem Bronny spilar á píanó af miklum myndarbrag. Körfubolti 29. júlí 2023 23:15
Ísland með tveggja stiga sigur á Ísrael í spennuleik Íslenska landsliðið í körfubolta vann góðan sigur á Ísrael í æfingaleik í dag, lokatölur 79-81. Leikurinn varð æsispennandi í lokin þar sem liðin skiptust á að skora en Íslendingar reyndust seigari í blálokin. Körfubolti 29. júlí 2023 18:44
Keflavík fær til sín hinn bandaríska Remy Martin Bandaríski körfuboltamaðurinn, Remy Martin er genginn til liðs við Keflavík. Hann er 25 ára gamall og kemur eflaust til með að styrkja lið Keflavíkur fyrir komandi tímabil. Körfubolti 29. júlí 2023 12:38
NBA deildin varar öll liðin við vegna Lillard NBA deildin hefur brugðið á það ráð að senda öllum 30 liðunum sem leika í deildinni minnisblað og varað þau og aðra leikmenn við því að haga sér eins og Damien Lillard hefur víst gert eftir að tímabilinu lauk. Hann hefur látið það í veðri vaka að hann vilji bara fara til Miami Heat frá Portland Trailblazers. Körfubolti 29. júlí 2023 09:01
Elsti leikmaður NBA deildarinnar segir þetta gott Elsti leikmaður NBA deildarinnar, Udonis Haslem leikmaður Miami Heat, hefur sagt þetta gott og lagt skóna á hilluna eftir 20 tímabil í NBA deildinni. Haslem spilaði allan sinn feril með Miami Heat og vann þrjá titla með félaginu. Körfubolti 28. júlí 2023 22:30
Hilmar Smári Henningsson til Þýskalands Landsliðsmaðurinn Hilmar Smári Henningsson hefur fært sig yfir á meginland Evrópu til að spila körfuknattleik. Hann er búinn að semja við Eisbären Bremerhaven í þýsku Pro A deildinni um að leika með liðinu á næsta tímabili. Hilmar var einn af betri leikmönnum Subway deildar karla á síðasta tímabili þar sem hann stýrði Haukum í þriðja sæti deildarinnar. Körfubolti 28. júlí 2023 17:41
NBA stjörnurnar vilja komast til Sádí Arabíu Eftir að fréttir bárust af stjarnfræðilega háu launatilboði Al-Hilal til Kylian Mbappe virðist hafa kveiknað áhugi ýmissa stjörnuleikmanna í NBA að stökkva á olíupeningavagninn og spila í Sádí Arabíu. Körfubolti 27. júlí 2023 23:31
LeBron James þakkar fyrir stuðninginn og góðar kveðjur LeBron tjáði sig í fyrsta sinn á samfélagsmiðlum í dag eftir að sonur hans, Bronny James, lenti í hjartastoppi á æfingu fyrir þremur dögum. Hann segir stuðninginn sem fjölskyldan finnur úr öllum áttum vera ómetanlegur. Körfubolti 27. júlí 2023 19:43
Richotti hættur og Tenerife hengir upp treyjuna hans Hinn 36 ára gamli Nicolas Richotti hefur lagt skóna á hilluna eftir langan feril. Richotti lék síðustu tvö tímabilin sem leikstjórnandi Njarðvíkur. Sport 26. júlí 2023 17:31