„Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 08:33 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, er jafnan líflegur á hliðarlínunni. vísir/Hulda Margrét Þjálfarinn Viðar Örn Hafsteinsson virðist hafa mun meiri ástríðu fyrir gengi Hattar en leikmennirnir sem hann stýrir, að mati sérfræðinga Bónus Körfuboltakvölds. Höttur tapaði gegn Keflavík í Bónus-deildinni á fimmtudaginn, 112-98, og situr í fallsæti með átta stig eftir þrettán leiki. „Miðað við hvað Viðar er ástríðufullur þjálfari þá fannst mér þetta ótrúlega flatt hjá þeim. Það er engin ástríða í þessum leik hjá þeim. Ég held að það skrifist ekki á Viðar. Hann er með tilfinningar og sýnir þær. En þú ert með lið í höndunum og leikmennirnir þurfa líka að bera ábyrgð. Mér leið bara eins og menn væru: „Jæja, ég er búinn með 10.000 skref, hvenær er flugið?“ Þetta var upplifunin mín,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson í Körfuboltakvöldi á föstudaginn, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Viðar sá eini með ástríðu hjá Hetti Höttur skipti Bandaríkjamanninum Courvoisier McCauley út fyrir Justin Roberts en það virðist því miður hafa gert illt verra: „Þetta er ein af þeim ákvörðunum sem hafa reynst rangar, eftir á að hyggja. Hún var samt rétt á þeim tímapunkti sem hún var tekin, en því miður fyrir þá, þá fengu þeir ekki nægilega sterkan leikmann inn í liðið í staðinn,“ sagði Jón Halldór. Hermann Hauksson tók undir þetta: „Hött vantar stærri karakter – leiðtoga inn á völlinn. Þetta er svo skrýtið lið. Þeir vinna oft ótrúlegustu leiki en eru svo bara ekki með í mörgum leikjum,“ sagði Hermann og Jón Halldór bætti við: „Mér leið bara eins og leikmönnum væri fokk sama. Á meðan var Viðar greyið þarna á hliðarlínunni og hann skildi ekkert í því að það voru engin viðbrögð hjá leikmönnunum. Það er svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta, og hann er að upplifa þetta leik eftir leik.“ „Það er verst þegar þjálfarinn er með mesta passionið,“ sagði þá Hermann og hélt áfram: „Samkvæmt þessu er Viðar eini gæinn sem þurfti að fara í sturtu eftir leikinn. Þetta er sorglegt og það er svo vont þegar þessi ástríða sem Viðar hefur nær ekki að smitast í leikmenn. Það er mikið af ólíkum karakter þarna og sorglegt að það sé ekki að minnsta kosti einn sem tekur þetta á sig og vill drífa liðið áfram. Það er enginn þannig þarna.“ Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Höttur tapaði gegn Keflavík í Bónus-deildinni á fimmtudaginn, 112-98, og situr í fallsæti með átta stig eftir þrettán leiki. „Miðað við hvað Viðar er ástríðufullur þjálfari þá fannst mér þetta ótrúlega flatt hjá þeim. Það er engin ástríða í þessum leik hjá þeim. Ég held að það skrifist ekki á Viðar. Hann er með tilfinningar og sýnir þær. En þú ert með lið í höndunum og leikmennirnir þurfa líka að bera ábyrgð. Mér leið bara eins og menn væru: „Jæja, ég er búinn með 10.000 skref, hvenær er flugið?“ Þetta var upplifunin mín,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson í Körfuboltakvöldi á föstudaginn, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Viðar sá eini með ástríðu hjá Hetti Höttur skipti Bandaríkjamanninum Courvoisier McCauley út fyrir Justin Roberts en það virðist því miður hafa gert illt verra: „Þetta er ein af þeim ákvörðunum sem hafa reynst rangar, eftir á að hyggja. Hún var samt rétt á þeim tímapunkti sem hún var tekin, en því miður fyrir þá, þá fengu þeir ekki nægilega sterkan leikmann inn í liðið í staðinn,“ sagði Jón Halldór. Hermann Hauksson tók undir þetta: „Hött vantar stærri karakter – leiðtoga inn á völlinn. Þetta er svo skrýtið lið. Þeir vinna oft ótrúlegustu leiki en eru svo bara ekki með í mörgum leikjum,“ sagði Hermann og Jón Halldór bætti við: „Mér leið bara eins og leikmönnum væri fokk sama. Á meðan var Viðar greyið þarna á hliðarlínunni og hann skildi ekkert í því að það voru engin viðbrögð hjá leikmönnunum. Það er svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta, og hann er að upplifa þetta leik eftir leik.“ „Það er verst þegar þjálfarinn er með mesta passionið,“ sagði þá Hermann og hélt áfram: „Samkvæmt þessu er Viðar eini gæinn sem þurfti að fara í sturtu eftir leikinn. Þetta er sorglegt og það er svo vont þegar þessi ástríða sem Viðar hefur nær ekki að smitast í leikmenn. Það er mikið af ólíkum karakter þarna og sorglegt að það sé ekki að minnsta kosti einn sem tekur þetta á sig og vill drífa liðið áfram. Það er enginn þannig þarna.“
Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira