„Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2025 21:20 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Emil Barja þjálfari toppliðs Hauka í Bónus-deild kvenna gat ekki verið annað en ánægður með frammistöðu síns liðs gegn Val í kvöld. Haukakonur höfðu mikla yfirburði gegn daufu Valsliði. „Mjög ánægður. Allt sem við töluðum um var að ganga upp,“ sagði Emil en Haukar eru með fjögurra stiga forystu á toppi Bónus-deildarinnar. „Þær hjálpa mjög djúpt á veiku hliðinni og við vorum að láta boltann ganga og fullt af sóknum hjá okkur sem voru frábærar fannst mér. Ég veit ekki hvað við enduðum með margar stoðsendingar í leiknum en þær voru margar. Ég er ánægður með að þó við höfum komist í ágætan mun þá var engin að setja einhver fjörtíu stig, þetta hélt áfram að vera liðsbolti.“ Emil vildi ekki meina að hann væri búinn að leggja sérstaka áherslu á sóknarleikinn á æfingum heldur ræddi um kjarnan í liðinu. „Það er náttúrulega eitthvað farið yfir sóknarkerfi á hverri æfingu. Síðan erum við búin að spila saman í allan vetur og meirihlutinn af stelpunum saman í mörg ár. Þær þekkja hvor aðra vel og erlendu leikmennirnir hafa komið vel inn í þetta. Þetta er orðið mjög náttúrulegt og það er mjög gaman að sjá.“ Haukar þvinguðu Valsliðið í ansi marga tapaða bolta í leiknum og Valskonur lentu í vandræðum oft á tíðum með að koma boltanum upp völlinn því pressuvörn Hauka var öflug. „Við reyndum aðeins að breyta henni í seinni hálfleik og vera aðeins grimmari. Mér fannst hún virka því þær voru að koma seint á klukkunni yfir miðjuna. Hún hefur virkað betur en mér fannst vörnin heilt yfir mjög góð líka, við vorum líka að neyða þær í tapaða bolta á hálfum velli.“ Emil sagðist vera afar ánægður með hvar Haukaliðið væri statt á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Við byrjuðum að undirbúa okkur mjög snemma. Það voru æfingar í júní með þessum íslensku stelpum þar sem við fórum yfir hvað við ætluðum að gera. Ég vissi að þetta tæki tíma en þetta hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við. Mér datt ekki í hug að þetta yrði komið svona langt á þessum tímapunkti.“ Bónus-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
„Mjög ánægður. Allt sem við töluðum um var að ganga upp,“ sagði Emil en Haukar eru með fjögurra stiga forystu á toppi Bónus-deildarinnar. „Þær hjálpa mjög djúpt á veiku hliðinni og við vorum að láta boltann ganga og fullt af sóknum hjá okkur sem voru frábærar fannst mér. Ég veit ekki hvað við enduðum með margar stoðsendingar í leiknum en þær voru margar. Ég er ánægður með að þó við höfum komist í ágætan mun þá var engin að setja einhver fjörtíu stig, þetta hélt áfram að vera liðsbolti.“ Emil vildi ekki meina að hann væri búinn að leggja sérstaka áherslu á sóknarleikinn á æfingum heldur ræddi um kjarnan í liðinu. „Það er náttúrulega eitthvað farið yfir sóknarkerfi á hverri æfingu. Síðan erum við búin að spila saman í allan vetur og meirihlutinn af stelpunum saman í mörg ár. Þær þekkja hvor aðra vel og erlendu leikmennirnir hafa komið vel inn í þetta. Þetta er orðið mjög náttúrulegt og það er mjög gaman að sjá.“ Haukar þvinguðu Valsliðið í ansi marga tapaða bolta í leiknum og Valskonur lentu í vandræðum oft á tíðum með að koma boltanum upp völlinn því pressuvörn Hauka var öflug. „Við reyndum aðeins að breyta henni í seinni hálfleik og vera aðeins grimmari. Mér fannst hún virka því þær voru að koma seint á klukkunni yfir miðjuna. Hún hefur virkað betur en mér fannst vörnin heilt yfir mjög góð líka, við vorum líka að neyða þær í tapaða bolta á hálfum velli.“ Emil sagðist vera afar ánægður með hvar Haukaliðið væri statt á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Við byrjuðum að undirbúa okkur mjög snemma. Það voru æfingar í júní með þessum íslensku stelpum þar sem við fórum yfir hvað við ætluðum að gera. Ég vissi að þetta tæki tíma en þetta hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við. Mér datt ekki í hug að þetta yrði komið svona langt á þessum tímapunkti.“
Bónus-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira