Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Við bara brotnum“

Kristófer Acox segir að orkustigið hafi breyst í seinni hálfleik er Íslandsmeistarar Vals féllu úr leik í átta liða úrslitum eftir þriðja tapið í röð gegn Grindavík í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“

Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson og leikmenn Vals eru á leiðinni í sumarfrí ef þeir vinna ekki gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. Finnur segir liðið hafa saknað Kára Jónssonar þegar líða fór á síðustu leiki, þrátt fyrir það hafi leikirnir verið í járnum og liðið þurfi einfaldlega að halda betur einbeitingu þegar mest á reynir.

Körfubolti
Fréttamynd

Brá þegar hún heyrði smellinn

Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta, meiddist illa á dögunum. Hún ætlar að flýta sér hægt í endurkomunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Falko: Zarko og Matej voru frá­bærir

Jakob Falko fór fyrir liði sínu, ÍR í kvöld en Stjarnan gerði vel í að koma honum í vandræði og hefur hann oft skorað meira. ÍR vann leikinn 87-89 og hafði Jakob í nægu að snúast að koma boltanum upp völlinn undir stanslausri pressuvörn Stjörnunnar.

Körfubolti