Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Kertasníkir sá eini sem gefur Rakel enn í skóinn

Rakel Orradóttir markþjálfi og áhrifavaldur er mikið jólabarn og segir jólabaksturinn heilaga stund á aðventunni. Hún mun verja jólunum og áramótunum í sólinni á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni og tengdafjölskyldu. Rakel er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Bréf til jóla­sveinsins

Kæri Jóli. Ég hef heyrt því fleygt að þú sért góður gæi og til í að aðstoða fólk með hvers konar. Minn jólaóskalisti í ár er langur og mikill að vöxtum sem endranær. Ég hef skrifað alþingismönnum og jafnvel ráðherrum nokkrum sinnum en þeir hljóta að láta það sem um norðanvind um eyru þjóta, já og bara með hvelli, því stundum segjast þeir hafa skilning á aðstæðum mínum og kjörum en ekkert gerist.

Skoðun
Fréttamynd

Við­brögð múmínálfanna við heims­endi mikill inn­blástur

„Maður getur stækkað heiminn svo mikið og komist að svo áhugaverðum hlutum með skáldskapnum. Myndin okkar af heiminum verður alltaf ófullkomin nema við förum í listina og menninguna líka,“ segir rithöfundurinn og fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hún er viðmælandi í þættinum Jólasaga.

Menning
Fréttamynd

Boð­skapur jólaplötu Mariuh Carey eigi sjaldan betur við en nú

Kristján Hrannar Pálsson, organista og kórstjóra Grindavíkurkirkju, rak í rogastans þegar hann áttaði sig á dýpt jólaplötu tónlistarkonunnar Mariah Carey. Platan verður flutt á söfnunartónleikum fyrir fjölskyldur úr Grindavík sem haldnir verða næstkomandi miðvikudagskvöld í Bústaðakirkju. 

Tónlist
Fréttamynd

Njóttu að­ventunnar að hætti Lindu Pé

Linda Pétursdóttir, fegurðardrottning og athafnakona, hvetur fólk að huga að því hvernig það verji tíma sínum á aðventunni. Hún kveðst mikið desemberbarn sem hefur lært að einföldu stundirnar gefa henni mest. 

Lífið
Fréttamynd

Jólin jólin – alls staðar á höfuð­borgar­svæðinu

Reykjavík var nýlega valin einn besti áfangastaður í Evrópu til að upplifa jólastemningu og jólamarkaði samkvæmt vefmiðlinum Roadbook. Þetta er ekki í fyrsta skipti í gegnum tíðina sem Reykjavík er valin ákjósanlegur áfangastaður yfir jól og áramót. Það sem hins vegar var eftirtektarvert var að Jólaþorpið í Hafnarfirði var nefnt sérstaklega í greininni sem stað sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara á aðventunni.

Skoðun
Fréttamynd

Pabbi segir, mamma segir – bráðum koma dýrð­leg jól

Það er réttur barna að fá fræðslu um það samfélag sem þau búa í. Við búum í samfélagi þar sem meirihluti þjóðarinnar er skráður í Þjóðkirkjuna. Í skólum landsins fá börn að kynnast helstu trúarbrögðum heimsins. Þau fá fræðslu sem þýðir að hugtök eru útskýrð sem tengjast efninu og viðfangsefnið útskýrt á einfaldan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Skyrgámur stal senunni á Sól­heimum í Gríms­nesi

Skyrgámur stal heldur betur senunni á Sólheimum í Grímsnesi þegar hann mætti galvaskur í kirkjuna á staðnum til að stjórna á jólatónleikum Sólheimakórsins í gær. Hann lét það ekki duga, heldur settist hann líka við trommusettið og fór þar á kostum.

Lífið
Fréttamynd

Bók um blæðingar „líka fyrir okkur karlpungana til að lesa“

Bóksali á Suðurlandi er viss um að jólin verði góð jólabók en viðurkennir þó að lestur jólabóka hafi minnkað og þar kennir hann snjallsímunum um. Bóksalinn gefur út 30 bækur fyrir jólin, meðal annars bók um blæðingar kvenna, sem hefur nú þegar verið tilnefnd til verðlauna.

Lífið
Fréttamynd

Vildu gera al­vöru partýlag fyrir jólin

Rapparinn Emmsjé Gauti er kominn í partýgírinn fyrir jólin en hann var að senda frá sér lagið Partýjól ásamt Steinda Jr. og Þormóði. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Jóla­ljós á myrkum tímum

Ég skil ekki hvernig á að vera hægt að halda jól í ár. Helmingurinn af því sem ég les á netinu er um þjóðarmorð, hinn helmingurinn um að hafa það kósí um jólin, og þar á milli ekkert nema öskrandi þögn og myrkur. Ég hef setið tvo barnamenningarviðburði nýlega, einn um bækur, hinn um bíómyndir, þar sem spurningin um muninn á að skrifa fyrir börn og fullorðna hefur komið upp. Á báðum stöðum, sama svarið: munurinn er von.

Skoðun
Fréttamynd

Njóta eða þjóta á að­ventu og jólum

Nú er veturinn genginn í garð og rútína og hversdagsleiki orðinn fastur í sessi á flestum heimilum. Margir þekkja að það getur verið heilmikil áskorun að púsla saman öllu því sem þarf að gera í dagsins önn. Boltarnir eru oft ansi margir, bæði í einkalífi og starfi og margir þurfa að hafa sig alla við til að halda öllu gangandi. Þegar álag verður of mikið og varir of lengi getur það haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu okkar og við förum að finna fyrir streitu.

Skoðun
Fréttamynd

Heitustu jóla­gjafir ársins fyrir hana

Jólin nálgast nú óðfluga og er ekki seinna vænna að huga að jólagjöfum. Gjafirnar geta verið vandfundnar fyrir þá sem eru manni kærastir en mikilvægt er að minna sig á að það er hugurinn sem gildir. Lífið á Vísi tók saman lista yfir heitustu jólagjafir ársins.

Jól
Fréttamynd

Jólalest Coca-Cola leggur af stað á morgun

Jólalest Coca-Cola er fastur liður í aðventunni og á sér kæran sess í hugum margra. Í ár keyrir jólalestin sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 28. skipti á morgun, laugardaginn 9. desember.

Lífið
Fréttamynd

Besta jóla­gjöfin

Nú á dögum okkar hraða samfélags og komandi jóla er gott að huga að því hvað skiptir í raun máli. Börnin okkar vaxa úr grasi og þroskast hratt og þar á meðal málþroskinn.

Skoðun