Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar 5. maí 2025 15:01 Tölum aðeins um tímann í kringum jólin. Það er svo gaman að gleðja fólk, sérstaklega í desember. Eftir haustið kemur októbermánuður siglandi inn í dagatalið og flýgur nokkuð hratt í gegn. Þá mætir nóvembermánuður og við förum að leiða hugann að desember og jólahátíðinni. Ó hversu gaman og gott er að gleðja fólk í kringum jólin. Sum okkar nota nóvember til að skipuleggja desember og það er virðingarvert. Önnur koma af fullum þunga inn í byrjun desember. Þau okkar sem hafa eignast barn á árinu eða fermt barn, eru jafnvel nýgift eða eiga geggjaða fjölskyldumynd af Tene, hugleiða að senda vinum og vandamönnum jólakort með mynd. Tilgangurinn að gleðja og þakka fyrir góðar stundir á árinu. Við leggjum okkur fram um að sýna hvort öðru kærleika á þessum tíma. Við brosum framan í hvort annað og þegar stutt er í jólin segjum við innilega ,,Gleðileg jól” eða ,,Gleðilega hátíð” við hvort annað, jafnvel þó við þekkjumst lítið sem ekkert. En það styttist í jólin og þá erum við öll svo glöð og við erum tilbúin að sýna öðrum kærleika bæði í orði og á borði. Við förum á dvalarheimilið og heimsækjum ömmu og afa eða mömmu og pabba eða frænkuna eða frændann sem voru okkur svo góð þegar við vorum yngri. Við tökum börnin okkar með og biðjum þau að lita mynd til að gefa viðkomandi í heimsókninni. Það gleður. Í anddyri dvalarheimilisins mætum við börnum sem voru að syngja fyrir heimilisfólkið. Í matsalnum eru yngstu börn tónlistarskólans að spila jólalög. Allir sem við sjáum eru með bros á vör og gleðin og kærleikurinn skín af öllum. Eftir jólalögin er upplestur frá sjálfboðaliðum sem koma sum hver langt að til að lesa fyrir heimilisfólkið. Það eru jú að koma jól og þá gefum við af okkur. Í heimsókninni rifjum við upp gamlar og góðar stundir og þökkum fyrir allt það sem við höfum gert saman í gegnum tíðina. Við gefum okkur tíma þar sem það er stutt í jólahátíðina. Á leiðinni út eftir vel heppnaða heimsókn sjáum við að dagskráin fyrir desembermánuð hangir í anddyrinu. Það er viðburður nánast hvern einasta dag og marga daga eru fleiri en einn viðburður. Hversu dásamlegt í desember. Þetta ber að þakka fyrir. Við hugsum um nágrannakonuna sem missti manninn sinn fyrir nokkrum árum og hefur verið ein síðan - við munum eftir henni í desember og færum henni heimabakaðar smákökur og sendum henni góðar kveðjur. Við segjum já við flestum sem hringja í okkur eða banka upp á heima hjá okkur og eru að biðja um stuðning til handa þeim sem minna mega sín. Við erum klár þar sem það er stutt í jól og allir eiga að hafa það gott um jólin. Við leggjum í guðskistuna þar sem tími ljóss og friðar er runninn upp. Eftir dásamlegan desember tekur janúar við keflinu og við tekur blákaldur hversdagsleikinn og það líða 10 mánuðir þangað til við förum að hugleiða af alvöru hvernig við ætlum að gleðja náungann. Væri ekki gaman að dreifa gleðinni og gleðja fólk jafnt og þétt yfir árið? Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Höfundur er stærðfræðingur með áhuga á fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Góðverk Jól Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Sjá meira
Tölum aðeins um tímann í kringum jólin. Það er svo gaman að gleðja fólk, sérstaklega í desember. Eftir haustið kemur októbermánuður siglandi inn í dagatalið og flýgur nokkuð hratt í gegn. Þá mætir nóvembermánuður og við förum að leiða hugann að desember og jólahátíðinni. Ó hversu gaman og gott er að gleðja fólk í kringum jólin. Sum okkar nota nóvember til að skipuleggja desember og það er virðingarvert. Önnur koma af fullum þunga inn í byrjun desember. Þau okkar sem hafa eignast barn á árinu eða fermt barn, eru jafnvel nýgift eða eiga geggjaða fjölskyldumynd af Tene, hugleiða að senda vinum og vandamönnum jólakort með mynd. Tilgangurinn að gleðja og þakka fyrir góðar stundir á árinu. Við leggjum okkur fram um að sýna hvort öðru kærleika á þessum tíma. Við brosum framan í hvort annað og þegar stutt er í jólin segjum við innilega ,,Gleðileg jól” eða ,,Gleðilega hátíð” við hvort annað, jafnvel þó við þekkjumst lítið sem ekkert. En það styttist í jólin og þá erum við öll svo glöð og við erum tilbúin að sýna öðrum kærleika bæði í orði og á borði. Við förum á dvalarheimilið og heimsækjum ömmu og afa eða mömmu og pabba eða frænkuna eða frændann sem voru okkur svo góð þegar við vorum yngri. Við tökum börnin okkar með og biðjum þau að lita mynd til að gefa viðkomandi í heimsókninni. Það gleður. Í anddyri dvalarheimilisins mætum við börnum sem voru að syngja fyrir heimilisfólkið. Í matsalnum eru yngstu börn tónlistarskólans að spila jólalög. Allir sem við sjáum eru með bros á vör og gleðin og kærleikurinn skín af öllum. Eftir jólalögin er upplestur frá sjálfboðaliðum sem koma sum hver langt að til að lesa fyrir heimilisfólkið. Það eru jú að koma jól og þá gefum við af okkur. Í heimsókninni rifjum við upp gamlar og góðar stundir og þökkum fyrir allt það sem við höfum gert saman í gegnum tíðina. Við gefum okkur tíma þar sem það er stutt í jólahátíðina. Á leiðinni út eftir vel heppnaða heimsókn sjáum við að dagskráin fyrir desembermánuð hangir í anddyrinu. Það er viðburður nánast hvern einasta dag og marga daga eru fleiri en einn viðburður. Hversu dásamlegt í desember. Þetta ber að þakka fyrir. Við hugsum um nágrannakonuna sem missti manninn sinn fyrir nokkrum árum og hefur verið ein síðan - við munum eftir henni í desember og færum henni heimabakaðar smákökur og sendum henni góðar kveðjur. Við segjum já við flestum sem hringja í okkur eða banka upp á heima hjá okkur og eru að biðja um stuðning til handa þeim sem minna mega sín. Við erum klár þar sem það er stutt í jól og allir eiga að hafa það gott um jólin. Við leggjum í guðskistuna þar sem tími ljóss og friðar er runninn upp. Eftir dásamlegan desember tekur janúar við keflinu og við tekur blákaldur hversdagsleikinn og það líða 10 mánuðir þangað til við förum að hugleiða af alvöru hvernig við ætlum að gleðja náungann. Væri ekki gaman að dreifa gleðinni og gleðja fólk jafnt og þétt yfir árið? Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Höfundur er stærðfræðingur með áhuga á fólki.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar