
„Sumir halda að þetta sé heimskt af mér“
Pálmi Rafn Arinbjörnsson er tvítugur markvörður sem mættur er til meistaraliðs Víkings. Til þess fórnaði hann sæti í enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves, sem Pálmi segir suma eflaust telja heimskulega ákvörðun. Hann þekkir vel til keppinautar síns um stöðu í byrjunarliði Víkinga, Ingvars Jónssonar, en báðir eru þeir Njarðvíkingar.