

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.
Búið er að færa leik HK og KR í Bestu deild karla í fótbolta fram um einn dag.
Það er mikið álag á Víkingum þessa dagana og þá er gott að eiga marga öfluga leikmenn í leikmannahópnum. Hinn tvítugi Gísli Gottskálk Þórðarson sýndi í síðasta leik að hann er í þeim hópi.
ÍBV vann 2-1 endurkomusigur á Njarðvík í dag í Lengjudeild karla í fótbolta. Það verður því sungnir sigursöngvar á Þjóðhátíðinni í kvöld.
Eftir tap gegn skoska liðinu St. Mirren í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í gær greindi stjórn knattspyrnudeildar Vals frá því að þjálfara liðsins, Arnari Grétarssyni, hefði verið sagt upp störfum. Inn í hans stað hefur Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, verið ráðinn sem þjálfari Vals. Vendingar sem marka endurkomu hans til Vals.
Stjórn knattspyrnudeildar Vals hafði ákveðið fyrir leik gærkvöldsins við St. Mirren í Skotlandi að skipta um þjálfara. Ljóst er að stjórnin átti ekki samningaviðræður við Srdjan Tufegdzic, Túfa, um að taka við liðinu á mettíma eftir leik.
Leikur FH og Víkings í Bestu deild karla sem fara átti fram á þriðjudag hefur verið færður fram um einn dag til mánudags.
Arnar Grétarsson hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara karlaliðs Vals í fótbolta. Srdjan Tufegdzic tekur við Valsmönnum.
Aron Einar Gunnarsson segir tilfinninguna að hafa skrifað undir samning við uppeldisfélagið sitt góða. Hann stefnir á að spila sem atvinnumaður í vetur en á næsta tímabili verður hann alkominn heim til Þórs.
Aron Einar Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Þór Akureyri. Hann var kynntur til leiks að viðstöddu fjölmenni í félagsheimi Þórs í dag.
Pálmi Rafn Pálmason, starfandi þjálfari karlaliðs KR og verðandi framkvæmdastjóri félagsins, er að ganga í sitt sjötta starf hjá Vesturbæjarliðinu á skömmum tíma.
Aron Einar Gunnarsson hefur samið við uppeldisfélagið Þór á Akureyri og verður kynntur sem leikmaður liðsins í dag. Vera má að hann fari á láni til Belgíu.
Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur við þjálfun karlaliðs KR í fótbolta eftir yfirstandandi tímabil. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu KR. Þar segir jafnframt að Óskar Hrafn komi inn í þjálfarateymi liðsins nú þegar að beiðni núverandi þjálfara KR, Pálma Rafns Pálmarssonar. Í fréttatilkynningu KR er einnig greint frá því að Pálmi muni taka við sem framkvæmdastjóri KR þegar núverandi samningur hans við knattspyrnudeild rennur út.
Valskonur komust á toppinn í Bestu deild kvenna í gærkvöldi eftir sigur í toppslagnum á móti Blikum. Bestu mörkin fóru yfir leikinn og frammistöðu Valskvenna.
Alfreð Finnbogason hefur verið ráðinn til starfa sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks. Ferill hans sem atvinnumaður verður enn í forgangi en það mun breytast eftir aðstæðum.
Það vantaði ekki mörkin í fimmtándu umferð Bestu deildar kvenna en það voru skoruð nítján mörk í leikjunum fimm. Nú má sjá þau öll hér inn á Vísi.
Alberti Brynjari Ingasyni fannst hálf neyðarlegt að sjá KR-inga fagna jöfnunarmarki Finns Tómasar Pálmasonar gegn KA-mönnum.
Þróttur og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli í 15. umferð Lengjudeild karla í kvöld.
„Hæstánægður, við erum í frábæru formi þannig að þegar við erum í færi á að vinna leiki þá gerum við það,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 3-2 endurkomusigur sinna kvenna gegn FH í kvöld.
Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli þegar liðin leiddu saman hesta sína á Würth-völlinn í Árbæinn í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld.
Katie Cousins skoraði eina mark leiksins þegar Valur vann Breiðablik, 1-0, í uppgjöri efstu liða Bestu deildar kvenna. Með sigrinum komust Valskonur á topp deildarinnar.
Keflavík vann dramatískan sigur á Þór, 3-2, þegar liðin mættust suður með sjó í Lengjudeild karla í kvöld. Þá gerðu Dalvík/Reynir og ÍR 1-1 jafntefli fyrir norðan.
Shaina Ashouri skoraði tvö mörk þegar Víkingur vann FH, 3-2, í 15. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Víkingar lentu 0-2 undir en komu til baka og tryggðu sér sigurinn.
Valur tekur á móti Breiðabliki í uppgjöri toppliða Bestu deildar kvenna á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leik kvöldsins og lítið eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni. Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks, lýst vel á viðureign liðanna í kvöld. Þetta séu leikirnir sem geri allt erfiðið þess virði.
Fylkir mætti Stjörnunni í kvöld þegar fimmtánda umferð Bestu deild kvenna hóf göngu sína. Fylkir vonaðist til að lyfta sér upp úr fallsæti með sigri í kvöld en það voru gestirnir úr Garðabæ sem tóku öll stigin.
Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan og góðan sigur á liði Fylkis, 0-1, í kvöld þegar þessi lið mættust í fimmtándu umferð Bestu deildar kvenna.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA í Bestu deild kvenna var svekktur að leik loknum á móti Tindastóls í dag. Þar sem lið hans kastaði frá sér tveggja marka forystu og misstu unnin leik niður í jafntefli á lokamínútum leiksins, 3-3.
Fylkir tóku á móti Stjörnunni í fimmtándu umferð Bestu deild kvenna í kvöld. Það var Hrefna Jónsdóttir sem sá til þess að Stjarnan tók með sér öll stigin í Garðabæinn en hún skoraði eina mark leiksins.
Halldór Jón Sigurðarsson (Donni), þjálfari Tindastóls, var kampakátur eftir jafntefli í kvöld, 3-3, á móti Þór/KA. Eftir að hafa lent 3-1 undir um miðbik seinni hálfleiks jafnaði Tindastóll úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir þegar sex mínútur voru til leiksloka náði Tindastóll í stig gegn Þór/KA í 15. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Lokatölur á Sauðárkróki, 3-3.
Eftir fjögur töp í röð vann Leiknir R. mikilvægan sigur á Gróttu, 3-1, í Lengjudeild karla í kvöld. Þá sigraði Afturelding Grindavík með þremur mörkum gegn engu.