„Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2025 20:37 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir var sjálf hissa á þrennunni sem hún skoraði í Garðabænum. hörður ágústsson Fyrir leik Stjörnunnar og Víkings í Bestu deild kvenna í kvöld hafði Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skorað þrjú mörk í 87 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hún gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði þrennu í 2-6 sigri Víkinga á Samsung-vellinum í kvöld. Víkingur tapaði 1-4 fyrir Þór/KA í 1. umferð Bestu deildarinnar en fékk sín fyrstu stig eftir stórsigurinn í Garðabænum í kvöld. „Við mættum til leiks. Við gerðum það svo sannarlega ekki í fyrsta leik. Við tókum okkur aðeins á í vikunni og sýndum hvað í okkur býr,“ sagði Áslaug í samtali við Vísi eftir leikinn. Víkingar voru baneitraðir í föstum leikatriðum í kvöld en fjögur af sex mörkum liðsins komu eftir horn- og aukaspyrnur. Áslaug skoraði þrjú þeirra og Erna Guðrún Magnúsdóttir, sem leikur við hlið hennar í miðri vörn Víkings, eitt. Áslaug var jafn hissa og allir aðrir á skyndilegri marksækni sinni í kvöld. „Ég veit ekki. Ég var bara áræðin og gerði árás á boltann,“ sagði Selfyssingurinn. En hefur hún einhvern tímann áður skorað þrennu? „Já, það var bara í 7. flokki eða eitthvað,“ sagði Áslaug hlæjandi. Sem fyrr sagði fengu Víkingar sín fyrstu stig í Bestu deildinni í kvöld. Áslaug segir að þær rauðu og svörtu séu bjartsýnar á framhaldið. „Klárlega. Við mættum ekkert í fyrsta leik en sýndum klárlega í dag hvað í okkur býr. Ég held að þetta sé góð byrjun á góðu skriði sem mun halda áfram út tímabilið,“ sagði Áslaug að endingu. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Víkingur tapaði 1-4 fyrir Þór/KA í 1. umferð Bestu deildarinnar en fékk sín fyrstu stig eftir stórsigurinn í Garðabænum í kvöld. „Við mættum til leiks. Við gerðum það svo sannarlega ekki í fyrsta leik. Við tókum okkur aðeins á í vikunni og sýndum hvað í okkur býr,“ sagði Áslaug í samtali við Vísi eftir leikinn. Víkingar voru baneitraðir í föstum leikatriðum í kvöld en fjögur af sex mörkum liðsins komu eftir horn- og aukaspyrnur. Áslaug skoraði þrjú þeirra og Erna Guðrún Magnúsdóttir, sem leikur við hlið hennar í miðri vörn Víkings, eitt. Áslaug var jafn hissa og allir aðrir á skyndilegri marksækni sinni í kvöld. „Ég veit ekki. Ég var bara áræðin og gerði árás á boltann,“ sagði Selfyssingurinn. En hefur hún einhvern tímann áður skorað þrennu? „Já, það var bara í 7. flokki eða eitthvað,“ sagði Áslaug hlæjandi. Sem fyrr sagði fengu Víkingar sín fyrstu stig í Bestu deildinni í kvöld. Áslaug segir að þær rauðu og svörtu séu bjartsýnar á framhaldið. „Klárlega. Við mættum ekkert í fyrsta leik en sýndum klárlega í dag hvað í okkur býr. Ég held að þetta sé góð byrjun á góðu skriði sem mun halda áfram út tímabilið,“ sagði Áslaug að endingu.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira