„Ég gleymdi þessu sjálfsmarki um leið“ Bjarki Aðalsteinsson, fyrirliði Leiknis, skoraði sjálfsmark í 4-3 sigri þeirra á KR-ingum. Það skipti hann hins vegar litlu máli eftir leikslok. Fótbolti 22. ágúst 2022 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Fram-Breiðablik 0-2| Blikar fyrstir til að vinna Framara í Úlfarsárdal Fram tók á móti Breiðabliki í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram hafði ekki tapað leik á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Breiðabliki, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, tókst hinsvegar að breyta því og vann 2-0. Íslenski boltinn 22. ágúst 2022 21:15
Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH-Keflavík 3-0| Endurreisn FH hófst á sigri Fyrir leikinn blésu FH-ingar í herlúðra. Boðið var meðal annars frítt á völlinn og var þetta leikurinn sem FH átti að snúa blaðinu við. Keflavík missti mann af velli á 6. mínútu. Einum fleiri skoruðu FH-ingar tvö mörk í fyrri hálfleik.Úlfur Ágúst Björnsson gerði þriðja mark FH í síðari hálfleik og gulltryggði fyrsta sigur Eiðs Smára í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 22. ágúst 2022 20:40
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. 4-3 KR | Markaveisla í Breiðholti Botnlið Bestu-deildarinnar, Leiknir, vann eins marks sigur á KR í sjö marka leik í Breiðholti, 4-3. Leiknir lyftir sér úr botnsæti deildarinnar með sigrinum á meðan tapið heggur skrað í Evrópudrauma KR-inga. Íslenski boltinn 22. ágúst 2022 20:00
„Veit ekkert hvenær ég brotnaði“ „Þetta er mikill skellur en um leið er þetta bara partur af þessu,“ segir Adolf Daði Birgisson, einn af ungu leikmönnum sem slegið hafa gegn í liði Stjörnunnar í Bestu deildinni í sumar. Tímabilinu er lokið hjá honum. Íslenski boltinn 22. ágúst 2022 14:31
Kvöld sem gæti galopnað toppbaráttuna og gjörbreytt stöðu mála á botni deildarinnar Alls eru fjórir leikir á dagskrá í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Tveir þeirra gætu haft gríðarleg áhrif á toppbaráttuna á meðan hinir tveir geta breytt stöðu mála á botni deildarinnar. Íslenski boltinn 22. ágúst 2022 13:01
Skoraði áður en hann fékk bílprófið en náði ekki að vera undan pabba sínum Þeir eru ekki margir sem skora sitt fyrsta mark í efstu deild áður en þeir fá bílprófið en Skagamaðurinn Haukur Andri Haraldsson komst í þann hóp í gær. Hann náði þó ekki að slá fjölskyldumetið. Íslenski boltinn 22. ágúst 2022 11:31
Nökkvi Þeyr tók markamet Akureyrar af Hemma Gunn í gærkvöldi KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson varð í gær sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk á einu tímabili í efstu deild fyrir Akureyrarfélag. Íslenski boltinn 22. ágúst 2022 10:31
Sjáðu heitasta leikmann deildarinnar skora þrjú og unga hetju tryggja ÍA sigur KA er aðeins þremur stigum á eftir toppliði Breiðabliks eftir sigur í Garðabæ og ÍA dró ÍBV niður í fallbaráttuna í Bestu deild karla í fótbolta. Mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Íslenski boltinn 22. ágúst 2022 09:01
„Síðustu tveir leikir eru ekki boðlegir hvað varðar mörk á okkur“ Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, sagði að sigur KA á hans mönnum í Bestu deildinni í kvöld, 2-4, hafi verið sanngjarn. Íslenski boltinn 21. ágúst 2022 22:08
„Viljum fara alla leið“ Nökkvi Þeyr Þórisson var eðlilega léttur í skapi eftir leik Stjörnunnar og KA enda skoraði hann þrennu í 2-4 sigri Akureyringa. Íslenski boltinn 21. ágúst 2022 21:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KA 2-4 | Takið okkur alvarlega Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar KA vann 2-4 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu KA-menn forskot Blika á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. Íslenski boltinn 21. ágúst 2022 21:45
„Þetta er langþráður sigur“ Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega sáttur með frammistöðuna hjá sínum mönnum eftir 2-1 sigur á ÍBV í dag. Skagamenn komust yfir í fyrri hálfleik en ÍBV tókst að jafna í þeim seinni. Það var svo Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur með marki á 88. mínútu. Fótbolti 21. ágúst 2022 19:37
Davíð Þór sendir ákall til FH-inga: Vill snúa hlutum við eftir óvægna gagnrýni og þunga umræðu Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sendi í dag opið bréf til stuðningsmanna FH og kallaði eftir stuðningi við liðið sem er í bráðri fallhættu í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 21. ágúst 2022 16:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. Íslenski boltinn 21. ágúst 2022 16:15
Var ranglega úrskurðuð í bann fyrir úrslitaleikinn Lára Kristín Pedersen, leikmaður Íslandsmeistara Vals, má spila með liðinu í komandi úrslitaleik í Mjólkubikar kvenna. Hún var ranglega úrskurðuð í bann í vikunni og þeirri ákvörðun hefur verið snúið við. Íslenski boltinn 20. ágúst 2022 12:01
Katrín saumaði saman gatið á höfði Damirs Katrín Ásbjörnsdóttir, framherji Stjörnunnar, sá um að hlúa að Damir Muminovic eftir sigur liðs hans Breiðabliks 1-0 á HK í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í gærkvöld. Íslenski boltinn 20. ágúst 2022 09:30
Umfjöllun,viðtöl og myndir: HK-Breiðablik 0-1| Breiðablik marði sigur í Kópavogsslagnum og mætir Víkingi í undanúrslitum 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins lauk með Kópavogsslag í Kórnum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Omar Sowe Breiðabliki yfir á 55. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og Breiðablik mætir Víkingi Reykjavík í undanúrslitum á Kópavogsvelli. Íslenski boltinn 19. ágúst 2022 22:45
Besti þátturinn: Tókst ekki að ná hinum fullkomna skoti eftir glæsilegt splitt Þriðji þátturinn af Besta þættinum er kominn út en í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti öðru pari annars liðs. Íslenski boltinn 19. ágúst 2022 11:31
Lætin í KA-heimilinu kostuðu Arnar einn leik í viðbót Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í gær úrskurð aga- og úrskurðarnefndar um fimm leikja bann Arnars Grétarssonar, þjálfara KA, og sekt knattspyrnudeildar KA að upphæð 100.000 krónur. Íslenski boltinn 19. ágúst 2022 10:46
Sjáðu mörkin úr hasarnum í Víkinni Íslands- og bikarmeistarar Víkings eiga enn möguleika á að verja báða titla sína eftir magnaðan 5-3 sigur á KR í stórbrotnum leik í Víkinni í gærkvöld. Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærkvöldsins. Íslenski boltinn 19. ágúst 2022 09:30
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur-KR 5-3 | Hádramatískt í Víkinni Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru á leið í undanúrslit Mjólkurbikars karla eftir dramatískan sigur gegn KR í kvöld. Lokatölur 5-3, en tvær vítaspyrnur voru dæmdar á seinustu mínútum leiksins. Íslenski boltinn 18. ágúst 2022 21:54
Arnar Gunnlaugs var í KR-búningnum þegar KR sló Víking síðast út úr bikarnum Bikarmeistarar Víkinga halda titilvörn sinni áfram í kvöld þegar þeir fá KR-inga í heimsókn í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Íslenski boltinn 18. ágúst 2022 14:01
„Sem betur fer erum við með karakter í liðinu“ „Það er búið að vera bras á liðinu en sem betur fer erum við með karakter í liðinu og það hafa aðrar stigið upp sem áttu ekki endilega að fá hlutverk í liðinu,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar í Bestu deild kvenna í fótbolta, í ítarlegu viðtali við Bestu mörkin. Íslenski boltinn 18. ágúst 2022 12:30
Hótar að fylla liðsstjórn af vinum sínum til að hjóla í dómarana Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar var allt annað en sáttur við vítaspyrnu sem Keflavík fékk í 2-3 sigri liðsins í Mosfellsbæ í Bestu-deild kvenna í gær. Fótbolti 17. ágúst 2022 22:50
Bestu mörkin um leikjaplan KR: „Þetta hjálpar ekki í þessari erfiðu baráttu sem framundan er“ „Við ætlum að kíkja aðeins á leikjaplan KR þar sem það hefur vakið athygli,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastýra Bestu markanna, en KR er á leið í aðra mánaðarlanga pásu í Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 17. ágúst 2022 17:01
Bestu mörkin um Þrótt: „Gaman að horfa á þær spila“ Þróttur vann 5-1 stórsigur á ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta á þriðjudag. Eitt markanna stóð upp sérstaklega upp úr og var farið yfir það í þætti Bestu markanna að leik loknum. Íslenski boltinn 17. ágúst 2022 14:00
„Svolítið leiðinlegt lífið þessa dagana þegar þú ert ekki í Evrópukeppninni“ Gunnlaugur Jónsson hitti þjálfara liða Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla fyrir innbyrðis leik liðanna í vikunni og ræddi meðal annars við þá um árangur liðanna í Evrópukeppninni í ár. Íslenski boltinn 17. ágúst 2022 11:30
„Hafa hækkað rána ekki ósvipað og City og Liverpool hafa gert í Englandi“ Óskar Hrafn Þorvaldsson talaði aðeins varlegar en Arnar Gunnlaugsson þegar þeir voru spurðir að því hvort að lið þeirra væri að stinga önnur lið af hér á landi hvað varðar hugsjón, þjálfun og leikfræði. Íslenski boltinn 17. ágúst 2022 10:30
Sjáðu markaflóð Þróttara, fyrstu mörk Selfyssinga í langan tíma og endurkomu Keflavíkur Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær þar sem alls voru 13 mörk. Þróttur Reykjavík vann ÍBV 5-1, Selfoss vann 2-0 sigur á Þór/KA og Keflavík kom til baka og vann Aftureldingu 3-2 í Mosfellsbæ. Íslenski boltinn 17. ágúst 2022 08:01