
Besta spáin 2023: Stutt stopp hjá FH
FH er nýliði í deildinni eftir að hafa farið ósigrað í gegnum 1.deildina. Munurinn á deildunum er hins vegar mikill og því þarf allt að ganga upp hjá Hafnarfjarðarliðinu svo ekki fari illa.
Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.
FH er nýliði í deildinni eftir að hafa farið ósigrað í gegnum 1.deildina. Munurinn á deildunum er hins vegar mikill og því þarf allt að ganga upp hjá Hafnarfjarðarliðinu svo ekki fari illa.
Breiðablik verður Íslandsmeistari og nýliðar FH halda sæti sínu í Bestu deild kvenna í fótbolta, samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og formanna félaganna tíu í deildinni.
Vísir var með beina textalýsingu frá kynningarfundi Bestu deildar kvenna. Á honum var spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna tíu í deildinni opinberuð.
Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks kallar eftir betri vinnubrögðum hjá hagsmunasamtökunum Íslenskum Toppfótbolta, í ljósi meintrar mismununar gegn kvennafótbolta síðustu vikur.
KR og Víkingur Reykjavík hafa samið um að víxla heimaleikjum liðanna í deildarkeppni Bestu deildar karla í sumar. Meistaravellir í Vesturbæ er ekki klár til knattspyrnuiðkunar er liðin eigast við í næstu umferð.
Stjarnan hafði betur gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ á Hlíðarenda í kvöld. Staðan var markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Stjarnan betur.
„Ég er mjög stolt af liðinu í dag. Nokkrir í hópnum eru að koma til baka úr meiðslum og við sýndum styrk í því hvernig við komum hér í dag og spiluðum í mínum huga mjög góðan leik,“ sagði sigursæl Erin Mcleod eftir að hafa tryggt Stjörnunni sigur í Meistarakeppni KSÍ nú í kvöld.
Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur farið heldur óvenjulega leið til að koma í veg fyrir að hægt verði að leka byrjunarliði Breiðabliks í Fjölni fyrir bikarleik liðanna. Hann birti það einfaldlega á Twitter-síðu sinni.
Patrik Johannesen, sóknarmaður Breiðabliks, segir að það verði mikið um olnbogaskot í Bestu deildinni í fótbolta í sumar fari dómarar sömu leið og gert var í leik Breiðabliks og Vals í gær.
Ólafur Íshólm Ólafsson, markmaður Fram, var besti leikmaðurinn í Kórnum í gærkvöldi þegar Fram sótti HK heim í Bestu deildinni. Leikurinn endaði 1-1 en án Ólafs í markinu hefðu heimamenn skorað að minnsta kosti eitt mark í fyrri hálfleik.
Meistarakeppni Knattspyrnusambands Íslands í kvennaflokki fer fram í kvöld. Þar verður í fyrsta skipti keppt um „Svanfríðarbikarinn.“ Frá þessu greindi KSÍ nú rétt í þessu.
Öll mörkin úr 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu má sjá hér að neðan.
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ósáttur með niðurstöðu leiksins og fannst hans lið eiga meira skilið en 0-2 tap gegn Breiðablik á heimavelli.
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
HK og Fram gerðu 1-1 jafntefli í blíðunni í Kórnum í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir og Örvar Eggertsson jafnaði skömmu síðar.
Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
„Það er náttúrulega bara trekk í trekk vonbrigði með ÍTF. Við vildum taka höndum saman og lýsa yfir óánægju okkar með þessi vinnubrögð,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals, um ákvörðun fyrirliða liða í Bestu deild kvenna að mæta ekki á fund ÍTF þar sem taka átti upp kynningarefni fyrir deildina. Elísa hefði ekki komist þá þar sem hún verður að keppa í Meistarakeppni KSÍ á sama tíma.
Hagsmunasamtökin Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur gefið út tilkynningu eftir umræðu undanfarna daga. Þar segir að ÍTF hafi boðið forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á fund til að ræða málin.
Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, KSÍ og starfsmaður ÍTF, gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliða liða í Bestu deild kvenna harðlega en þar var voru vinnubrögð ÍTF gagnvart liðum í deildinni fordæmd.
Fyrirliðar liða í Bestu deildar kvenna í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna undirbúnings og vinnubragða Íslensks Toppfótbolta, ÍTF. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.
KA vann öruggan sigur á ÍBV í Bestu deild karla í dag, 3-0. Ásgeir Sigurgeirsson, Bjarni Aðalsteinsson og Þorri Mar Þórisson skoruðu mörkin gegn ÍBV sem átti erfitt sóknarlega og var sem liðið hefði varla trú á því að það gæti skorað.
FH hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn á miðvöllinn í Kaplakrika, Nývang, í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag.
Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með 2-0 sigur á Keflavík í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum í Keflavík í dag og er liðið komið með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar í Bestu deild karla.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vonast eftir að hans menn komist á sigurbraut í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Liðið gerði jafntefli við KA í fyrstu umferðinni en sækja Keflvíkinga heim klukkan 14:00 í dag.
Viktor Örlygur Andrason hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Víkings til ársins 2025 en þetta kemur fram í tilkynnigu sem félagið sendi frá sér í dag.
FH mætir Stjörnunni á morgun í Bestu deild karla í fótbolta á Miðvelli, frjálsíþróttavelli félagsins, sem stendur fyrir ofan Kaplakrika á FH-svæðinu. FH-ingar haffa unnið hörðum höndum við að gera völlinn kláran fyrir leikinn.
Allt bendir til þess að FH mæti Stjörnunni á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika á morgun. Þegar FH-ingar léku síðast á vellinum í deildarleik steinlágu þeir.
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í gær að leyfa leikmönnum að óska eftir drykkjarhléi í fótboltaleikjum á Íslandi á meðan á Ramadan, heilagasti mánuður múslima, stendur. Mánuðinum fylgir fasta og Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, fastar þessa dagana og fagnar reglubreytingunni.
Bestu deildarlið Fram hefur orðið fyrir miklu áfalli en framherjinn Jannik Pohl er meiddur og verður frá næstu mánuðina.