Arna sleit krossband: „Búin að gráta mikið í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2024 15:43 Arna Sif Ásgrímsdóttir mun ekki spila fótbolta að nýju fyrr en á næsta ári. vísir/Anton Ljóst er að besta knattspyrnukona Bestu deildarinnar undanfarin ár, Arna Sif Ásgrímsdóttir, verður ekki með meisturum Vals á þessu ári eftir að hún sleit krossband í hné. Arna meiddist í leik gegn Fylki í Lengjubikarnum í fyrrakvöld og nú hefur skoðun leitt í ljós að krossband í hné slitnaði og ytri liðþófi rifnaði. „Þetta er ótrúlega mikið högg. Maður er búinn að gráta mikið í dag og er mjög brotinn,“ sagði Arna í samtali við Vísi. „Manni var sagt að vona það besta og búa sig undir það versta en þó mig hafi grunað þetta þá var þetta mikið högg og ég er hálfpartinn ekki að trúa þessu. Ég ætla að gefa mér tíma fram yfir helgi til að vera brotin og gráta mikið, og svo þarf bara að tækla þetta verkefni,“ segir þessi frábæri miðvörður. Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur verið í lykilhlutverki í afar sigursælu liði Vals.vísir/Diego Átti að verða stórt ár Arna hefur ekki áður glímt við svo alvarleg meiðsli og áfallið er mikið, ekki síst vegna þess hve frábær síðustu ár hún hefur átt með titlasöfnun hjá Val og sæti í íslenska landsliðshópnum. „Auðvitað er þetta alltaf högg í magann en ég rann út á samning eftir síðasta tímabil og skoðaði aðeins í kringum mig, en langaði að taka slaginn með Val því ég er enn með stór markmið fyrir liðið okkar. Þetta ár átti að vera ansi stórt og þetta er því extra mikið högg, að geta ekki verið partur af því,“ segir Arna sem eins og fyrr segir grunaði strax hvað hefði gerst þegar hún meiddist. Ótrúlega algengt og þarf að skoða betur „Ég hef ekki upplifað hnémeiðsli áður en þetta er búið að vera mikið í kringum mann hjá Val, og úti í heimi, og lýsingarnar voru eins. Við að heyra smellinn og hálfpartinn festast, hnéð festist einhvern veginn, þá var ég strax hrædd um að þetta væri ansi alvarlegt.“ Tíðar fréttir af krossbandsslitum hafa einmitt borist úr knattspyrnuheimi kvenna, og Arna Sif er alls ekki sú fyrsta til að slíta krossband á Hlíðarenda. „Þetta er búið að vera ótrúlega algengt og í raun bara aukning. Maður heyrði ekki mikið um þetta fyrir nokkrum árum síðan og það þarf alvarlega að skoða þetta,“ segir Arna. Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Arna meiddist í leik gegn Fylki í Lengjubikarnum í fyrrakvöld og nú hefur skoðun leitt í ljós að krossband í hné slitnaði og ytri liðþófi rifnaði. „Þetta er ótrúlega mikið högg. Maður er búinn að gráta mikið í dag og er mjög brotinn,“ sagði Arna í samtali við Vísi. „Manni var sagt að vona það besta og búa sig undir það versta en þó mig hafi grunað þetta þá var þetta mikið högg og ég er hálfpartinn ekki að trúa þessu. Ég ætla að gefa mér tíma fram yfir helgi til að vera brotin og gráta mikið, og svo þarf bara að tækla þetta verkefni,“ segir þessi frábæri miðvörður. Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur verið í lykilhlutverki í afar sigursælu liði Vals.vísir/Diego Átti að verða stórt ár Arna hefur ekki áður glímt við svo alvarleg meiðsli og áfallið er mikið, ekki síst vegna þess hve frábær síðustu ár hún hefur átt með titlasöfnun hjá Val og sæti í íslenska landsliðshópnum. „Auðvitað er þetta alltaf högg í magann en ég rann út á samning eftir síðasta tímabil og skoðaði aðeins í kringum mig, en langaði að taka slaginn með Val því ég er enn með stór markmið fyrir liðið okkar. Þetta ár átti að vera ansi stórt og þetta er því extra mikið högg, að geta ekki verið partur af því,“ segir Arna sem eins og fyrr segir grunaði strax hvað hefði gerst þegar hún meiddist. Ótrúlega algengt og þarf að skoða betur „Ég hef ekki upplifað hnémeiðsli áður en þetta er búið að vera mikið í kringum mann hjá Val, og úti í heimi, og lýsingarnar voru eins. Við að heyra smellinn og hálfpartinn festast, hnéð festist einhvern veginn, þá var ég strax hrædd um að þetta væri ansi alvarlegt.“ Tíðar fréttir af krossbandsslitum hafa einmitt borist úr knattspyrnuheimi kvenna, og Arna Sif er alls ekki sú fyrsta til að slíta krossband á Hlíðarenda. „Þetta er búið að vera ótrúlega algengt og í raun bara aukning. Maður heyrði ekki mikið um þetta fyrir nokkrum árum síðan og það þarf alvarlega að skoða þetta,“ segir Arna.
Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira