
Get gert fullt af hlutum miklu betur
"Þetta var okkar fyrsta keppni og hesturinn ekki mikið undirbúinn, ég veit að ég get gert fullt af hlutum miklu betur,“ sagði afreksknapinn Jakob Svavar að lokinni forkeppni í fimmgangi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, sem fram fór í Samskipahöllinni í Kópavogi í gærkvöldi.