Tvö gull og eitt silfur til Íslands á heimsmeistaramóti íslenska hestsins Telma Tómasson skrifar 12. ágúst 2017 16:02 Ungmennin í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum gerðu góðan dag á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Oirschot í Hollandi í dag, tóku tvö gull og eitt silfur. ,,Það liggur mikil vinna að baki þessu, en þetta var sætur sigur og bara æðislegt," sagði Gústaf Ásgeir Hinriksson sem í dag hlaut efsta sætið á hestinum Pistli frá Liltu-Brekku og varð heimsmeistari í fjórgangi í ungmennaflokki á HM íslenska hestsins, en landslið 19 þjóða taka þátt að þessu sinni. Keppni í hestaíþróttum reynir ekki einasta á ganghæfni hestanna heldur einnig á mikla færni í reiðmennsku, en á meginlandinu og á Norðurlöndunum eru feiknasterkir knapar sem Gústaf Ásgeir atti kappi við. Úrslitin voru nokkuð dramatísk þar sem tveir keppendur duttu úr keppni. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar úrslitin voru kunngerð, en frábær stemning er á pöllunum enda mörg hundruð Íslendingar á svæðinu til að fylgjast með heimsmeistaramótinu og hvetja landsliðið áfram. Konráð Valur Sveinsson hafði fyrr um daginn landað silfri í 250 metra skeiði og nú síðdegis bætti Máni Hilmarsson en einni rósinni í hnappagat íslenska landsliðsins og hlaut efsta sætið í fimmgangi ungmenna. Frábær árangur okkar fólks í dag. A-úrslit fara fram á morgun, sunnudag, og er sent beint út frá mótinu á oz.com. Hestar Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira
Ungmennin í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum gerðu góðan dag á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Oirschot í Hollandi í dag, tóku tvö gull og eitt silfur. ,,Það liggur mikil vinna að baki þessu, en þetta var sætur sigur og bara æðislegt," sagði Gústaf Ásgeir Hinriksson sem í dag hlaut efsta sætið á hestinum Pistli frá Liltu-Brekku og varð heimsmeistari í fjórgangi í ungmennaflokki á HM íslenska hestsins, en landslið 19 þjóða taka þátt að þessu sinni. Keppni í hestaíþróttum reynir ekki einasta á ganghæfni hestanna heldur einnig á mikla færni í reiðmennsku, en á meginlandinu og á Norðurlöndunum eru feiknasterkir knapar sem Gústaf Ásgeir atti kappi við. Úrslitin voru nokkuð dramatísk þar sem tveir keppendur duttu úr keppni. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar úrslitin voru kunngerð, en frábær stemning er á pöllunum enda mörg hundruð Íslendingar á svæðinu til að fylgjast með heimsmeistaramótinu og hvetja landsliðið áfram. Konráð Valur Sveinsson hafði fyrr um daginn landað silfri í 250 metra skeiði og nú síðdegis bætti Máni Hilmarsson en einni rósinni í hnappagat íslenska landsliðsins og hlaut efsta sætið í fimmgangi ungmenna. Frábær árangur okkar fólks í dag. A-úrslit fara fram á morgun, sunnudag, og er sent beint út frá mótinu á oz.com.
Hestar Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira