Bóndinn á Kúludalsá fær gögn ekki fjarlægð af vefsíðu MAST Benedikt Bóas skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Upphafið má rekja til ágústmánaðar 2006 þegar mikill flúor á að hafa farið út í andrúmsloftið. vísir/gva Áralangri baráttu bóndans á Kúludalsá lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hrossin á Kúludalsá hafa verið veik síðan 2007. Taldi bóndinn að það væri vegna mengunarslyss sem hafi átt sér stað í álveri Norðuráls á Grundartanga þar sem mikið magn flúors barst út í andrúmsloftið. Vildi hann að MAST rannsakaði hrossin. Árið 2011 afhenti bóndinn þrjú hross til slátrunar og voru líffæri skoðuð, hófar og leggir röntgenskoðaðir, flúor í beinvef og þungmálmarnir blý, kadmín og kvikasilfur í lifur mældir. Komust sérgreinadýralæknir og dýralæknir á tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum að þeirri niðurstöðu að hrossin hefðu veikst fyrst og fremst af offitu og hreyfingarleysi. Við þetta var bóndinn ósáttur og lét gera aðra rannsókn. Sú rannsókn, sem gerð var árið 2013, skilaði allt annarri niðurstöðu og tók hún þrjú ár. Höfundar þeirrar skýrslu töldu nær útilokað að veikindi hrossanna mætti rekja til offóðrunar, hreyfingarleysis eða vankunnáttu í meðferð. Niðurstöður rannsókna á beinum úr hrossum á bænum sýndu fram á mikla flúormengun, en styrkur flúoríðs væri um fjórfaldur á við það sem fyndist í hrossum á ómenguðum svæðum. Brást MAST við með því að setja skýrsluna á vefinn ásamt athugasemdum stofnunarinnar við áliti skýrsluhöfunda. Bóndinn kærði MAST sem svaraði erindi hans og synjaði beiðninni um að fjarlægja öll gögn um málið af vef stofnunarinnar. Umboðsmaður Alþingis greip þá inn í og lokaði málinu með bréfi í febrúar í ár. Bóndinn benti meðal annars á í lagarökum sínum að MAST hafi engar rannsóknir á hrossum, innlendum eða erlendum, til að styðjast við en láti tilgátur byggðar á mælingum í norskum dádýrum duga. MAST bendir hins vegar á að ekkert hafi enn komið fram sem bendi til að flúormengun hafi valdið veikindum eða skaða í búfé á svæðinu, hvorki við skoðun eða rannsóknir á hestum á Kúludalsá né í öðru búfé í nágrenninu. Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46 Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Áralangri baráttu bóndans á Kúludalsá lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hrossin á Kúludalsá hafa verið veik síðan 2007. Taldi bóndinn að það væri vegna mengunarslyss sem hafi átt sér stað í álveri Norðuráls á Grundartanga þar sem mikið magn flúors barst út í andrúmsloftið. Vildi hann að MAST rannsakaði hrossin. Árið 2011 afhenti bóndinn þrjú hross til slátrunar og voru líffæri skoðuð, hófar og leggir röntgenskoðaðir, flúor í beinvef og þungmálmarnir blý, kadmín og kvikasilfur í lifur mældir. Komust sérgreinadýralæknir og dýralæknir á tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum að þeirri niðurstöðu að hrossin hefðu veikst fyrst og fremst af offitu og hreyfingarleysi. Við þetta var bóndinn ósáttur og lét gera aðra rannsókn. Sú rannsókn, sem gerð var árið 2013, skilaði allt annarri niðurstöðu og tók hún þrjú ár. Höfundar þeirrar skýrslu töldu nær útilokað að veikindi hrossanna mætti rekja til offóðrunar, hreyfingarleysis eða vankunnáttu í meðferð. Niðurstöður rannsókna á beinum úr hrossum á bænum sýndu fram á mikla flúormengun, en styrkur flúoríðs væri um fjórfaldur á við það sem fyndist í hrossum á ómenguðum svæðum. Brást MAST við með því að setja skýrsluna á vefinn ásamt athugasemdum stofnunarinnar við áliti skýrsluhöfunda. Bóndinn kærði MAST sem svaraði erindi hans og synjaði beiðninni um að fjarlægja öll gögn um málið af vef stofnunarinnar. Umboðsmaður Alþingis greip þá inn í og lokaði málinu með bréfi í febrúar í ár. Bóndinn benti meðal annars á í lagarökum sínum að MAST hafi engar rannsóknir á hrossum, innlendum eða erlendum, til að styðjast við en láti tilgátur byggðar á mælingum í norskum dádýrum duga. MAST bendir hins vegar á að ekkert hafi enn komið fram sem bendi til að flúormengun hafi valdið veikindum eða skaða í búfé á svæðinu, hvorki við skoðun eða rannsóknir á hestum á Kúludalsá né í öðru búfé í nágrenninu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46 Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46
Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda