Bóndinn á Kúludalsá fær gögn ekki fjarlægð af vefsíðu MAST Benedikt Bóas skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Upphafið má rekja til ágústmánaðar 2006 þegar mikill flúor á að hafa farið út í andrúmsloftið. vísir/gva Áralangri baráttu bóndans á Kúludalsá lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hrossin á Kúludalsá hafa verið veik síðan 2007. Taldi bóndinn að það væri vegna mengunarslyss sem hafi átt sér stað í álveri Norðuráls á Grundartanga þar sem mikið magn flúors barst út í andrúmsloftið. Vildi hann að MAST rannsakaði hrossin. Árið 2011 afhenti bóndinn þrjú hross til slátrunar og voru líffæri skoðuð, hófar og leggir röntgenskoðaðir, flúor í beinvef og þungmálmarnir blý, kadmín og kvikasilfur í lifur mældir. Komust sérgreinadýralæknir og dýralæknir á tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum að þeirri niðurstöðu að hrossin hefðu veikst fyrst og fremst af offitu og hreyfingarleysi. Við þetta var bóndinn ósáttur og lét gera aðra rannsókn. Sú rannsókn, sem gerð var árið 2013, skilaði allt annarri niðurstöðu og tók hún þrjú ár. Höfundar þeirrar skýrslu töldu nær útilokað að veikindi hrossanna mætti rekja til offóðrunar, hreyfingarleysis eða vankunnáttu í meðferð. Niðurstöður rannsókna á beinum úr hrossum á bænum sýndu fram á mikla flúormengun, en styrkur flúoríðs væri um fjórfaldur á við það sem fyndist í hrossum á ómenguðum svæðum. Brást MAST við með því að setja skýrsluna á vefinn ásamt athugasemdum stofnunarinnar við áliti skýrsluhöfunda. Bóndinn kærði MAST sem svaraði erindi hans og synjaði beiðninni um að fjarlægja öll gögn um málið af vef stofnunarinnar. Umboðsmaður Alþingis greip þá inn í og lokaði málinu með bréfi í febrúar í ár. Bóndinn benti meðal annars á í lagarökum sínum að MAST hafi engar rannsóknir á hrossum, innlendum eða erlendum, til að styðjast við en láti tilgátur byggðar á mælingum í norskum dádýrum duga. MAST bendir hins vegar á að ekkert hafi enn komið fram sem bendi til að flúormengun hafi valdið veikindum eða skaða í búfé á svæðinu, hvorki við skoðun eða rannsóknir á hestum á Kúludalsá né í öðru búfé í nágrenninu. Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46 Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Áralangri baráttu bóndans á Kúludalsá lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hrossin á Kúludalsá hafa verið veik síðan 2007. Taldi bóndinn að það væri vegna mengunarslyss sem hafi átt sér stað í álveri Norðuráls á Grundartanga þar sem mikið magn flúors barst út í andrúmsloftið. Vildi hann að MAST rannsakaði hrossin. Árið 2011 afhenti bóndinn þrjú hross til slátrunar og voru líffæri skoðuð, hófar og leggir röntgenskoðaðir, flúor í beinvef og þungmálmarnir blý, kadmín og kvikasilfur í lifur mældir. Komust sérgreinadýralæknir og dýralæknir á tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum að þeirri niðurstöðu að hrossin hefðu veikst fyrst og fremst af offitu og hreyfingarleysi. Við þetta var bóndinn ósáttur og lét gera aðra rannsókn. Sú rannsókn, sem gerð var árið 2013, skilaði allt annarri niðurstöðu og tók hún þrjú ár. Höfundar þeirrar skýrslu töldu nær útilokað að veikindi hrossanna mætti rekja til offóðrunar, hreyfingarleysis eða vankunnáttu í meðferð. Niðurstöður rannsókna á beinum úr hrossum á bænum sýndu fram á mikla flúormengun, en styrkur flúoríðs væri um fjórfaldur á við það sem fyndist í hrossum á ómenguðum svæðum. Brást MAST við með því að setja skýrsluna á vefinn ásamt athugasemdum stofnunarinnar við áliti skýrsluhöfunda. Bóndinn kærði MAST sem svaraði erindi hans og synjaði beiðninni um að fjarlægja öll gögn um málið af vef stofnunarinnar. Umboðsmaður Alþingis greip þá inn í og lokaði málinu með bréfi í febrúar í ár. Bóndinn benti meðal annars á í lagarökum sínum að MAST hafi engar rannsóknir á hrossum, innlendum eða erlendum, til að styðjast við en láti tilgátur byggðar á mælingum í norskum dádýrum duga. MAST bendir hins vegar á að ekkert hafi enn komið fram sem bendi til að flúormengun hafi valdið veikindum eða skaða í búfé á svæðinu, hvorki við skoðun eða rannsóknir á hestum á Kúludalsá né í öðru búfé í nágrenninu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46 Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46
Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54