Elin hafði sætaskipti Telma Tómason skrifar 24. febrúar 2017 18:00 Elin Holst komst aftur á pall í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi og tryggði sér annað sætið í keppni í gæðingafimi sem fram fór í Samskipahöllinni í Kópavogi með hest sinn Frama frá Ketilsstöðum. Elin og Frami unnu fjórgangskeppnina sem fram fór fyrir tveimur vikum og hirti þá efsta sætið af Bergi Jónssyni og Kötlu frá Ketilsstöðum. Þau Elin og Bergur höfðu sætaskipti nú í gæðingafiminni, Bergur tók gullið og Elin silfur. Elinu urðu á mistök í forkeppninni þegar hún hleypti Frama, en hann krossaði á stökkinu. Þetta varð henni dýrkeypt, en samt sem áður tryggði hún sér sæti í úrslitum sem aðeins fimm bestu knapar af tuttugogfjórum komust í. Útfærsla sýningarinnar var nákvæmari og nokkuð kraftmeiri í úrslitunum, sem skilaði sér í hærri einkunn og öðru sæti. „Þetta var betra, eins og ég ætlaði að hafa þetta,“ sagði Elin í viðtali þegar silfrið var fast í hendi. Elin er efst og jöfn að stigum Bergi Jónssyni í einstaklingskeppninni, en bæði eru með 22 stig eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar í mótaröðinni. Meðfylgjandi er myndband af Elinu Holst og Frama frá Ketilsstöðum í A-úrslitum, en sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi 2017 í MD Cintamani í hestaíþróttum: 1. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 8.63 2. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - 7.84 3. Jakob Svavar Sigurðsson - Gloría frá Skúfslæk - 7.74 4. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 7.71 5. Sylvía Sigurbjörnsdóttir - Héðinn Skúli frá Oddhóli - 7.61 Hestar Tengdar fréttir Mikið keppnisskap skilaði þriðja sætinu Jakob Svavar Sigurðsson tryggði sér þriðja sætið í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á fimmtudagskvöld með Gloríu frá Skúfslæk. 24. febrúar 2017 16:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Elin Holst komst aftur á pall í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi og tryggði sér annað sætið í keppni í gæðingafimi sem fram fór í Samskipahöllinni í Kópavogi með hest sinn Frama frá Ketilsstöðum. Elin og Frami unnu fjórgangskeppnina sem fram fór fyrir tveimur vikum og hirti þá efsta sætið af Bergi Jónssyni og Kötlu frá Ketilsstöðum. Þau Elin og Bergur höfðu sætaskipti nú í gæðingafiminni, Bergur tók gullið og Elin silfur. Elinu urðu á mistök í forkeppninni þegar hún hleypti Frama, en hann krossaði á stökkinu. Þetta varð henni dýrkeypt, en samt sem áður tryggði hún sér sæti í úrslitum sem aðeins fimm bestu knapar af tuttugogfjórum komust í. Útfærsla sýningarinnar var nákvæmari og nokkuð kraftmeiri í úrslitunum, sem skilaði sér í hærri einkunn og öðru sæti. „Þetta var betra, eins og ég ætlaði að hafa þetta,“ sagði Elin í viðtali þegar silfrið var fast í hendi. Elin er efst og jöfn að stigum Bergi Jónssyni í einstaklingskeppninni, en bæði eru með 22 stig eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar í mótaröðinni. Meðfylgjandi er myndband af Elinu Holst og Frama frá Ketilsstöðum í A-úrslitum, en sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi 2017 í MD Cintamani í hestaíþróttum: 1. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 8.63 2. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - 7.84 3. Jakob Svavar Sigurðsson - Gloría frá Skúfslæk - 7.74 4. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 7.71 5. Sylvía Sigurbjörnsdóttir - Héðinn Skúli frá Oddhóli - 7.61
Hestar Tengdar fréttir Mikið keppnisskap skilaði þriðja sætinu Jakob Svavar Sigurðsson tryggði sér þriðja sætið í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á fimmtudagskvöld með Gloríu frá Skúfslæk. 24. febrúar 2017 16:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Mikið keppnisskap skilaði þriðja sætinu Jakob Svavar Sigurðsson tryggði sér þriðja sætið í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á fimmtudagskvöld með Gloríu frá Skúfslæk. 24. febrúar 2017 16:00