

Handbolti
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Valur fær svartfellskan liðsstyrk
Evrópubikarmeistarar Vals hafa fengið svartfellskan línumann, Miodrag Corsovic, til liðs við sig. Hann samdi við félagið út tímabilið.

Kristianstad með augastað á Jóhannesi
Fjölmargir íslenskir handboltamenn hafa leikið með Kristianstad í Svíþjóð og félagið ku hafa áhuga á að fjölga þeim.

Átti ekkert svar við skjótum viðbrögðum Gísla
Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er fljótur á fótunum og fljótur að hugsa. Handahreyfingarnar eru ekkert síðri heldur.

Duvnjak búinn að lofa Degi
Eftir Ólympíuleikana í París í sumar og orð sem Domagoj Duvnjak, skærasta stjarna Króata í handbolta, lét falla benti allt til þess að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Dag Sigurðsson. Svo er hins vegar ekki.

Dana Björg með fimmtán mörk í bikarsigri en liðið dæmt úr keppni
Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar í Volda héldu að þær væru komnar áfram í norsku bikarkeppninni í handbolta eftir stórsigur en annað kom á daginn.

45 ára á næsta ári en spilar áfram með Val: „Heppinn að vera með skrokk sem heldur“
Handboltamaðurinn Alexander Petersson hefur ákveðið að spila með Valsmönnum í Olís-deild karla í vetur. Hann verður 45 ára á næsta ári.

Íslendingaliðið keypti markakóng þýsku deildarinnar
Tveir af þremur markahæstu leikmönnum þýsku bundesligunnar í handbolta á síðustu leiktíð spila með Magdeburg á komandi tímabili og annar þeirra er íslenskur.

Átján marka sigur og stelpurnar spila um 25. sætið á HM
Íslenska handboltalandsliðið skipað stúlkum átján ára og yngri vann 33-15 stórsigur gegn Indlandi í næstsíðasta leiknum á HM í Kína. Spilað verður upp á 25. sætið gegn Angóla eða Kasakstan á morgun.

Nýtt handboltalið í Eyjum
Í vetur verða tvö handboltafélög starfrækt í Vestmannaeyjum því nú hefur verið stofnað nýtt félag sem tefla mun fram liði í Grill 66 deild karla.

IHF segir Dagmar tákn um þrautseigju
Seigla Dagmarar Guðrúnar Pálsdóttur í leik á HM U18-landsliða í Kína vakti athygli, er hún lét þungt högg á auga ekki stöðva sig.

„Þetta er bara byrjunin“
Dagur Árni Heimisson og félagar hans í íslenska U-18 ára landsliðinu í handbolta enduðu í 4. sæti á EM í Svartfjallalandi. Dagur var valinn í úrvalslið mótsins og stefnir á toppinn í handboltanum.

Hafnarfjarðarmótið haldið á Ásvöllum í ár
Það styttist í handboltatímabilið og einn af haustboðunum er hið árlega Hafnarfjarðarmót í handbolta.

Kristján tekjuhæsti þjálfarinn á Íslandi
Fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, Kristján Guðmundsson, var tekjuhæsti þjálfari landsins í fyrra. Þar á eftir kemur Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari KR í fótbolta karla.

Fóru illa að ráði sínu gegn Egyptum
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri gerði jafntefli við Egyptaland, 20-20, í fyrri leik liðsins í milliriðlakeppni á HM í Kína.

Dagur Árni í liði mótsins á EM
Ísland átti fulltrúa í stjörnuliði Evrópumóts U18-landsliða karla í handbolta sem lauk í Svartfjallalandi í dag, því Dagur Árni Heimisson var valinn sem leikstjórnandi liðsins.

Ungu strákarnir okkar grátlega nálægt bronsi
Íslenska U18-landsliðið í handbolta karla missti óhemju naumlega af verðlaunum á Evrópumótinu sem lýkur í Svartfjallalandi í dag.

Stelpurnar unnu Gíneu en spila um Forsetabikarinn
Íslenska stúlknalandsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, fagnaði sínum fyrsta sigri á HM í Kína í dag þegar liðið lagði Gíneu að velli, 25-20.

Gull, silfur og brúðkaup
Handboltastjörnurnar Stine Bredal Oftedal og Rune Dahmke unnu bæði til verðlauna í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París á dögunum. Þau létu síðan pússa sig saman strax að leikunum loknum.

Stórt tap í undanúrslitum gegn Dönum
U-18 ára landslið karla í handknattleik tapaði í dag gegn Dönum í undanúrslitum Evrópumótsins sem fram fer í Svartfjallalandi. Ísland leikur um bronsverðlaun á sunnudag.

Íslendingar í undanúrslit á EM
Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á EM með sigri á Noregi, 31-25.

Bóna bíla til að eiga fyrir Evrópukeppni
Það er gömul saga og ný að kostnaðarsamt sé fyrir íslensk íþróttalið að taka þátt í Evrópukeppnum í handbolta. Haukakonur ætla að þrífa bíla um helgina til að safna fyrir sinni þátttöku.

Tekur fimmtánda tímabilið með FH
Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara FH í handbolta, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við félagið.

Stór skellur í fyrsta leik á HM í Kína
Stelpurnar í íslenska átján ára landsliðinu í handbolta töpuðu stórt í fyrsta leik sínum í heimsmeistarakeppni U18 í Chuzhou í Kína.

Tap gegn Spáni en Ísland gæti enn spilað um verðlaun
Strákarnir okkar í íslenska U18-landsliðinu í handbolta urðu loks að sætta sig við tap í dag þegar þeir mættu ríkjandi Evrópumeisturum Spánar á Evrópumótinu í Svartfjallalandi.

„Ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi“
„Á næstum fimmtíu ára ferli í íþróttum hef ég aldrei séð eins ósanngjarnt keppnisfyrirkomulag!“ Þetta segir Nenad Sostaric, þjálfari Króata, hundfúll með að hafa ekki komið sínu liði í átta liða úrslit EM U18-landsliða karla í handbolta, eins og Íslendingum tókst að gera.

Óttast um framtíð handboltans á Ólympíuleikunum
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur ekki komist á síðustu tvo Ólympíuleika og ef marka má áhyggjur handboltasérfræðings þá er mögulega hver að verða síðastur að keppa í handbolta á leikunum.

Íslenski Daninn náði slemmunni
Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg kom sér í úrvalshóp í gær þegar hann varð Ólympíumeistari í París.

„Nú færðu loksins tíma til að gera það sem þú hefur mest gaman af“
María Þórisdóttir var meðal áhorfanda í París um helgina þegar faðir hennar, Þórir Hergeirsson, gerði norska kvennalandsliðið í handbolta að Ólympíumeisturum.

Rústuðu Þjóðverjum í úrslitaleiknum
Danir urðu í dag Ólympíumeistarar í handbolta karla eftir risasigur á Þjóðverjunum hans Alfreðs Gíslasonar í úrslitaleik, 26-39.

Enn og aftur unnu Spánverjar brons
Spánn vann Slóveníu, 23-22, í leiknum um bronsið í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París í morgun.