Um var að ræða fjórða leik liðanna í úrslitum umspilsins um sæti í Olís deildinni á næstu leiktíð. Stjarnan vann einvígið 3-1 og sá þar með til þess að Afturelding verður áfram í næstefstu deild.
Leikur kvöldsins var alltaf eign Stjörnukvenna og unnu þær á endanum gríðarlega sannfærandi sigur, lokatölur 28-18.
Anna Karen Hansdóttir var markahæst með 7 mörk í liði Stjörnunnar. Þar á eftir kom Eva Björk Davíðsdóttir. Þá varði Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 15 skot í markinu ásamt því að skora tvö mörk sjálf.
Katrín Helga Davíðsdóttir var markahæst hjá Aftureldingu með fimm mörk.