Umfjöllun: Suður-Kórea - Ísland 25-38 | Brúnin lyftist eftir öruggan sigur Ísland tryggði sér í milliriðli á HM í handbolta karla með stórsigri á Suður-Kóreu, 25-38, í lokaleik sínum í D-riðli. Handbolti 16. janúar 2023 18:40
Rúnar slegið í gegn og verður í Leipzig næstu árin Rúnar Sigtryggsson hefur skrifað undir samning við þýska handknattleiksfélagið Leipzig um að þjálfa liðið fram til sumarsins 2025. Handbolti 16. janúar 2023 16:30
Elvar inn fyrir Elvar Guðmundur Guðmundsson gerir eina breytingu á leikmannahópi íslenska karlandsliðsins fyrir leikinn gegn Suður-Kóreu í D-riðli heimsmeistaramótsins á eftir. Handbolti 16. janúar 2023 16:03
Fjölskylduvænni stemning í Fan Zone: Keyptu flugmiða aðra leið á HM Búist er við um fimm hundruð Íslendingum á leik Íslands og Suður-Kóreu í lokaleik riðilsins á HM. Handbolti 16. janúar 2023 15:56
Bjarki markahæstur á HM eftir tvo fyrstu leikina Íslenski hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur skorað flest mörk á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir tvo fyrstu leikina. Handbolti 16. janúar 2023 13:01
0:00 stingur í augun hjá tveimur átta marka mönnum úr Þýskalandsleikjunum Lykilmenn íslenska liðsins voru bensínlausir á hryllilegum lokamínútum í tapleiknum á móti Ungverjum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Landsliðsþjálfarinn hefur því skiljanlega fengið á sig mikla gagnrýni eftir leikinn fyrir að gefa ekki bestu mönnum liðsins smá hvíld í fyrstu tveimur leikjunum. Handbolti 16. janúar 2023 12:31
Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. Innlent 16. janúar 2023 12:16
Mæta reiðir til leiks gegn Suður-Kóreu Leikmenn landsliðsins voru eðlilega svolítið þreyttir á æfingu liðsins í gær enda hefur verið erfitt að sofna eftir tapið sárgrætilega gegn Ungverjum. Handbolti 16. janúar 2023 12:00
HM í dag: Þjóðaríþróttin er handboltareikningur Ísland mætir Suður-Kóreu í lokaleik liðsins í riðlakeppninni á HM í handbolta. Eftir daginn getur Ísland bæði staðið uppi sem sigurvegari riðilsins og einnig lent í neðsta sæti riðilsins, sem telst reyndar mjög ólíklegt. Handbolti 16. janúar 2023 11:00
Búið spil með tapi eða bjart útlit með aðstoð Portúgals? Ef að úrslitin verða Íslandi í hag í lokaumferð D-riðils í dag á HM karla í handbolta mun Ísland enda í efsta sæti riðilsins, þrátt fyrir hið svekkjandi tap gegn Ungverjum á laugardag. Handbolti 16. janúar 2023 10:31
Svona var upplýsingafundurinn um nýja þjóðarhöll Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 16. janúar 2023 10:12
Fór að sofa 27-0 yfir en vaknaði við það að Chargers hefðu tekið Ísland á þetta „Þetta var ótrúlega svekkjandi og það var mjög leiðinlegt í gær ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Elliði Snær Viðarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu landsliðsins í Kristianstad í gær. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17:00 á HM í dag. Handbolti 16. janúar 2023 10:00
„Þetta var bara slys“ „Þetta var löng nótt og ég held ég hafi litið síðast á klukkuna 4:50,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad í gær. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17:00 í lokaleik liðsins í riðlinum. Handbolti 16. janúar 2023 09:00
Vill banna kvendómara á HM karla Þrjú af dómarapörunum sem valin voru til að dæma á HM karla í handbolta eru skipuð konum. Ummæli fyrrverandi heims- og Evrópumeistarans Christians Shwarzer þess efnis að konur ættu ekki að dæma hjá körlum, og öfugt, hafa fallið í grýttan jarðveg. Handbolti 16. janúar 2023 08:31
„Mikið eftir af þessu móti“ „Mér hefur ekki oft liðið eins illa og eftir þetta tap,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari degi eftir martröðina gegn Ungverjum. Handbolti 16. janúar 2023 08:01
„Covid bjargaði starfinu hjá Gumma“ Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, fékk þrjá sérfræðinga til sín til að ræða tap Íslands gegn Ungverjalandi í gær. Mikið hefur verið rætt um ástæður tapsins á laugardag og fóru þeir félagar yfir öll helstu málin. Handbolti 16. janúar 2023 07:01
Eyþór: Ég er bara gríðarlega vonsvikinn Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss í Olís-deild kvenna, hefur átt betri daga á tímabilinu en lið hans tapaði á móti Fram 31-19 í Úlfarsárdalnum í kvöld. Selfyssingar sitja í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið HK. Handbolti 15. janúar 2023 22:15
Leikþáttur Bjarka Más vakti kátinu félaga hans | Myndir Bjarki Már Elísson og Aron Pálmarsson voru skammaðir af blaðamanni Kristianstadsbladet fyrir að mæta ekki í viðtal við miðilinn eftir tapið gegn Ungverjum. Handbolti 15. janúar 2023 22:01
Stórsigur hjá Dönum gegn lærisveinum Arons Danmörk og Noregur unnu stórsigra í leikjum sínum í kvöld á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Bæði lið eru með fullt hús stiga í sínum riðlum. Handbolti 15. janúar 2023 21:23
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Selfoss 31-19 | Fram keyrði yfir Selfoss í seinni hálfleik Fram vann tólf marka sigur á Selfyssingum í Olís-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Fram keyrði yfir lið Selfoss í seinni hálfleik og er tveimur stigum á eftir Stjörnunni í töflunni. Handbolti 15. janúar 2023 21:00
„Þetta er það sem ég veðjaði á“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands, sem hefur fengið mikla gagnrýni eftir tapið gegn Ungverjalandi á heimsmeistaramótinu, segir að hugsanlega hefði hann átt að gera breytingar í leiknum þar sem margt fór úrskeiðis. Handbolti 15. janúar 2023 19:45
Lærisveinar Alfreðs í góðum málum Þjóðverjar unnu sinn annan sigur á heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag þegar þeir lögðu Serbíu 34-33 í E-riðli keppninnar. Þjóðverjar eru nú líklegir til að taka fjögur stig með sér í milliriðil. Handbolti 15. janúar 2023 18:41
Myndasyrpa: Strákarnir hrista af sér tapið Íslenska landsliðið æfði í Kristianstad Arena í Svíþjóð í dag. Leikmenn liðsins notuðu gærkvöldið til að hugsa út í tapið gegn Ungverjum en í dag er nýr dagur og allir ákveðnir í því að snúa til baka með stæl. Handbolti 15. janúar 2023 17:00
„Auðvitað er maður þreyttur“ „Gærkvöldið var leiðinlegt og þetta var bara gríðarlegt svekkelsi,“ segir Ómar Ingi Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad Arena í dag. Eins og alþjóð veit tapaði liðið fyrir Ungverjum á HM í gærkvöldi, 30-28. Handbolti 15. janúar 2023 15:56
Sigfús: Vantar líkt og áður plan B hjá þjálfarateyminu Ísland tapaði á sárgrætilegan hátt fyrir Ungverjalandi í annarri umferð í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta karla í Kristianstad í gærkvöldi. Handkastið fékk Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta til þess að rýna í leikinn. Handbolti 15. janúar 2023 15:12
Skin og skúrir í Kristianstad - myndasyrpa Það var mikill tilfinningarússibandi sem átti sér stað í kringum leik Íslands og Ungverjalands á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem spilaður var í Kristianstad í Svíþjóð í gærkvöldi. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði nokkur frábær augnablik sem sjá má í myndaspyrpunni sem fylgir þessari frétt. Handbolti 15. janúar 2023 11:23
HM í dag: Kalt er það Klara Það var þungt í þeim hljóðið þegar þeir Stefán Árni Pálsson og Henry Birgir Gunnarsson gerðu upp leik Íslands og Ungverjalands á HM í handbolta. Handbolti 15. janúar 2023 11:00
Nokkrir dómarar á HM í handbolta bendlaðir við veðmálasvindl Átta handboltadómarar, sem dæma alþjóðlega leiki á hæsti stigi íþróttarinnar, liggja undir grun um að hafa tekið hátt í að hagræða úrslitum. Nokkrir þeirra eru að dæma á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð þessa dagana. Handbolti 15. janúar 2023 10:24
Ótrúlegt sjálfsmark leikmanns Svartfellinga á heimsmeistaramótinu Svartfjallaland vann þriggja marka sigur á Íran á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gær. Eitt marka Íran í leiknum var óvenjulegra en flest handboltamörk. Handbolti 15. janúar 2023 09:00
Ýmir Örn: „Náum einfaldlega ekki að stoppa þá“ Ýmir Örn Gíslason fékk heldur betur að finna fyrir því í leiknum í kvöld gegn Ungverjalandi. Hann fór mikinn í vörninni en var svekktur í leikslok. Handbolti 14. janúar 2023 23:30