Hinn 27 ára gamli Jesús fór í aðgerð á hné eftir að meiðast á HM í Katar undir loks árs 2022. Var hann í kjölfarið frá í 99 daga. Síðan þá hefur hann einnig misst úr vegna hnémeiðsla.
„Stundum finn ég til í hnénu. Ég man ekki hvenær ég spilaði síðast leik án þess að finna til. Ég reyndi að halda sterkum huga,“ sagði Jesús í aðdraganda stórleiks Arsenal og Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
„Það er spurning fyrir þau. Starf mitt er að leggja hart að mér og bæta mig í því sem ég get bætt. Orðrómar verða alltaf til staðar,“ sagði Jesús aðspurður um áhuga Arsenal á Ivan Toney, framherja Brentford.
Jesús spilaði lengi vel með Manchester City áður en hann gekk í raðir Arsenal sumarið 2022. Alls hefur hann spilað 61 leik fyrir Skytturnar, skorað 19 mörk og gefið 12 stoðsendingar.
Gabriel Jesus can't remember playing football without pain.
— Match of the Day (@BBCMOTD) April 8, 2024
He's suffered a string of knee injuries since missing the 2022 World Cup. pic.twitter.com/hb5iysfuWZ
Jesús hefur hins vegar verið frábær í Meistaradeildinni það sem af er leiktíð, skorað fjögur og gefið tvær stoðsendingar í sex leikjum. Framherjinn gæti því komið við sögu þegar Arsenal mætir Bayern annað kvöld.
Leikur Arsenal og Bayern hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst 18.35.