„Þeir bara fokkuðu því upp, því miður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2024 19:49 Einar Jónsson var langt frá því að vera sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eðlilega ósáttur við spilamennsku sinna manna eftir 18 marka tap í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Olís-deildinni í handbolta. Framarar steinlágu gegn Valsmönnum, 41-23, og gestirnir áttu í raun aldrei möguleika. Valsliðið náði níu marka forskoti eftir um 15 mínútna leik og leit aldrei um öxl eftir það. „Við vissum alveg að þetta yrði erfitt verkefni, en ég er mjög ósáttur með okkur,“ sagði Einar í leikslok. „Hugarfarið er lélegt og við erum að hlaupa illa til baka. Það eru ákveðnir hlutir sem við vorum að leggja upp með sem eru bara gjörsamlega ekki til staðar. Mér fannst við vera að spila ágæta vörn í fyrri hálfleik þó það hljómi undarlega. En við fengum enga markvörslu.“ „Þetta er auðvitað allt of stórt tap og svo er það bara hvernig við töpum þessu. Valur er frábært lið og allt það og ég vissi alveg að við gætum tapað þessum leik í dag, en það er bara margt sem er ekki í lagi hjá okkur og snýr kannski mest bara að hugarfarinu hjá okkur.“ „Guð hjálpi okkur ef Rúnar hefði ekki verið með“ Framliðið er meiðslahrjáð og því hefur Einar þurft að treysta á unga og óreynda menn. Hann segist vilja sjá meira frá þeim. „Að sjálfsögðu. Guð hjálpi okkur ef Rúnar [Kárason] hefði ekki verið með,“ sagði Einar, en Rúnar skoraði 12 af mörkum gestanna. „Hann var langbestur hérna og Ívar [Logi Styrmisson] líka. Restin er bara andlega fjarverandi. Þá verða menn bara að borga sig inn. Það sem ég er óánægðu með er að þessir strákar eru að fá gullið tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu á móti góðu liði í úrslitakeppni og þeir bara fokkuðu því upp, því miður,“ bætti Einar við. „En við þurfum að skoða af hverju það er. Við fórum með ákveðið plan inn í leikinn og það var bara hrunið eftir tíu mínútur. En við verðum bara að rífa okkur upp og reyna að gera betur á laugardaginn.“ Ungu strákarnir ekki að nýta tækifærið Þá segist Einar hafa ágæta hugmynd um það hvað hans menn þurfi að gera betur í næstu viðureign þessarra liða til að í það minnsta fari ekki jafn illa og í kvöld. „Þetta var bara búið í hálfleik í kvöld, en ef við horfum á fyrri hálfleikinn þá þurfum við auðvitað markvörslu. Hún er engin í dag. Við vorum að hlaupa mjög illa til baka sem var atriði sem við lögðum mikla áherslu á og hornamennirnir eru að hlaupa mjög illa til baka. Varnarmennirnir okkar stóðu ágætlega í fyrri hálfleik og við vorum að fá þau skot sem við vildum fá og allt það.“ „Svo þurfum við bara að rótera mannskapnum. Eins og ég segi er ég bara óánægður með hugarfarið hjá okkur í fyrri hálfleiknum. Þessi seinni hálfleikur er náttúrulega bara eitthvað djók.“ „Þetta eru bara ákveðnir þættir og svo vil ég fá meira framlag. Ég held að Rúnar hafi verið kominn með níu af ellefu mörkum þannig að eins og ég sagði áðan þá eru þeir ekki að nýta tækifærið. Þú verður að vera svolítið kaldur og undirbúa þig vel þegar þú færð svona tækifæri. Þá þarftu að reyna að nýta það eins og þú getur. En því miður þá gerðum við það ekki í dag og við verðum að skoða þetta. Við verðum allir að líta í eigin barm og skoða hvað við getum gert fyrir laugardaginn.“ Olís-deild karla Fram Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan 18 marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 19:20 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Framarar steinlágu gegn Valsmönnum, 41-23, og gestirnir áttu í raun aldrei möguleika. Valsliðið náði níu marka forskoti eftir um 15 mínútna leik og leit aldrei um öxl eftir það. „Við vissum alveg að þetta yrði erfitt verkefni, en ég er mjög ósáttur með okkur,“ sagði Einar í leikslok. „Hugarfarið er lélegt og við erum að hlaupa illa til baka. Það eru ákveðnir hlutir sem við vorum að leggja upp með sem eru bara gjörsamlega ekki til staðar. Mér fannst við vera að spila ágæta vörn í fyrri hálfleik þó það hljómi undarlega. En við fengum enga markvörslu.“ „Þetta er auðvitað allt of stórt tap og svo er það bara hvernig við töpum þessu. Valur er frábært lið og allt það og ég vissi alveg að við gætum tapað þessum leik í dag, en það er bara margt sem er ekki í lagi hjá okkur og snýr kannski mest bara að hugarfarinu hjá okkur.“ „Guð hjálpi okkur ef Rúnar hefði ekki verið með“ Framliðið er meiðslahrjáð og því hefur Einar þurft að treysta á unga og óreynda menn. Hann segist vilja sjá meira frá þeim. „Að sjálfsögðu. Guð hjálpi okkur ef Rúnar [Kárason] hefði ekki verið með,“ sagði Einar, en Rúnar skoraði 12 af mörkum gestanna. „Hann var langbestur hérna og Ívar [Logi Styrmisson] líka. Restin er bara andlega fjarverandi. Þá verða menn bara að borga sig inn. Það sem ég er óánægðu með er að þessir strákar eru að fá gullið tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu á móti góðu liði í úrslitakeppni og þeir bara fokkuðu því upp, því miður,“ bætti Einar við. „En við þurfum að skoða af hverju það er. Við fórum með ákveðið plan inn í leikinn og það var bara hrunið eftir tíu mínútur. En við verðum bara að rífa okkur upp og reyna að gera betur á laugardaginn.“ Ungu strákarnir ekki að nýta tækifærið Þá segist Einar hafa ágæta hugmynd um það hvað hans menn þurfi að gera betur í næstu viðureign þessarra liða til að í það minnsta fari ekki jafn illa og í kvöld. „Þetta var bara búið í hálfleik í kvöld, en ef við horfum á fyrri hálfleikinn þá þurfum við auðvitað markvörslu. Hún er engin í dag. Við vorum að hlaupa mjög illa til baka sem var atriði sem við lögðum mikla áherslu á og hornamennirnir eru að hlaupa mjög illa til baka. Varnarmennirnir okkar stóðu ágætlega í fyrri hálfleik og við vorum að fá þau skot sem við vildum fá og allt það.“ „Svo þurfum við bara að rótera mannskapnum. Eins og ég segi er ég bara óánægður með hugarfarið hjá okkur í fyrri hálfleiknum. Þessi seinni hálfleikur er náttúrulega bara eitthvað djók.“ „Þetta eru bara ákveðnir þættir og svo vil ég fá meira framlag. Ég held að Rúnar hafi verið kominn með níu af ellefu mörkum þannig að eins og ég sagði áðan þá eru þeir ekki að nýta tækifærið. Þú verður að vera svolítið kaldur og undirbúa þig vel þegar þú færð svona tækifæri. Þá þarftu að reyna að nýta það eins og þú getur. En því miður þá gerðum við það ekki í dag og við verðum að skoða þetta. Við verðum allir að líta í eigin barm og skoða hvað við getum gert fyrir laugardaginn.“
Olís-deild karla Fram Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan 18 marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 19:20 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Leik lokið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan 18 marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 19:20