„Það mun ábyggilega taka nokkur ár að ná fyrra trausti“ Mannauðsstjóri ISAVIA telur að það muni taka nokkur ár að ná því trausti sem fólk hafi áður borið til flugvalla sem vinnustað eftir þrengingarnar sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum. Fylgifiskur sóttvarnatakmarkana sem ýmist voru hertar eða víkkaðar út var skert starfshlutfall og uppsagnir. Viðskipti innlent 1. júní 2022 13:20
Hildur Björk stýrir markaðsmálum hjá Isavia Hildur Björk Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála og upplifunar hjá Isavia. Viðskipti innlent 1. júní 2022 10:33
Flugfreyjufélagið og Niceair gera með sér kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og hið akureyrska flugfélag Niceair hafa gert með sér kjarasamning fyrir flugfreyjur og -þjóna félagsins. Innlent 31. maí 2022 14:30
Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. Viðskipti innlent 30. maí 2022 22:00
Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. Viðskipti innlent 30. maí 2022 13:31
Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. Innlent 30. maí 2022 12:00
Hafa fundið fjórtán lík í flaki farþegavélarinnar Björgunarlið í Nepal hefur nú fundið fjórtán lík í flaki farþegaflugvélar sem fórst þar í landi í gærmorgun. Tuttugu og tveir voru um borð í vélinni, og er talið að allir hafi farist. Erlent 30. maí 2022 07:56
Þota Niceair kemur til Akureyrar Airbus farþegaþota akureyrska flugfélagsins Niceair kemur til Akureyrar í dag en jómfrúarflug vélarinnar verður farið næsta fimmtudag. Viðskipti innlent 30. maí 2022 07:12
Nepalskrar flugvélar saknað með 22 innanborðs Lítillar farþegaflugvélar á vegum nepalska flugfélagsins Tara Airlines er saknað en 22 eru um borð í vélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir. Flugvélin hvarf klukkan 9:55 að staðartíma í morgun. Erlent 29. maí 2022 10:32
Vill dusta rykið af áformum um nýja flugstöð í Reykjavík Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir tímabært að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Nærri tvö ár eru síðan áform um að byggja nýja flugstöð voru kynnt en gert er ráð fyrir að hún verði um sextán hundruð fermetrar að stærð. Innlent 26. maí 2022 23:09
Engin áform uppi um hlutafjáraukningu, segir forstjóri Play Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu þá segir forstjóri Play að engar breytingar séu á fyrri rekstraráætlunum flugfélagsins fyrir þetta ár. Enn sé búist við því að einingakostnaður Play, að frátöldum eldsneytiskostnaði, muni minnka jafnt og þétt undir fjögur sent í sumar og að félagið verði farið að skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins. Innherji 25. maí 2022 14:01
Hlutabréfaverð Play komið undir útboðsgengi félagsins í fyrra Hlutabréfaverð Play, sem hefur lækkað um nærri 16 prósent frá áramótum, er í fyrsta sinn komið undir það gengi sem stærri fjárfestar keyptu á í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skráningu flugfélagsins á markað fyrir nærri einu ári síðan. Innherji 25. maí 2022 09:02
Bein útsending: Play skýrir 1,4 milljarða tap Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem kynnt var í gær en Play mun gera nánar grein fyrir því á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 08:30. Viðskipti innlent 25. maí 2022 08:00
Óðinn snýr aftur í blaðamennskuna Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, hefur verið ráðinn blaðamaður hjá ferðamiðlinum Túrista. Óðinn kemur frá samskiptastofunni Aton.JL þar sem hann hefur starfað undanfarin ár sem ráðgjafi. Viðskipti innlent 25. maí 2022 07:24
Tap upp á 1,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. Viðskipti innlent 24. maí 2022 18:03
Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. Innlent 23. maí 2022 23:31
Fyrsti rafmagnsflugmaður Íslands: „Ótrúlega spennandi að vera partur af þessari þróun“ Eyleif Ósk er 25 ára gömul og starfar sem flugkennari og flugmaður í Svíþjóð, þar sem hún sérhæfir sig í að fljúga rafmagns flugvélum. Eftir að hafa spurst fyrir hér heima segir hún ljóst að hún sé fyrsti rafmagns flugmaður Íslands. Blaðamaður hafði samband við Eyleif og fékk að skyggnast inn í hennar spennandi heim. Lífið 23. maí 2022 15:06
Bein útsending: Gera aðra tilraun til að skjóta nýju geimfari til geimstöðvarinnar Bandarískir geimvísindamenn ætla að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld. Síðast var reynt að skjóta geimfarinu til geimstöðvarinnar árið 2019 en það misheppnaðist og hafa miklar tafir orðið á annarri tilraun. Erlent 19. maí 2022 21:00
Grunaður um mansal og að hafa brotið kynferðislega á ungum dreng Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði síðastliðinn fimmtudag karlmann í vikulangt áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um mansal og að hafa brotið kynferðislega á dreng. Innlent 19. maí 2022 14:32
Sandra Dís flýgur frítt með PLAY í heilt ár Sandra Dís Sigurðardóttir mun fljúga frítt með flugfélaginu PLAY í heilt ár en hún vann í samfélagsmiðlaleik flugfélagsins. Lífið 19. maí 2022 14:21
Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. Innlent 18. maí 2022 22:40
Mark Zuckerberg á Íslandi Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag. Innlent 17. maí 2022 12:43
Bein útsending: Leyniþjónustumálanefnd fundar um fljúgandi furðuhluti Undirnefnd Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heldur í dag fund um fljúgandi furðuhluti. Háttsettir embættismenn í leyniþjónustum og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna muni sitja fyrir svörum en hluti fundarins verður í beinni útsendingu. Erlent 17. maí 2022 12:01
Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. Erlent 17. maí 2022 10:43
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair keypti fyrir fimm milljónir Ívar Sigurður Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group, keypti í dag þrjár milljónir hluta í félaginu fyrir 5,19 milljónir króna. Viðskipti innlent 16. maí 2022 13:06
Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur Ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður án þess að nýr flugvöllur verði byggður og tilbúinn til notkunar, má búast við því að hrun verði í flugrekstri innanlands. Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur. Skoðun 16. maí 2022 11:00
Reynslubolta í háloftunum líst illa á einkunnaforrit Icelandair Fyrrverandi flugfreyja, sem á að baki langan starfsferil hjá Icelandair, telur að smáforrit sem sett hefur verið upp svo flugfreyjur og þjónar félagsins geti metið starfsframmistöðu samstarfsfólks síns sé ekki af hinu góða. Viðskipti innlent 14. maí 2022 09:00
Ögurstund Reykjavíkurflugvallar Snemma á þessari öld sýndi ég kollega mínum á Ríkisútvarpinu, Gísla Marteini Baldurssyni, kort sem ég hafði gert af flugvallarsvæðinu í Reykjavík og skipulagsáformum þar í kring. Skoðun 13. maí 2022 22:00
Heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til Raleigh-Durham í Norður-Karólínu Hjónin Peggy Oliver Helgason og Sigurður Helgason voru sérstakir heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til borganna Raleigh og Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Icelandair kynnir nýjan áfangastað. Viðskipti innlent 13. maí 2022 11:20
Er lífið lotterí? Það er óskandi að lítið verði um slys eða veikindi á sjó og landi fram undir lok mánaðar, og jafnvel í allt sumar, því staða mönnunar hjá þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands stendur ansi tæp. Skoðun 12. maí 2022 18:01