Í tilkynningu frá Icelandair segir að Einar Már hafi hafið störf hjá Icelandair árið 2014 sem forstöðumaður á tæknisviði félagsins.
„Áður starfaði hann sem innkaupastjóri hjá Rio Tinto Alcan (ISAL) í þrjú ár og þar á undan sem rekstrarstjóri hjá Skeljungi. Einar er með MBA gráðu frá Copenhagen Business School og BS gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri,“ segir í tilkynningunni.
Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að það sé ánægjulegt að tilkynna ráðningu Einars Más. „Aðaláherslan hjá okkur núna er að bæta arðsemina í fraktstarfsemi okkar og styrkja enn frekar tengslin við lykilviðskiptavini. Einar Már býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á flugrekstri og hefur náð góðum árangri í sínum störfum innan Icelandair sem mun nýtast vel í þessu hlutverki,“ segir Bogi Nils.