Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 16:47 Verkfall flugumferðarstjóra hefði mikil áhrif á starfsemi Play og Icelandair. Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Vísir náði tali af honum þegar samningafundi við fulltrúa Isavia lauk í dag. Hann segir að fundurinn hafi gengið ágætlega en að enn beri töluvert í milli. „En þetta þokast, við getum sagt það.“ Arnar segir að kosningu félagsmanna um verkfall hafi lokið á sunnudagskvöld eftir að hafa staðið yfir í þrjá sólarhringa. Verkfall hafi verið samþykkt með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Ljóst er að verkfall Félags flugumferðarstjóra getur haft víðtæk áhrif en meðlimir þess sjá um flugumferðarstjórn á öllum flugvöllum landsins og eðli málsins samkvæmt er ekki flogið án starfandi flugumferðarstjórnar. Þriðja boðaða verkfallið á fimm árum Tímasetning verkfallsins boðaða vekur athygli en mestar annir eru á Keflavíkurflugvelli og hjá íslensku alþjóðaflugfélögunum tveimur á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum. Verkfall flugumferðarstjóra vofði síðast yfir í byrjun september árið 2021 en samningar náðust þann 28. ágúst eftir stífar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Þeir samningar voru til rétt rúmra tveggja ára og runnu út þann 1. október síðastliðinn. Þar áður höfðu flugumferðarstjórar boðað til verkfalls árið 2019. Kjaramál Play Icelandair Fréttir af flugi Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. 13. mars 2023 14:45 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Vísir náði tali af honum þegar samningafundi við fulltrúa Isavia lauk í dag. Hann segir að fundurinn hafi gengið ágætlega en að enn beri töluvert í milli. „En þetta þokast, við getum sagt það.“ Arnar segir að kosningu félagsmanna um verkfall hafi lokið á sunnudagskvöld eftir að hafa staðið yfir í þrjá sólarhringa. Verkfall hafi verið samþykkt með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Ljóst er að verkfall Félags flugumferðarstjóra getur haft víðtæk áhrif en meðlimir þess sjá um flugumferðarstjórn á öllum flugvöllum landsins og eðli málsins samkvæmt er ekki flogið án starfandi flugumferðarstjórnar. Þriðja boðaða verkfallið á fimm árum Tímasetning verkfallsins boðaða vekur athygli en mestar annir eru á Keflavíkurflugvelli og hjá íslensku alþjóðaflugfélögunum tveimur á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum. Verkfall flugumferðarstjóra vofði síðast yfir í byrjun september árið 2021 en samningar náðust þann 28. ágúst eftir stífar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Þeir samningar voru til rétt rúmra tveggja ára og runnu út þann 1. október síðastliðinn. Þar áður höfðu flugumferðarstjórar boðað til verkfalls árið 2019.
Kjaramál Play Icelandair Fréttir af flugi Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. 13. mars 2023 14:45 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. 13. mars 2023 14:45