Enn fjölgar Bæjarins beztu á flugvellinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2023 07:01 Nýjasti pylsuvagninn á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Kolbeinn Tumi Pylsuvagnar Bæjarins beztu pylsna eru orðnir þrír á Keflavíkurflugvelli eftir opnun nýs staðar í síðustu viku. Pylsurnar hafa í lengri tíma verið vinsæll áfangastaður ferðamanna á Íslandi eins og sést hefur í löngum röðum við pylsuvagninn í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirtækið opnaði útibú í verslun 10-11 í komusal Keflavíkurflugvallar fyrir ekki margt löngu. Í sumar bættist við pylsuvagn á biðsvæði í suðurbyggingu þar sem farþegar á leið til Bretlands, Bandaríkjanna og annarra landa utan Schengen fara um. Sá pylsuvagn er í svokölluðu pop-up rekstrarrými sem Isavia auglýsti eftir aðilum til að reka veitingasölu í síðasta vetur. Pylsuvagninn á neðri hæðinni í suðurbyggingunni sem var opnaður í sumar.Isavia „Stór hluti þeirra sem fara um biðsvæðið eru tengifarþegar sem dvelja að meðaltali aðeins um klukkustund í flugstöðinni. Því var lögð rík áhersla á afgreiðsluhraða við val á veitingaaðila fyrir pop-up rýmið,“ sagði á vef Isavia í júlí. Þriðji pylsuvagninn er staðsettur við vegabréfaeftirlitið hjá farþegum til landa utan Schengen, nærri Saga Lounge hjá farþegum Icelandair sem hafa viðeigandi aðgangskort. „Við viljum að gestir Keflavíkurflugvallar finni fyrir og upplifi Ísland þegar þeir eru þar og það er fátt íslenskara en Bæjarins bezstu pylsur. Hróður Bæjarins beztu hefur borist víða og því gleður það okkur að geta boðið gestum vallarins upp á hinar margrómuðu pylsur þeirra,“ sagði Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia í sumar. Pylsuvagninn góðkunni hóf fyrst rekstur árið 1937 í miðborg Reykjavíkur. Síðan þá hafa Bæjarins beztu boðið höfuðborgarbúum og nærsveitamönnum upp á sínar víðfrægu pylsur en í dag eru staðirnir orðnir ellefu talsins; Sjö staðir á höfuðborgarsvæðinu og fjórir á Suðurnesjum að nýja staðnum meðtöldum. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Veitingastaðir Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Pylsurnar hafa í lengri tíma verið vinsæll áfangastaður ferðamanna á Íslandi eins og sést hefur í löngum röðum við pylsuvagninn í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirtækið opnaði útibú í verslun 10-11 í komusal Keflavíkurflugvallar fyrir ekki margt löngu. Í sumar bættist við pylsuvagn á biðsvæði í suðurbyggingu þar sem farþegar á leið til Bretlands, Bandaríkjanna og annarra landa utan Schengen fara um. Sá pylsuvagn er í svokölluðu pop-up rekstrarrými sem Isavia auglýsti eftir aðilum til að reka veitingasölu í síðasta vetur. Pylsuvagninn á neðri hæðinni í suðurbyggingunni sem var opnaður í sumar.Isavia „Stór hluti þeirra sem fara um biðsvæðið eru tengifarþegar sem dvelja að meðaltali aðeins um klukkustund í flugstöðinni. Því var lögð rík áhersla á afgreiðsluhraða við val á veitingaaðila fyrir pop-up rýmið,“ sagði á vef Isavia í júlí. Þriðji pylsuvagninn er staðsettur við vegabréfaeftirlitið hjá farþegum til landa utan Schengen, nærri Saga Lounge hjá farþegum Icelandair sem hafa viðeigandi aðgangskort. „Við viljum að gestir Keflavíkurflugvallar finni fyrir og upplifi Ísland þegar þeir eru þar og það er fátt íslenskara en Bæjarins bezstu pylsur. Hróður Bæjarins beztu hefur borist víða og því gleður það okkur að geta boðið gestum vallarins upp á hinar margrómuðu pylsur þeirra,“ sagði Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia í sumar. Pylsuvagninn góðkunni hóf fyrst rekstur árið 1937 í miðborg Reykjavíkur. Síðan þá hafa Bæjarins beztu boðið höfuðborgarbúum og nærsveitamönnum upp á sínar víðfrægu pylsur en í dag eru staðirnir orðnir ellefu talsins; Sjö staðir á höfuðborgarsvæðinu og fjórir á Suðurnesjum að nýja staðnum meðtöldum.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Veitingastaðir Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira