Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Real vann í mögnuðum El Clásico

Real Madrid hafði betur gegn Barcelona í El Clásico í dag, 2-1, í leik sem var hreint stórkostleg skemmtun, og er nú með fimm stiga forskot á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig

Albert Guðmundsson skoraði úr vítaspyrnu fyrir Fiorentina í dag en það dugði ekki til að koma liðinu úr fallsæti í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Niðustaðan varð 2-2 jafntefli í dramatískum leik við Bologna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Held að ég geti ekki gert mikið meira“

Birta Georgsdóttir, hrósar þjálfara sínum Nik Chamberlain í hástert eftir að hafa verið valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna í sumar og vonar að Breiðablik ráði almennilegan þjálfara aftur þegar hann hættir í næsta mánuði. Hún tók því ekki jafn illa og hann að vera ekki valin í landsliðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool

Eftir öruggan 5-1 útisigur gegn Frankfurt í Meistaradeildinni í miðri viku mátti Liverpool þola 3-2 tap er liðið heimsótti Brentford í ensku úrvalsdieldinni í kvöld. Liðið hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Það er spurning fyrir stjórnina“

Valur tapaði í síðasta leik sínum á tímabilinu gegn Íslandsmeisturunum í Víkingi 2-0. Þjálfaramál Vals hafa verið á milli tannana á fólki síðustu daga og óljóst er hvort þetta hafi verið síðasti leikur Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals.

Sport
Fréttamynd

„Fram­tíðin er björt hérna á Skaganum“

Lárus Orri Sigurðsson tók við stjórnartaumunum hjá karlaliði ÍA í fótbolta í lok júní fyrr í sumar en þá var liðið í erfiðri stöðu á botni deildarinnar. Skagaliðið vann sigur gegn Aftureldingu í lokaumferð deildarinnar og kórónaði þar góðan lokakafla liðsins sem tryggir vera þeirra í efstu deild. 

Fótbolti