Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Danska fótboltafélagið Bröndby hefur tekið hart á framkomu stuðningsmanna sinna eftir tapið í Víkinni fyrir nokkrum vikum. Fótbolti 26. ágúst 2025 17:01
Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Séamus Coleman, sem hefur verið fyrirliði írska fótboltalandsliðsins undanfarin ár, er ekki í landsliðshópnum sem Heimir Hallgrímsson valdi fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM 2026. Fótbolti 26. ágúst 2025 15:00
Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Bikarmeistarar Crystal Palace hafa áhuga á að fá svissneska landsliðsvarnarmanninn Manuel Akanji frá Manchester City. Enski boltinn 26. ágúst 2025 13:32
Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Hinn þrautreyndi Steven Caulker virðist hafa góð áhrif á lið Stjörnunnar en það hefur ekki tapað leik síðan hann byrjaði að spila fyrir það. Íslenski boltinn 26. ágúst 2025 12:00
Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Everton hefur fest kaup á enska kantmanninum Tyler Dibling frá Southampton. Enski boltinn 26. ágúst 2025 11:31
Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Newcastle United er í framherjaleit og rennir hýru auga til Norðmannsins Jörgen Strand Larsen hjá Wolves. Enski boltinn 26. ágúst 2025 10:32
Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, gagnrýndi nálgun Newcastle United í leik liðanna á St. James' Park í gær. Slot sagði að þetta hefði ekki verið fótboltaleikur. Enski boltinn 26. ágúst 2025 10:10
Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum ÍBV er sigurvegari Lengjudeildar kvenna í fótbolta og mun því spila á ný á meðal þeirra Bestu að ári eftir tveggja ára fjarveru. Íslenski boltinn 26. ágúst 2025 09:30
Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Örvar Eggertsson var hetja Stjörnunnar þegar liðið sótti sigur gegn KR á Meistaravelli, 1-2, í Bestu deild karla í gær. Með sigrinum stimpluðu Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna. Íslenski boltinn 26. ágúst 2025 09:01
Segir að Dowman sé eins og Messi Theo Walcott sparaði ekki stóru orðin þegar hann fjallaði um frammistöðu hins fimmtán ára Max Dowman í 5-0 sigri Arsenal á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Hann sagði að strákurinn spilaði eins og sjálfur Lionel Messi. Enski boltinn 26. ágúst 2025 08:30
Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, fékk ekki háa einkunn hjá sérfræðingum Sunnudagsmessunnar fyrir frammistöðu sína í 1-1 jafnteflinu við Fulham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn 26. ágúst 2025 08:01
Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Nafn hins sextán ára Rios Ngumoha var á allra vörum eftir að hann skoraði sigurmark Liverpool gegn Newcastle United, 2-3, í lokaleik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Enski boltinn 26. ágúst 2025 07:30
Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Everton fagnaði sigri í fyrsta úrvalsdeildarleik sínum á nýja leikvangi sínum um helgina en úrslitin hefðu kannski getað endað allt öðruvísi ef ekki væri fyrir hetjudáðir markvarðarins Jordan Pickford. Enski boltinn 26. ágúst 2025 06:30
Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Vestramenn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn með sigri á Val á Laugardalsvellinum á föstudaginn og það var afar vel tekið á móti þeim þegar þeir mættu með bikarinn heim á Ísafjörð. Íslenski boltinn 25. ágúst 2025 22:03
Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, sá liðið sitt vinna dramatískan 3-2 sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 25. ágúst 2025 22:03
Rio setti nýtt Liverpool met Hetja Liverpool kom sér í sögubækurnar með sigurmarki sínu á St. James´Park í Newcastle í kvöld. Enski boltinn 25. ágúst 2025 21:40
Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta KR tapaði gegn Stjörnunni 1-2 á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. KR-ingar fengu ótalmörg marktækifæri sem þeir náðu ekki að nýta. KR er sem stendur í 10. sæti með 23 stig og þarf Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, að finna einhverja lausn ætli þeir að koma sér úr fallbaráttunni. Íslenski boltinn 25. ágúst 2025 21:17
Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Stjarnan sigraði KR 2-1 á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. Stjarnan var hreint út sagt þó ekki sannfærandi með frammistöðu sinni í dag. Íslenski boltinn 25. ágúst 2025 20:56
Inter byrjar tímabilið á stórsigri Internazionale vann stórsigur á Torino í kvöld í fyrstu umferð ítölsku deildarinnar. 5-0 sigur þýðir að liðið er í toppsætinu í Seríu A. Fótbolti 25. ágúst 2025 20:39
Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Stjarnan sigraði KR á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar eftir föst leikatriði. Íslenski boltinn 25. ágúst 2025 20:37
Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Englandsmeistarar Liverpool eru áfram með fullt hús í ensku úrvalsdeildinni eftir erfiða heimsókn norður til Newcastle í kvöld. Það var mikil dramatík í leikslok og hetjan kom úr óvæntri átt. Enski boltinn 25. ágúst 2025 20:04
Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri á KR í Vesturbænum í kvöld þegar liðið mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Stjarnan er fyrir vikið aðeins þremur stigum á eftir toppliði Vals en þetta var þriðji deildarsigur Garðabæjarliðsins í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum. Íslenski boltinn 25. ágúst 2025 20:00
Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Leikmenn KR í meistaraflokki karla í knattspyrnu spiluðu með sorgarbönd í leik liðsins við Stjörnuna sem nú stendur yfir í Frostaskjóli. Þetta gerðu þeir til að minnast ungs iðkanda, Jesse Baraka Botha, tæplega tíu ára drengs sem lést úr malaríu á Landspítalanum í síðustu viku, eftir ferðalag til Úganda. Innlent 25. ágúst 2025 19:21
Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Íslendingaliðið Norrköping vann góðan útisigur í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld og hann var líka langþráður. Fótbolti 25. ágúst 2025 19:01
Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Sænski framherjinn Alexander Isak verður ekki með Newcastle á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 25. ágúst 2025 18:44
Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Newcastle og Liverpool mætast í kvöld í ensku úrvalsdeildinni í leik sem margir hafa beðið eftir vegna þess sem hefur gengið á milli félaganna í sumar. Alexander Isak, besti leikmaður Newcastle, neitar að spila og er að reyna að komast til Liverpool. Enski boltinn 25. ágúst 2025 17:03
Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Aðeins tveir leikmenn ÍBV hafa fengið fleiri gul spjöld í Bestu deild karla en markvörðurinn Marcel Zapytowski. Íslenski boltinn 25. ágúst 2025 16:30
Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Nýliðar Cremonese í ítölsku úrvalsdeildinni fengu óskabyrjun á tímabilinu er þeir unnu AC Milan á San Siro, 1-2. Varnarmaður Cremonese sló í gegn í leiknum. Fótbolti 25. ágúst 2025 15:45
Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Tuttugasta umferð Bestu deildar karla hófst í gær með tveimur leikjum. Gott gengi KA hélt áfram og ÍBV var hársbreidd frá því að verða fyrsta liðið til að vinna FH í Kaplakrika í sumar. Íslenski boltinn 25. ágúst 2025 15:02
„Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Júlíus Mar Júlíusson, leikmaður KR, segir spennu í hópnum fyrir leik við Stjörnuna að Meistaravöllum í Vesturbæ í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 25. ágúst 2025 14:18
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti