Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Það er ekkert sem brýtur mann“

„Maður lærði rosa fljótt að stóla á sjálfa sig,“ segir pílatesdrottningin og landsliðsmóðirin Ragnhildur Sveinsdóttir, en allir þrír synir hennar hafa spilað með landsliðinu í fótbolta og eru í atvinnumennsku. Ragnhildur er nýlega flutt heim til Íslands eftir 26 ævintýrarík ár erlendis og líður vel í eigin skinni hér í dag. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og tilveruna.

Lífið
Fréttamynd

Lög­reglan í Ósló beitti mót­mælendur tára­gasi

Tuttugu og tveir voru handteknir og táragasi var beitt þegar til átaka kom á mótmælum við Ullevaal-leikvanginn í Ósló. Þar atti norska landsliðið kappi við það ísraelska í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Gerrard neitaði Rangers

Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool og fyrrum stjóri Glasgow Rangers mun ekki taka við Glasgow liðinu í annað sinn. BBC greinir frá því að viðræður hafi siglt í strand.

Fótbolti
Fréttamynd

Rýtingur í hjarta Heimis

Írsku strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar máttu þola agalegt tap gegn Portúgal í undankeppni HM 2026 í kvöld. Staðan var jöfn 0-0 þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna en Ruben Neves tryggði heimamönnum sigur með merki í uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland með þrennu í auð­veldum sigri

Norðmenn tóku á móti umdeildum Ísraelum í I-riðli undankeppni HM 2026 og fóru vægast sagt illa með Ísraelana og lögðu þá af velli 5-0. Erling Braut Haaland skoraði þrennu og gestirnir lögðu hönd á plóg með tveimur sjálfsmörkum.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney er ó­sam­mála Gerrard

Wayne Rooney er alls ekki á því að núverandi enska landsliðið í fótbolta hafi betra hugarfar en „gullkynslóðin“ hans eins og fyrrum landsliðsfélagi hans Steven Gerrard hélt fram í vikunni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mbappé kemur ekki til Ís­lands

Kylian Mbappé mun ekki ferðast með félögum sínum til Reykjavíkur á morgun, laugardag, og missir af leiknum við Ísland í undankeppni HM í fótbolta á mánudagskvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég held að hann verði að skoða þetta“

Í uppgjörinu á Sýn Sport eftir 5-3 tap Íslands gegn Úkraínu í kvöld fór Lárus Orri Sigurðsson yfir þá ákvörðun Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara að tefla aftur þeim Ísaki Bergmanni Jóhannessyni og Hákoni Arnari Haraldssyni tveimur saman á miðju íslenska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“

Hákon Arnar Haraldsson, sem var fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í leiknum gegn Úkraínu, segir niðurstöðu kvöldsins svekkjandi. Ísland tapaði 3-5 í miklum markaleik í D-riðli undankeppni HM 2026. Hákon segir að íslenska liðið hefði átt að sýna meiri skynsemi í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Svekkjandi að missa af næsta leik“

„Maður á eiginlega ekki til eitt aukatekið orð, þeir skora bara úr hverju einasta skoti“ sagði landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. Hann verður í banni í leiknum gegn Frakklandi á mánudag, eftir að hafa rifið kjaft við dómarann í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Virki­lega galið tap“

„Við leyfum okkur að vera fúlir í kvöld og svo byrjar undirbúningur fyrir Frakkana á morgun,“ segir reynsluboltinn Guðlaugur Victor Pálsson. Hann segir sjokkerandi að Úkraína hafi náð að skora fimm mörk í kvöld, í 5-3 sigri sínum gegn Íslandi í undankeppni HM í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum

Baulað var á Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfara Svía í fótbolta, fyrir leikinn mikilvæga við Sviss í undankeppni HM í kvöld. Sviss vann svo leikinn 2-0 og eru Svíar neðstir í sínum riðli.

Fótbolti