Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Öruggir sigrar hjá Fram og Val

Fram og Valur unnu afar örugga sigra er liðin mættu til leiks í B-riðli Reykjavíkurmóts karla í fótbolta í kvöld. Valsmenn unnu 3-0 sigur gegn Leikni og Fram vann 5-1 sigur gegn Fjölni.

Fótbolti
Fréttamynd

Tímabilið búið hjá Jóni Daða

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson leikur ekki meira með Bolton Wanderers í ensku C-deildinni á tímabilinu. Selfyssingurinn er á leið í aðgerð á ökkla og því er tímabilinu lokið hjá framherjanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi og Ronaldo skoruðu báðir í níu marka stjörnuleik

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi mættust enn eina ferðina er stjörnuprýtt lið Paris Saint-Germain heimsótti sameinað stjörnulið Al-Hilal og Al-Nassr í vináttuleik í kvöld. Þessir tveir bestu knattspyrnumenn heims síðustu ára skorðu báðir í leiknum sem endaði með 5-4 sigri PSG.

Fótbolti
Fréttamynd

Heimsku­legt og gert í al­gjöru hugsunar­leysi

Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. 

Fótbolti
Fréttamynd

Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni

Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Drepinn af hundunum sínum

Fótboltasamfélagið í Sambíu hefur síðustu daga syrgt fyrrverandi landsliðsframherjann Philemon Mulala sem lést eftir að hundarnir hans réðust á hann. Hann var sextugur að aldri.

Fótbolti