Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Dreymir um að spila fyrir Real Madríd

Brasilíski framherjinn Richarlison fer ekkert í grafgötur með það að honum dreymi um að spila fyrir spænska stórveldið Real Madríd. Carlo Ancelotti, þjálfari framherjans þegar hann var hjá Everton, stýrir Real í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Mjög leiðinlegt að heyra þetta“

„Þetta kom mér alveg á óvart eftir að stjórnin var búin að gefa það út að hún hefði trú á honum,“ segir Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður norska stórliðsins Rosenborg en þjálfari liðsins Kjetil Rekdal var í morgun rekinn frá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Vonast til að hárið á Hamsik fái fólk á völlinn

Landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta vill ekki að Marek Hamsik og Milan Skrniar, tvær af skærustu stjörnum Slóvakíu, spili leikinn gegn Íslandi bara því þeir séu ekki í sínu besta standi. Hann segir þó að Hamsik geti trekkt fólk að.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór meiddur og ekki með

Arnór Sigurðsson hefur þurft að draga sig út úr landsliðshópnum í fótbolta og verður ekki með í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024.

Fótbolti
Fréttamynd

Lagerbäck búinn að ræða við Gylfa Þór

„Ef hann kýs að koma aftur myndi það hafa ótrúlega jákvæð áhrif á landsliðið,“ segir Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, um möguleikann á því að Gylfi Þór Sigurðsson snúi aftur í liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Telma Ívarsdóttir: Erum á góðum stað

Breiðablik vann Þrótt með þremur mörkum gegn engu í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú mörk en Telma Ívarsdóttir markvörður var engu síður mikilvæg í sigrinum en Þróttarar fengu mjög mörg færi sem Telma sá við alltaf. Henni fannst Blikar komast inn í leikin mjög vel eftir stirða byrjun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Breiða­blik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins

Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað  fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristian­stad fikrar sig nær Meistara­deildar­sæti

Lærimeyjar Elísabetar Gunnarsdóttur unnu góðan 3-1 sigur á Vaxjo í sænsku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu. Þegar deildin er hálfnuð er Kristianstad í 4. sæti, einu stigi á eftir Pitea, en þrjú efstu sætin veita keppnisrétt í umspili Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Lionel Messi aldrei verið sneggri að skora en í dag

Lionel Messi, sem fagnar 36 ára afmæli sínu eftir níu daga, er greinilega ekki dauður úr öllum æðum enn. Í vináttulandsleik Argentínu og Ástralíu sem fram fór fyrr í dag skoraði hann eftir aðeins 81 sekúndu leik, og hefur aldrei verið sneggri að koma boltanum í markið.

Fótbolti