Flóttamenn

Flóttamenn

Fréttir af málefnum flóttamanna.

Fréttamynd

Óánægja með fundinn á Kjalarnesi

Íbúar segja Útlendingastofnun, Reykjavíkurborg og Rauða Krossinn ekki hafa gefið nægilega skýr svör á fundi er haldinn var í bænum í gær vegna hælisleitenda.

Innlent
Fréttamynd

Fimm fylgdarlaus börn á landinu

Nú eru fimm fylgdarlaus börn hér á landi og til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Börnin eru í umsjá barnaverndaryfirvalda. Staða þeirra er afar misjöfn, sum þeirra hafa verið á flótta í nokkur ár.

Innlent
Fréttamynd

Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna

Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til

Innlent
Fréttamynd

Popúlismi aðalvandi stjórnmálanna

Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, ræðir ferilinn í pólitíkinni, stöðu Sjálfstæðisflokksins og flóttamannamálin sem eru henni sérstaklega hugleikin.

Innlent
Fréttamynd

Samkomulagið við Tyrkland gagnrýnt

Væntanlegt samkomulag Evrópusambandsins og Tyrklands sagt geta stangast á við alþjóðalög og reglur ESB. Hugmyndin er að í staðinn fyrir hvern sýrlenskan flóttamann, sem sendur er til baka til Tyrklands, taki ESB við einum sýrlenskum flótta

Erlent
Fréttamynd

Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn

Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands.

Erlent
Fréttamynd

Höfðu betur í lekamáli

Fréttablaðið greindi frá því í október að Útlendingastofnun hefði farið fram á lögreglurannsókn á sambandi hjónanna vegna gruns um að það væri málamyndahjónaband. Tæpu ári áður en beiðnin frá Útlendingastofnun barst til lögreglunnar höfðu hjónin eignast dóttur hér á landi og notið heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum vegna þess. Þau greiddu fullt verð fyrir fæðingu dóttur sinnar vegna þess að þrátt fyrir að faðirinn hefði hér varanlegt landvistarleyfi þá var móðirin ekki komin með slíkt. Vegna reikningsins hittu þau félagsráðgjafa til að útskýra stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy.

Innlent
Fréttamynd

Lætur kjósa um ákvarðanir ESB

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur tilkynnt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um flóttamannakvóta Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Kæra leka um sig til að fá formlega rannsókn

Landspítalinn neitar því að persónuupplýsingum um víetnömsk hjón hafi verið lekið þaðan til Útlendingastofnunar. Hjónin hafa nú kært hinn meinta leka til lögreglunnar. Það er gert til að fá formlega rannsókn, að sögn lögmanns þe

Innlent