Samstöðufundur og mótmæli á sama tíma Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Mótmæli og samstöðufundur á Austurvelli í gær. F Vísir/Stefán „Lögum til heima hjá okkur fyrst áður en við björgum heiminum,“ segir Karl Löve, þátttakandi mótmælanna.vísir/stefán Tvær mismunandi fylkingar voru samankomnar á Austurvelli í gær en stjórnmálaflokkurinn Íslenska þjóðfylkingin hélt mótmælafund sem hófst klukkan þrjú. Á vegum þjóðfylkingarinnar mættu nokkrir tugir manns og mótmæltu þeir nýju útlendingalögunum. Á sama tíma hélt annar nokkuð fjölmennari hópur samstöðufund með hælisleitendum og flóttafólki í því skyni að bregðast við mótmælum þjóðfylkingarinnar. Talið er að um nokkur hundruð manns hafi komið saman þegar mest lét. Mótmælin byrjuðu friðsamlega en þegar tók að líða á fundinn var kominn hiti í fólk og margir farnir að rökræða hátt sín á milli. Lögregla mætti á mótmælin um klukkan fjögur og tók nokkra mótmælendur afsíðis. Mótmælendur í Íslensku þjóðfylkingunni mótmæltu meðal annars því að hælisleitendur fái að ,,farga persónuskilríkjum sínum“ og að ekki megi skylda hælisleitendur til að gefa lífsýni til að ganga úr skugga um aldur þeirra. Þá mótmæltu þeir því að heimild væri í lögunum til að sameina fjölskyldur. Gunnlaugur Ingvarsson, er í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar, en hann segir útlendingalögin nýju brjóta gegn þjóðinni. Þau opni landamæri Íslands öfugt við það sem þjóðir í kringum okkur eru að gera. „Við getum ekki borið það að hleypa hér inn endalaust af flóttafólki. Við erum ekki á móti þessu fólki en það má ekki taka á móti þeim óhindrað eins og lögin gera ráð fyrir,“ segir Gunnlaugur.„Þetta er bara skömmustulegt og þetta fólk í þessum flokki má skammast sín,“ segir Logi Pedro.vísir/stefánSema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, er ein þeirra sem boðaði til samstöðufundarins. Að sögn hennar var markmið fundarins að sýna samstöðu með flóttafólki og hælisleitendum úti um allan heim. Hún segist vera ánægð með mætinguna á samstöðufundinn og segir þann fjölda fólks sem mætti sýna hve margir vilji að á Íslandi sé réttlátt samfélag. „Flestir virðast vera þeirrar skoðunar að Ísland eigi að vera opið menningarsamfélag þar sem fólki er ekki mismunað vegna menningar, trúar eða uppruna. Við erum að senda út þau skilaboð að hingað séu flóttamenn velkomnir,“ segir Sema Erla.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gekk út af Alþingi og ræddi við mótmælendur á vegum Íslensku þjóðfylkingarinnar. Hann sagði mótmælendum að mótmæli þeirra væru byggð á misskilningi og hafði hann fartölvu meðferðis og sýndi þeim nýju útlendingalögin.Morteza SongolzadehMótmælendur sögðu nýju lögin galopna Ísland fyrir öllum flóttamönnum og hælisleitendum. „Það er bara rangt,“ sagði Helgi þá. Morteza Songolzadeh, þrjátíu og sex ára gamall hælisleitandi frá Íran er einn þeirra sem Fréttablaðið náði tali af. „Ég vildi sýna þessu fólki hlýhug,“ segir Morteza Hann ákvað að gefa meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar heitan kaffisopa og súkkulaðimola á mótmælum þeirra fyrir framan Alþingi í gær. „Íslendingar eru vinsamlegasta þjóð sem ég hef haft kynni af á flótta mínum í Evrópu,“ segir Morteza. „Ég sá mikið af eldra fólki á mótmælunum sem óttast útlendinga. Mig langaði að nálgast þetta fólk af vinsemd. Ég er ekki hingað kominn til þess að ræna Íslendinga lífsgæðum og tækifærum,“ segir hann. Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn.vísir/stefán Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fjögurra til fimm metra bratti þar sem rútan fór útaf „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
„Lögum til heima hjá okkur fyrst áður en við björgum heiminum,“ segir Karl Löve, þátttakandi mótmælanna.vísir/stefán Tvær mismunandi fylkingar voru samankomnar á Austurvelli í gær en stjórnmálaflokkurinn Íslenska þjóðfylkingin hélt mótmælafund sem hófst klukkan þrjú. Á vegum þjóðfylkingarinnar mættu nokkrir tugir manns og mótmæltu þeir nýju útlendingalögunum. Á sama tíma hélt annar nokkuð fjölmennari hópur samstöðufund með hælisleitendum og flóttafólki í því skyni að bregðast við mótmælum þjóðfylkingarinnar. Talið er að um nokkur hundruð manns hafi komið saman þegar mest lét. Mótmælin byrjuðu friðsamlega en þegar tók að líða á fundinn var kominn hiti í fólk og margir farnir að rökræða hátt sín á milli. Lögregla mætti á mótmælin um klukkan fjögur og tók nokkra mótmælendur afsíðis. Mótmælendur í Íslensku þjóðfylkingunni mótmæltu meðal annars því að hælisleitendur fái að ,,farga persónuskilríkjum sínum“ og að ekki megi skylda hælisleitendur til að gefa lífsýni til að ganga úr skugga um aldur þeirra. Þá mótmæltu þeir því að heimild væri í lögunum til að sameina fjölskyldur. Gunnlaugur Ingvarsson, er í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar, en hann segir útlendingalögin nýju brjóta gegn þjóðinni. Þau opni landamæri Íslands öfugt við það sem þjóðir í kringum okkur eru að gera. „Við getum ekki borið það að hleypa hér inn endalaust af flóttafólki. Við erum ekki á móti þessu fólki en það má ekki taka á móti þeim óhindrað eins og lögin gera ráð fyrir,“ segir Gunnlaugur.„Þetta er bara skömmustulegt og þetta fólk í þessum flokki má skammast sín,“ segir Logi Pedro.vísir/stefánSema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, er ein þeirra sem boðaði til samstöðufundarins. Að sögn hennar var markmið fundarins að sýna samstöðu með flóttafólki og hælisleitendum úti um allan heim. Hún segist vera ánægð með mætinguna á samstöðufundinn og segir þann fjölda fólks sem mætti sýna hve margir vilji að á Íslandi sé réttlátt samfélag. „Flestir virðast vera þeirrar skoðunar að Ísland eigi að vera opið menningarsamfélag þar sem fólki er ekki mismunað vegna menningar, trúar eða uppruna. Við erum að senda út þau skilaboð að hingað séu flóttamenn velkomnir,“ segir Sema Erla.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gekk út af Alþingi og ræddi við mótmælendur á vegum Íslensku þjóðfylkingarinnar. Hann sagði mótmælendum að mótmæli þeirra væru byggð á misskilningi og hafði hann fartölvu meðferðis og sýndi þeim nýju útlendingalögin.Morteza SongolzadehMótmælendur sögðu nýju lögin galopna Ísland fyrir öllum flóttamönnum og hælisleitendum. „Það er bara rangt,“ sagði Helgi þá. Morteza Songolzadeh, þrjátíu og sex ára gamall hælisleitandi frá Íran er einn þeirra sem Fréttablaðið náði tali af. „Ég vildi sýna þessu fólki hlýhug,“ segir Morteza Hann ákvað að gefa meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar heitan kaffisopa og súkkulaðimola á mótmælum þeirra fyrir framan Alþingi í gær. „Íslendingar eru vinsamlegasta þjóð sem ég hef haft kynni af á flótta mínum í Evrópu,“ segir Morteza. „Ég sá mikið af eldra fólki á mótmælunum sem óttast útlendinga. Mig langaði að nálgast þetta fólk af vinsemd. Ég er ekki hingað kominn til þess að ræna Íslendinga lífsgæðum og tækifærum,“ segir hann. Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn.vísir/stefán
Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fjögurra til fimm metra bratti þar sem rútan fór útaf „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira