Dega-fjölskyldan aftur á Íslandi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. júlí 2016 06:00 Dega-fjölskyldan við heimili þeirra í Hafnarfirði eftir að þeim var gert kunnugt um synjun Útlendingastofnunar. Fjölskyldan gafst ekki upp og er komin aftur til landsins. Vísir/AntonBrink Dega-fjölskyldan kom til Íslands frá Albaníu í júlí í fyrra. Fjölskyldan flúði frá Albaníu af völdum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingastofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni var svo gert að yfirgefa landið 17.maí í vor. Fjölskyldan ákvað strax að snúa aftur til Íslands og sækja um dvalarleyfi og nú eru þau komin hingað og ætla að halda áfram lífi sínu hér á landi. Áður en þeim var gert að yfirgefa landið höfðu þau náð að aðlagast íslensku samfélagi. Bæði hjónin, Nazmie og Skender Dega, voru í fastri vinnu. Yngsti sonur þeirra, Viken, er ellefu ára gamall og æfði knattspyrnu með FH og stundaði nám í Lækjarskóla. Dóttir hjónanna, Joniada, útskrifaðist með stúdentspróf frá Flensborgarskóla með ágætiseinkunn. Hún hefur góð tök á íslensku og stefndi á háskólanám. Elsti sonur þeirra, Visen, hefur glímt við geðræn vandamál en náði góðum árangri í glímunni við veikindi sín í samstarfi við hérlenda meðferðaraðila. Magnús Þorkelsson skólameistari í Flensborg barðist fyrir því að fjölskyldan fengið að dvelja á landinu. „Joniada Dega og fjölskylda hennar er komin til landsins og hafa fengið landvistarleyfi, atvinnuleyfi, vinnu og skólavist í HR. Hjarta mitt hoppar af gleði og ég er afskaplega þakklátur fyrir að þessu máli sé lokið og þau komin til að búa hér og glæða samfélagið fleiri blæbrigðum,“ segir Magnús. Hann segir mál þeirra hafa fengið undarlega meðferð og spyr hvort ekki sé rétt að fara yfir málsmeðferðina. Magnús hvetur stjórnvöld til þess að koma málaflokkinum í skikkanlegan farveg. „Svo erlent fólk sem hingað leitar sé ekki meðhöndlað með sjálfgefnum hætti sem glæpamenn. Við höfum ekki ráð á því að hafna svona fólki,“ segir Magnús. Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Dega-fjölskyldan kom til Íslands frá Albaníu í júlí í fyrra. Fjölskyldan flúði frá Albaníu af völdum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingastofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni var svo gert að yfirgefa landið 17.maí í vor. Fjölskyldan ákvað strax að snúa aftur til Íslands og sækja um dvalarleyfi og nú eru þau komin hingað og ætla að halda áfram lífi sínu hér á landi. Áður en þeim var gert að yfirgefa landið höfðu þau náð að aðlagast íslensku samfélagi. Bæði hjónin, Nazmie og Skender Dega, voru í fastri vinnu. Yngsti sonur þeirra, Viken, er ellefu ára gamall og æfði knattspyrnu með FH og stundaði nám í Lækjarskóla. Dóttir hjónanna, Joniada, útskrifaðist með stúdentspróf frá Flensborgarskóla með ágætiseinkunn. Hún hefur góð tök á íslensku og stefndi á háskólanám. Elsti sonur þeirra, Visen, hefur glímt við geðræn vandamál en náði góðum árangri í glímunni við veikindi sín í samstarfi við hérlenda meðferðaraðila. Magnús Þorkelsson skólameistari í Flensborg barðist fyrir því að fjölskyldan fengið að dvelja á landinu. „Joniada Dega og fjölskylda hennar er komin til landsins og hafa fengið landvistarleyfi, atvinnuleyfi, vinnu og skólavist í HR. Hjarta mitt hoppar af gleði og ég er afskaplega þakklátur fyrir að þessu máli sé lokið og þau komin til að búa hér og glæða samfélagið fleiri blæbrigðum,“ segir Magnús. Hann segir mál þeirra hafa fengið undarlega meðferð og spyr hvort ekki sé rétt að fara yfir málsmeðferðina. Magnús hvetur stjórnvöld til þess að koma málaflokkinum í skikkanlegan farveg. „Svo erlent fólk sem hingað leitar sé ekki meðhöndlað með sjálfgefnum hætti sem glæpamenn. Við höfum ekki ráð á því að hafna svona fólki,“ segir Magnús. Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira