Innlent

Lögfræðikostnaður vegna hælisleitenda hækkar ár frá ári

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fyrirspurnin kom frá Ásmundi Friðrikssyni.
Fyrirspurnin kom frá Ásmundi Friðrikssyni.
Kostnaður ríkissjóðs vegna lögfræðikostnaðar hælisleitenda árin 2013-15 nemur rúmlega 141,5 milljónum króna. Það sem af er ári hefur ríkið greitt tæplega 33 milljónir króna vegna lögfræðikostnaðar í málum hælisleitenda.

Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Ásmundar Friðrikssonar um lögfræðikostnað hælisleitenda og málshraða við meðferð hælisumsókna. Ljóst er að kostnaðurinn hefur margfaldast undanfarin ár. Til að mynda var hann tæpar 31 milljón allt árið 2013 en nú, í ágúst 2016, hefur ríkið greitt tæplega 33 milljónir. Þá greiddi ríkið rúmlega 65 milljónir í lögfræðikostnað allt árið í fyrra vegna slíkra mála.

Í svarinu kemur einnig fram að málsmeðferðartími hælisumsókna hefur dregist saman. Hann var 134 dagar árið 2013 en var 103 dagar á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016.

Meðalafgreiðslutími forgangsmála var þrettán daga. Meðalmálsmeðferðartími kærumála í innanríkisráðuneytinu, vegna umsókna sem Útlendingastofnun hafði synjað, hefur verið 134 dagar það sem af er ári. Sá tími var 184 dagar árið 2013 og um 252 dagar árið 2014.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×