Gríðarleg fjölgun hælisumsókna hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2016 11:12 Fjöldi hælisumsókna eftir mánuðum í ár og í fyrra. mynd/útlendingastofnun Á fyrstu sex mánuðum þessa árs afgreiddi Útlendingastofnun nærri því jafn margar hælisumsóknir og allt seinasta ár. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar en alls hefur fengist niðurstaða í 310 hælismál það sem af er ári en allt árið 2015 fékkst niðurstaða í 323 mál. „Af málunum 310 voru 159 mál tekin til efnislegrar meðferðar, 103 mál voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, 14 umsækjendur höfðu þegar fengið vernd annars staðar og 34 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka,“ segir á vef Útlendingastofnunarinnar. Meirihluta þeirra mála sem tekin voru til efnislegrar meðferðar lauk með ákvörðun um synjun, eða 106 málum. 53 málum lauk með ákvörðun um veitingu verndar, viðbótarverndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum. „Flestar veitingar voru til umsækjenda frá Írak (17), Íran (10), Sýrlandi (9) og Afganistan (5) en flestir þeirra sem fengu synjun komu frá Albaníu (60), Makedóníu (21), Kósovó (4) og Serbíu (4).“ Á fyrstu sex mánuðum síðasta árs höfðu 86 einstaklingar sótt um vernd hér á landi en á fyrri helmingi þessa árs höfðu 274 einstaklingar frá 42 löndum sóttu um vernd á Íslandi. „Flestir umsækjendur komu frá Albaníu (69), Makedóníu (35), Írak (25), Sýrlandi (19) og Palestínu (12). Samtals komu 43% umsækjendanna frá löndum Balkanskagans. 75% umsækjenda voru karlkyns (204) og 25% konur (70). 81% umsækjenda voru fullorðnir (222) og 19% börn (52). Umsóknir frá fylgdarlausum ungmennum voru fimm á fyrstu sex mánuðum ársins,“ að því er segir á vef Útlendingastofnunar. Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00 Mannúðlegara að borga hælisleitendum en að járna Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. 7. júlí 2016 14:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Á fyrstu sex mánuðum þessa árs afgreiddi Útlendingastofnun nærri því jafn margar hælisumsóknir og allt seinasta ár. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar en alls hefur fengist niðurstaða í 310 hælismál það sem af er ári en allt árið 2015 fékkst niðurstaða í 323 mál. „Af málunum 310 voru 159 mál tekin til efnislegrar meðferðar, 103 mál voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, 14 umsækjendur höfðu þegar fengið vernd annars staðar og 34 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka,“ segir á vef Útlendingastofnunarinnar. Meirihluta þeirra mála sem tekin voru til efnislegrar meðferðar lauk með ákvörðun um synjun, eða 106 málum. 53 málum lauk með ákvörðun um veitingu verndar, viðbótarverndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum. „Flestar veitingar voru til umsækjenda frá Írak (17), Íran (10), Sýrlandi (9) og Afganistan (5) en flestir þeirra sem fengu synjun komu frá Albaníu (60), Makedóníu (21), Kósovó (4) og Serbíu (4).“ Á fyrstu sex mánuðum síðasta árs höfðu 86 einstaklingar sótt um vernd hér á landi en á fyrri helmingi þessa árs höfðu 274 einstaklingar frá 42 löndum sóttu um vernd á Íslandi. „Flestir umsækjendur komu frá Albaníu (69), Makedóníu (35), Írak (25), Sýrlandi (19) og Palestínu (12). Samtals komu 43% umsækjendanna frá löndum Balkanskagans. 75% umsækjenda voru karlkyns (204) og 25% konur (70). 81% umsækjenda voru fullorðnir (222) og 19% börn (52). Umsóknir frá fylgdarlausum ungmennum voru fimm á fyrstu sex mánuðum ársins,“ að því er segir á vef Útlendingastofnunar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00 Mannúðlegara að borga hælisleitendum en að járna Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. 7. júlí 2016 14:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00
Mannúðlegara að borga hælisleitendum en að járna Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. 7. júlí 2016 14:15