Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Ekki þörf enn á að stækka varnar­garða við Bláa lónið

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu ekki á­hyggjur af lóninu sjálfu

Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, segir að aldrei hafi verið uppi stórkostlegar áhyggjur um að lónið sjálft færi undir hraun. Áætlanir hafi verið til um hvernig skyldi fyllt upp í varnargarða ef til eldgoss kæmi.

Innlent
Fréttamynd

Telur Bláa lónið öruggt vegna varnar­garðanna

Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða.

Innlent
Fréttamynd

Rýming í Bláa lóninu og Grinda­vík gengur vel

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna.

Innlent
Fréttamynd

EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akur­eyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust.

Neytendur
Fréttamynd

Að kreista mjólkur­kúna

Í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl., sem er í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, eru gerðar breytingar á lögum um gistináttaskatt nr. 87/2011.

Skoðun
Fréttamynd

Flug til fram­tíðar

Að breyta íslenskri ferðaþjónustu með því að bæta við nýrri gátt inn í landið gerist ekki á einni nóttu og þarf öflugt samstarf fjölmargra að koma til enda er þetta stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á bæði Norðurlandi og Austurlandi.

Skoðun
Fréttamynd

Engin mið­læg skráning slysa í ferða­þjónustu

Engin markviss skráning slysa og óhappa í ferðaþjónustu er fyrir hendi á Íslandi. Starfshópur leggur til að bætt verði úr með því með miðlægri skráningu. Hins vegar mælir starfshópurinn ekki með banni við jöklaferðum yfir sumartímann. Sérfræðingur segir aukið eftirlit og tryggari öryggisferla vænlegri lausn en boð og bönn.

Innlent
Fréttamynd

Sætanýtingin aldrei verið betri í októ­ber

Flugfélagið Play flutti 138.155 farþega í október 2024, samanborið við 154.479 farþega í október í fyrra. Sætanýting félagsins í mánuðinum var 85,3 prósent, og hefur hún aldrei verið hærri í októbermánuði í sögu félagsins. Sætanýtingin í október á síðasta ári var 83 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um­ræða á villi­götum

Það er mikið umhugsunarefni nú í aðdraganda kosninga hvernig umræðan um útflutningsgreinar landsins hefur þróast. Því miður virðist hugmyndaflug frambjóðenda, þegar kemur að þessum mikilvægu greinum, einskorðast við tillögur að nýjum álögum og hækkanir á þeim sköttum og gjöldum sem fyrir eru.

Skoðun
Fréttamynd

Ferða­þjónusta og orku­vinnsla fara vel saman

Ekkert rennir stoðum undir þær fullyrðingar að orkuvinnsla vinni gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar. Öðru nær, yfirgnæfandi meirihluti ferðafólks hefur ekkert á móti því að sjá mannvirki og önnur ummerki um græna orkuvinnslu Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Aukning í ferða­lögum til landsins

Icelandair flutti 409 þúsund farþega í október, 12 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 35 prósent á leið til Íslands, 17 prósent frá Íslandi, 42 prósent ferðuðust um Ísland og 6 prósent innan Íslands. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands hefur aukist á nýjan leik eftir minni eftirspurn mánuðina á undan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er ferða­þjónusta út­lendinga­vanda­mál?

Píratar hafa nú greint meintan útlendingavanda og telja það vera ferðamanninn sem sækir okkur heim. Erlendur ferðamaður sem ekur um landið, gistir á hótelum, borðar góðan mat og sækir afþreyingu sem í boði er á hverjum stað.

Skoðun
Fréttamynd

Er Kristó­fer tals­maður skyndi­legrar skatt­heimtu á ferða­þjónustu?

Í Morgunblaðinu í síðustu viku birti Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG), svargrein við annarri grein undirritaðs sem Kristófer taldi ómálefnalega vegna aðdróttana um atvinnuróg annars vegar og hins vegar vegna staðhæfingar um að Kristófer ynni gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar. Best er að hver dæmi fyrir sig hvað er málefnalegt og hvað ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Nei eða já? Af eða á?

Nú er það svo að ferðaþjónusta hefur á tiltölulega fáum árum vaxið í að vera ein af meginundirstöðum íslensks hagkerfis. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu af verðmætasköpun landsins nærri 9% og útflutningstekjur samtals um 600 milljarðar, eða hvorki meira né minna en þriðjungur af heildarútflutningi Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Grinda­vík eins og „Tsjernobyl án kommún­isma“

Grindavíkurbær var opnaður fyrir almenningi klukkan sex í morgun. Bandarískir ferðamenn líkja bænum við Tsjernobyl án kommúnisma en formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur viðurkennir að mistök hafi verið gerð við vinnslu bæklings með mikilvægum upplýsingum um öryggisatriði.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­þjónustan og fyrir­sjáan­leikinn

Tíminn leikur stórt hlutverk þegar kemur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein. Gestirnir okkar taka sér tíma í að láta sig dreyma, taka tíma í ákvörðun, tíma í að bóka og síðast en ekki síst tíma til að láta sig hlakka til.

Skoðun
Fréttamynd

Grinda­víkur­bær nú opinn al­menningi

Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð.

Innlent