
Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald
Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010.