Reykjavík valin ævintýraáfangastaður Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2017 11:21 Hópur þýskra ferðamanna á göngu um Reykjavík. Vísir/Stefán Reykjavík hefur verið valin Ævintýraáfangastaður Evrópu af tímaritinu Luxury Travel Guide. Þetta er annað árið í röð sem borgin er valin af starfsmönnum tímaritsins en í umsögn um Reykjavík segir að hún sé menningarborg, í stórbrotnu landslagi með norðurljósadýrð og fjölbreytta afþreyingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Visit Reykjavík. Dómnefnd Luxury Travel Guide, sem skipuð er fagfólki á ýmsum sviðum ferðaþjónustunnar, segir einnig að fjölskylduferð til Reykjavíkur sé uppskrift að spennandi ævintýrum og einstökum minningum sem enginn eigi að láta fram hjá sér fara. „Í viðurkenningunni fyrir árið 2018 felst m.a. forsíðugrein í tímariti LTG um Reykjavík og ferðaþjónustu á hér á landi. Tímaritinu verður dreift til yfir 500 þúsund áskrifenda, á tíu þúsund lúxushótel, á setustofur flugvalla, skemmtiferðaskip og ferðaskrifstofur um allan heim. Þá verður fulltrúum Reykjavíkurborgar boðið að koma og taka á móti viðurkenningunni á sérstakri verðlaunaathöfn tímaritsins þar sem Reykjavík á jafnframt möguleika á að vera valin Ævintýraáfangastaður alls heimsins árið 2018,“ segir í tilkynningunni. Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu, segir það mikinn heiður fyrir Reykjavíkurborg að skara fram úr með þessum hætti á alþjóðavísu. „Fagtímaritið Luxury Travel Guide veitir nú borginni viðurkenningu annað árið í röð og ljóst að sú framþróun sem hefur orðið síðustu ár á áfangastaðnum Reykjavík vekur heimsathygli. Þetta er jafnframt viðurkenning á þeim árangri sem við höfum náð í kynningu og markaðssetningu á borginni þar sem áherslan hefur verið á að kynna þá fjölbreyttu afþreyingu og menningu sem er til staðar. Þetta er einnig mikil viðurkenning fyrir ferðaþjónustuna hér á landi.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Reykjavík hefur verið valin Ævintýraáfangastaður Evrópu af tímaritinu Luxury Travel Guide. Þetta er annað árið í röð sem borgin er valin af starfsmönnum tímaritsins en í umsögn um Reykjavík segir að hún sé menningarborg, í stórbrotnu landslagi með norðurljósadýrð og fjölbreytta afþreyingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Visit Reykjavík. Dómnefnd Luxury Travel Guide, sem skipuð er fagfólki á ýmsum sviðum ferðaþjónustunnar, segir einnig að fjölskylduferð til Reykjavíkur sé uppskrift að spennandi ævintýrum og einstökum minningum sem enginn eigi að láta fram hjá sér fara. „Í viðurkenningunni fyrir árið 2018 felst m.a. forsíðugrein í tímariti LTG um Reykjavík og ferðaþjónustu á hér á landi. Tímaritinu verður dreift til yfir 500 þúsund áskrifenda, á tíu þúsund lúxushótel, á setustofur flugvalla, skemmtiferðaskip og ferðaskrifstofur um allan heim. Þá verður fulltrúum Reykjavíkurborgar boðið að koma og taka á móti viðurkenningunni á sérstakri verðlaunaathöfn tímaritsins þar sem Reykjavík á jafnframt möguleika á að vera valin Ævintýraáfangastaður alls heimsins árið 2018,“ segir í tilkynningunni. Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu, segir það mikinn heiður fyrir Reykjavíkurborg að skara fram úr með þessum hætti á alþjóðavísu. „Fagtímaritið Luxury Travel Guide veitir nú borginni viðurkenningu annað árið í röð og ljóst að sú framþróun sem hefur orðið síðustu ár á áfangastaðnum Reykjavík vekur heimsathygli. Þetta er jafnframt viðurkenning á þeim árangri sem við höfum náð í kynningu og markaðssetningu á borginni þar sem áherslan hefur verið á að kynna þá fjölbreyttu afþreyingu og menningu sem er til staðar. Þetta er einnig mikil viðurkenning fyrir ferðaþjónustuna hér á landi.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira