Segist hafa unnið 25 og hálfan bikar eftir brottreksturinn Jose Mourinho, núverandi stjóri Roma og fyrrverandi stjóri Tottenham, skaut léttum skotum að Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham, í nýjasta viðtalinu við Portúgalann. Enski boltinn 9. júní 2021 23:00
Roma og Tottenham að skipta á stjórum? Fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Paulo Fonseca sé líklegastur til þess að taka við Tottenham sem er stjóralaust. Enski boltinn 9. júní 2021 20:01
Liverpool sagt búið að bjóða í fyrirliða Roma Ítalskur landsliðsmaður gæti verið á leiðinni á Anfield í sumar ef marka má fréttir frá Ítalíu. Enski boltinn 9. júní 2021 15:31
Ensku félögin fengu sekt fyrir þátttökuna í ofurdeildinni Ensku félögin sex sem ætluðu að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu voru sektuð um samtals tuttugu milljónir punda af ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 9. júní 2021 11:46
Úlfarnir fengu stjórann sem þeir vildu Enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefur ráðið Bruno Lage sem nýjan knattspyrnustjóra, rétt eins og félagið ætlaði sér eftir að hafa Nuno Espirito Santo hætti. Enski boltinn 9. júní 2021 09:18
Gaf æskufélaginu sínu allan Englandsmeistara bónusinn Ilkay Gundogan átti frábært tímabil með Manchester City og hann er nú á fullu að undirbúa sig fyrir Evrópumót landsliða með þýska landsliðinu. Hann fagnaði Englandsmeistaratitlinum með City á rausnarlegan hátt. Enski boltinn 9. júní 2021 09:01
Bielsa sá um æfingu hjá ellefu ára liði Leeds Marcelo Bielsa er einstakur knattspyrnustjóri og það hefur hann sýnt og sannað með því að koma Leeds United aftur í hóp bestu liða Englands. Enski boltinn 8. júní 2021 14:30
Ekki á af Van de Beek að ganga Eftir vonbrigðavetur á sínu fyrsta tímabili hjá Manchester United varð hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek svo fyrir áfalli nú þegar í ljós kom að hann missir af Evrópumótinu í fótbolta sem er að hefjast. Fótbolti 8. júní 2021 09:45
Fyrrum leikmaður vandar Arsenal ekki kveðjurnar Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal, er ekki sáttur með framgöngu félagsins á félagaskiptamarkaðnum en hann var í löngu spjalli við talkSport á Englandi. Enski boltinn 8. júní 2021 07:01
Ensku stjörnurnar fengu frídag með fjölskyldunum Það hafa væntanlega verið miklir fagnaðarfundir í herbúðum enska landsliðsins í gær en þeir fengu óvæntan frídag frá þjálfaranum Gareth Southgate. Fótbolti 7. júní 2021 20:01
Man. City vill fá bæði Grealish og Kane í sumar Englandsmeistarar Manchester City hafa áhuga á að kaupa bæði Harry Kane og Jack Grealish samkvæmt heimildum erlendra miðla. Langbesta lið tímabilsins gæti því orðið enn sterkara á næstu leiktíð. Enski boltinn 7. júní 2021 17:00
Wijnaldum hættur við að fara til Barcelona Liverpool miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum endar ekki sem liðsfélagi Lionel Messi eins og flestir héldu. Hann spilar í Frakkklandi á næsta tímabili. Enski boltinn 7. júní 2021 13:31
Segir Henderson ekki eiga að fara á EM: „Verður hann með spilagaldra?“ Roy Keane botnar ekkert í því að varafyrirliði Englands, Jordan Henderson, skuli vera í enska EM-hópnum þrátt fyrir að hafa ekki getað spilað með Liverpool síðan í febrúar vegna meiðsla. Enski boltinn 7. júní 2021 08:00
Þrír af fjórum bestu leikmönnum efstu deilda Englands koma frá Man City Kevin De Bruyne var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af leikmönnum deildarinnar og þá var samherji hans Phil Foden valinn besti ungi leikmaðurinn. Fran Kirby, leikmaður Chelsea, var valin best og Lauren Hemp besti ungi leikmaðurinn. Enski boltinn 7. júní 2021 07:00
Sögurnar farnar á flug: Segja Trippier vera í húsaleit á Englandi Kieran Trippier er sagður ansi ofarlega á óskalista Manchester United og nú eru sögusagnirnar farnar á fleygiferð á Englandi. Enski boltinn 6. júní 2021 12:30
Evrópumeistararnir framlengja við gömlu mennina Olivier Giroud og Thiago Silva fengu báðir framlengingu á samningi sínum við Chelsea í kjölfar þess að liðið sigraði Meistaradeild Evrópu á dögunum. Enski boltinn 6. júní 2021 09:01
Solskjær vonast eftir að fá að versla stórstjörnur í sumar Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, telur að félagið þurfi að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar eigi það að geta keppt um stærstu titlana. Enski boltinn 6. júní 2021 08:01
Flosnað upp úr viðræðum Conte við Tottenham Antonio Conte mun ekki taka við enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham Hotspur. Enski boltinn 5. júní 2021 21:30
Tuchel stefnir á að losa sig við 14 leikmenn Thomas Tuchel, þjálfari Evrópumeistara Chelsea, ætlar heldur betur að taka til í leikmannahópi liðsins sem er einkar fjölmennur. Alls eru 14 leikmenn sem hann stefnir á að selja í sumar samkvæmt Sky Sports. Enski boltinn 5. júní 2021 09:00
De Bruyne sá eini sem hélt sæti sínu í úrvalsliði ársins Englandsmeistarar Manchester City eiga langflesta fulltrúa í úrvalsliði leiktíðarinnar í ensku úrvalsdeildinni, samkvæmt vali samtaka atvinnuknattspyrnumanna á Englandi. Enski boltinn 4. júní 2021 16:23
Vill fá styttu af Sol Campbell fyrir utan heimavöll Arsenal Theo Walcott segir að Sol Campbell eigi skilið að fá styttu fyrir utan Emirates, heimavöll Arsenal, fyrir allt sem hann gerði fyrir félagið. Enski boltinn 4. júní 2021 11:00
Greiða Hillsborough-fjölskyldum bætur vegna yfirhylmingar Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi hefur gert sátt sem felur í sér að hún greiðir fleiri en sex hundruð aðstandendum stuðningsmanna knattspyrnuliðsins Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 bætur fyrir að hafa reynt að kenna fórnarlömbunum um slysið. Mistök lögreglu eru talin á meðal orsaka slyssins. Erlent 4. júní 2021 09:53
Í fyrsta sinn skoraði markvörður mark ársins hjá Liverpool Markið sem var mikill örlagavaldur fyrir Liverpool á tímabilinu hefur nú verið kosið mark ársins hjá enska úrvalsdeildarfélaginu. Enski boltinn 4. júní 2021 09:31
Faðir Aguero segir að Guardiola hafi grátið krókódílstárum Pep Guardiola talaði vel um Sergio Aguero þegar markahæsti og sigursælasti leikmaður Manchester City kvaddi en það er að minnsta kosti einn úr fjölskyldu Aguero sem telur að Guardiola hafa bara verið að setja upp leiksýningu fyrir myndavélarnar. Enski boltinn 4. júní 2021 09:00
Fyrrverandi markvörður Arsenal látinn Alan Miller, fyrrverandi markvörður Arsenal, Middlesbrough, West Brom og fleiri liða, er látinn, 51 árs að aldri. Enski boltinn 4. júní 2021 08:32
Eigandi Man City lofar því að kaupa „nýjan Sergio Aguero“ og fleiri góða Englandsmeistarar Manchester City ætla í sumar að eyða pening í nýjan leikmenn þar á meðal í einn sem er ætlað að fylla í skarðið sem framherjinn Sergio Aguero skilur eftir sig. Enski boltinn 3. júní 2021 09:31
Fyrrum samherji Eiðs Smára segir Arteta mistök William Gallas, fyrrum leikmaður meðal annars Arsenal og Chelsea, segir Arsenal hafa gert mistök með að ráða Mikel Arteta til félagsins árið 2019. Fótbolti 3. júní 2021 07:00
Tók á sig veglega launalækkun er hann yfirgaf Gylfa og félaga Carlo Ancelotti yfirgaf í gær Gylfa Þór Sigurðssona og félaga í Everton til þess að taka við Real Madrid í annað sinn. Fótbolti 2. júní 2021 23:00
Reynir að lokka Conte með Kane Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, reynir að lokka Antonio Conte til félagsins og hann reynir allt til þess að fá Ítalann til Englands. Enski boltinn 2. júní 2021 20:30
Varð fyrir netníði eftir að hafa verið orðuð við karlalið Casey Stoney, fyrrverandi knattspyrnustjóri kvennaliðs Manchester United, varð fyrir netníði eftir að hún var orðuð við karlalið Wrexham. Enski boltinn 2. júní 2021 11:01