Fótbolti

Alexander-Arnold segist ekki vera að reyna að fá Bellingham til Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
taajude

Trent Alexander-Arnold segir að hann sé ekki að reyna að sannfæra Jude Bellingham um að koma til Liverpool.

Alexander-Arnold og Bellingham eru samherjar í enska landsliðinu sem er komið í sextán liða úrslit á HM í Katar. Þeir félagarnir nýttu tíma milli leikja til að skoða sig um í Doha og Alexander-Arnold birti mynd af þeim á samfélagsmiðlum.

Ýmsir stuðningsmenn Liverpool hugsuðu sér gott glóðarinnar að Alexander-Arnold væri að reyna að fá Bellingham til Bítlaborgarinnar. Liverpool er meðal þeirra liða sem Bellingham, sem leikur með Borussia Dortmund, hefur verið orðaður við.

Í samtali við BBC varaði Alexander-Arnold stuðningsmenn Liverpool við að fara fram úr sér varðandi möguleg félagaskipti Bellinghams.

„Ég var bara að fara út með vini? Allir eru að kalla mig umboðsmanninn Trent en það er ekki svo,“ sagði Alexander-Arnold. „Við fórum nokkrir saman út þegar við fengum frídag. Þetta var ágætis dagur.“

Enska landsliðið mætir því senegalska í sextán liða úrslitum HM annað kvöld. Bellingham hefur byrjað alla þrjá leiki Englands á HM en Alexander-Arnold bara komið við sögu í einum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×