Aðstoðarþjálfarinn fær traustið og tekur við Bournemouth Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 11:31 Gary O'Neil fær það verkefni að halda Bournemouth í deild þeirra bestu. Charlie Crowhurst/Getty Images Gary O'Neil hefur samið við Bournemouth um að taka við sem aðalþjálfari liðsins í ensku úrvalsdeildinni til ársins 2024. Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem fullyrðir þetta á Twitter-síðu sinni, en O'Neil tók við sem bráðabirgðastjóri liðsins eftir að Scott Parker var látinn fara eftir aðeins fjóra leiki á tímabilinu. Gary O’Neil has agreed a permanent contract that will be valid until June 2024 — he’s gonna be Bournemouth head coach. 🚨🍒 #BournemouthO’Neil will be named as permanent manager. pic.twitter.com/DOxRGFTtWo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 27, 2022 Liðið vann sinn fyrsta leik á tímabilinu undir stjórn Parker, en tapaði svo næstu þremur með markatölunni 16-0. Eftir 9-0 tap gegn Liverpool lét Parker óánægju sína varðandi innkaupastefnu félagsins í ljós og var í kjölfarið rekinn. Aðstoðarþjálfarinn O'Neil tók þá við stjórnartaumunum og hefur gengi liðsins batnað til muna eftir það. Síðan hann tók við hefur liðið unnið þrjá deildarleiki, gert fjögur jafntefli og tapað fjórum. Bournemouth situr nú í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir 15 leiki, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið. O'Neil var ekki sá eini sem kom til greina til að taka við starfinu. Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa, fyrrverandi knattspyrnustjóri Leeds, var einnig sagður í viðræðum við félagið, en ef marka má Romano er O'Neil nú að landa starfinu. Uppfært Bournemouth hefur nú staðfest fregnirnar og O'Neil hefur skrifað undir 18 mánaða samning með möguleika á eins árs framlengingu. #afcb are delighted to announce the appointment of Gary O’Neil as head coach 📝— AFC Bournemouth 🍒 (@afcbournemouth) November 27, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir Bielsa í viðræðum við Bournemouth um að taka við liðinu Argentínski knattspyrnuþjálfarinn Marcelo Bielsa gæti tekið við enska úrvalsdeildarfélaginu Bournemouth, en hann verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Leeds í febrúar á þessu ári. 13. nóvember 2022 08:02 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem fullyrðir þetta á Twitter-síðu sinni, en O'Neil tók við sem bráðabirgðastjóri liðsins eftir að Scott Parker var látinn fara eftir aðeins fjóra leiki á tímabilinu. Gary O’Neil has agreed a permanent contract that will be valid until June 2024 — he’s gonna be Bournemouth head coach. 🚨🍒 #BournemouthO’Neil will be named as permanent manager. pic.twitter.com/DOxRGFTtWo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 27, 2022 Liðið vann sinn fyrsta leik á tímabilinu undir stjórn Parker, en tapaði svo næstu þremur með markatölunni 16-0. Eftir 9-0 tap gegn Liverpool lét Parker óánægju sína varðandi innkaupastefnu félagsins í ljós og var í kjölfarið rekinn. Aðstoðarþjálfarinn O'Neil tók þá við stjórnartaumunum og hefur gengi liðsins batnað til muna eftir það. Síðan hann tók við hefur liðið unnið þrjá deildarleiki, gert fjögur jafntefli og tapað fjórum. Bournemouth situr nú í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir 15 leiki, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið. O'Neil var ekki sá eini sem kom til greina til að taka við starfinu. Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa, fyrrverandi knattspyrnustjóri Leeds, var einnig sagður í viðræðum við félagið, en ef marka má Romano er O'Neil nú að landa starfinu. Uppfært Bournemouth hefur nú staðfest fregnirnar og O'Neil hefur skrifað undir 18 mánaða samning með möguleika á eins árs framlengingu. #afcb are delighted to announce the appointment of Gary O’Neil as head coach 📝— AFC Bournemouth 🍒 (@afcbournemouth) November 27, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir Bielsa í viðræðum við Bournemouth um að taka við liðinu Argentínski knattspyrnuþjálfarinn Marcelo Bielsa gæti tekið við enska úrvalsdeildarfélaginu Bournemouth, en hann verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Leeds í febrúar á þessu ári. 13. nóvember 2022 08:02 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
Bielsa í viðræðum við Bournemouth um að taka við liðinu Argentínski knattspyrnuþjálfarinn Marcelo Bielsa gæti tekið við enska úrvalsdeildarfélaginu Bournemouth, en hann verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Leeds í febrúar á þessu ári. 13. nóvember 2022 08:02