Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni áfram laus gegn tryggingu eftir handtöku vegna nauðgunar í sumar Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 07:00 Leikmaðurinn var valinn í lokahóp landsliðs sem leikur á heismeistaramótinu í Katar. Vísir/Getty Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður áfram laus gegn tryggingu eftir að hafa verið handtekinn í sumar sakaður um nauðgun. Leikmaðurinn var valinn í lokahóp landsliðs sem keppir á heimsmeistaramótinu í Katar. Leikmaðurinn var handtekinn í sumar vegna ásökunar um nauðgun en úrskurðurinn um að hann skyldi vera laus gegn tryggingu var framlengdur og gildir nú þar til í janúar í byrjun næsta árs. Í yfirlýsingu Metropolitan lögreglunnar í London og nágrenni segir að leikmaðurinn hafi verið handtekinn þann 4.júlí í sumar eftir að tilkynning barst til lögreglunnar frá konu á þrítugsaldri um meinta nauðgun. Nauðgunin á að hafa átt sér stað í júní 2021. Leikmaðurinn var einnig sakaður um tvær aðrar nauðganir af annarri konu sem einnig er á þrítugsaldri. Þær nauðganir eiga að hafa átt sér stað í apríl og júní árið 2021. Ekkert verður aðhafst í öðru þeirra mála þar sem löggjöf sem gildir um málið hafði ekki tekið gildi á þeim tíma sem meint brot átti sér stað. Í frétt The Athletic kemur fram að leikmaðurinn hafi verið valinn í lokahóp eins þeirra þrjátíu og tveggja landsliða sem nú taka þátt í heimsmeistaramótinu í Katar. Þar sem leikmaðurinn hefur ekki verið ákærður hefur hann ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum. Félagslið leikmannsins setti leikmanninn ekki í bann og hann hefur haldið áfram að leika með liðinu í ensku úrvalsdeildinni í haust. Tvö önnur mál hafa verið til umfjöllunar undanfarið þar sem leikmenn liða í ensku úrvalsdeildinni eru sakaðir um kynferðisbrot. Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, bíður dóms eftir að hafa verið ákærður fyrir sjö nauðganir og eina tilraun til nauðgunar en Pep Guardiola, þjálfari City, var meðal þeirra sem bar vitni við réttarhöldin. Þá var Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, ákærður nú í haust fyrir nauðgun og líkamsárás en hann var handtekinn í janúar eftir að þáverandi kærasta hans birti myndbandsbút á samfélagsmiðlum þar sem heyra mátti einstakling hótaði henni barsmíðum og þaðan af verra. Þá birti hún einnig myndir af sér með áverka í andliti sem hún sagði að væru eftir Greenwood. Hvorki Mendy né Greenwood hafa leikið með liðum sínum undanfarna mánuði. Enski boltinn HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leikmaðurinn sem ásakaður er um nauðgun fær áfram að æfa Félag leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem ásakaður er um þrjár nauðganir segir að leikmaðurinn muni áfram æfa með liðinu. 13. júlí 2022 14:20 Fullyrða að félagið hafi vitað af ásökunum um nauðgun síðasta haust Samkvæmt fréttamiðlinum The Guardian mun félag knattspyrnukappans sem var handtekinn vegna gruns um nauðgun hafa vitað af ásökunum síðasta haust. Félagið leyfði honum samt sem áður að spila með aðalliði þess á síðustu leiktíð. 8. júlí 2022 11:58 Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Leikmaðurinn var handtekinn í sumar vegna ásökunar um nauðgun en úrskurðurinn um að hann skyldi vera laus gegn tryggingu var framlengdur og gildir nú þar til í janúar í byrjun næsta árs. Í yfirlýsingu Metropolitan lögreglunnar í London og nágrenni segir að leikmaðurinn hafi verið handtekinn þann 4.júlí í sumar eftir að tilkynning barst til lögreglunnar frá konu á þrítugsaldri um meinta nauðgun. Nauðgunin á að hafa átt sér stað í júní 2021. Leikmaðurinn var einnig sakaður um tvær aðrar nauðganir af annarri konu sem einnig er á þrítugsaldri. Þær nauðganir eiga að hafa átt sér stað í apríl og júní árið 2021. Ekkert verður aðhafst í öðru þeirra mála þar sem löggjöf sem gildir um málið hafði ekki tekið gildi á þeim tíma sem meint brot átti sér stað. Í frétt The Athletic kemur fram að leikmaðurinn hafi verið valinn í lokahóp eins þeirra þrjátíu og tveggja landsliða sem nú taka þátt í heimsmeistaramótinu í Katar. Þar sem leikmaðurinn hefur ekki verið ákærður hefur hann ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum. Félagslið leikmannsins setti leikmanninn ekki í bann og hann hefur haldið áfram að leika með liðinu í ensku úrvalsdeildinni í haust. Tvö önnur mál hafa verið til umfjöllunar undanfarið þar sem leikmenn liða í ensku úrvalsdeildinni eru sakaðir um kynferðisbrot. Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, bíður dóms eftir að hafa verið ákærður fyrir sjö nauðganir og eina tilraun til nauðgunar en Pep Guardiola, þjálfari City, var meðal þeirra sem bar vitni við réttarhöldin. Þá var Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, ákærður nú í haust fyrir nauðgun og líkamsárás en hann var handtekinn í janúar eftir að þáverandi kærasta hans birti myndbandsbút á samfélagsmiðlum þar sem heyra mátti einstakling hótaði henni barsmíðum og þaðan af verra. Þá birti hún einnig myndir af sér með áverka í andliti sem hún sagði að væru eftir Greenwood. Hvorki Mendy né Greenwood hafa leikið með liðum sínum undanfarna mánuði.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leikmaðurinn sem ásakaður er um nauðgun fær áfram að æfa Félag leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem ásakaður er um þrjár nauðganir segir að leikmaðurinn muni áfram æfa með liðinu. 13. júlí 2022 14:20 Fullyrða að félagið hafi vitað af ásökunum um nauðgun síðasta haust Samkvæmt fréttamiðlinum The Guardian mun félag knattspyrnukappans sem var handtekinn vegna gruns um nauðgun hafa vitað af ásökunum síðasta haust. Félagið leyfði honum samt sem áður að spila með aðalliði þess á síðustu leiktíð. 8. júlí 2022 11:58 Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Leikmaðurinn sem ásakaður er um nauðgun fær áfram að æfa Félag leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem ásakaður er um þrjár nauðganir segir að leikmaðurinn muni áfram æfa með liðinu. 13. júlí 2022 14:20
Fullyrða að félagið hafi vitað af ásökunum um nauðgun síðasta haust Samkvæmt fréttamiðlinum The Guardian mun félag knattspyrnukappans sem var handtekinn vegna gruns um nauðgun hafa vitað af ásökunum síðasta haust. Félagið leyfði honum samt sem áður að spila með aðalliði þess á síðustu leiktíð. 8. júlí 2022 11:58
Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02