Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni áfram laus gegn tryggingu eftir handtöku vegna nauðgunar í sumar Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 07:00 Leikmaðurinn var valinn í lokahóp landsliðs sem leikur á heismeistaramótinu í Katar. Vísir/Getty Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður áfram laus gegn tryggingu eftir að hafa verið handtekinn í sumar sakaður um nauðgun. Leikmaðurinn var valinn í lokahóp landsliðs sem keppir á heimsmeistaramótinu í Katar. Leikmaðurinn var handtekinn í sumar vegna ásökunar um nauðgun en úrskurðurinn um að hann skyldi vera laus gegn tryggingu var framlengdur og gildir nú þar til í janúar í byrjun næsta árs. Í yfirlýsingu Metropolitan lögreglunnar í London og nágrenni segir að leikmaðurinn hafi verið handtekinn þann 4.júlí í sumar eftir að tilkynning barst til lögreglunnar frá konu á þrítugsaldri um meinta nauðgun. Nauðgunin á að hafa átt sér stað í júní 2021. Leikmaðurinn var einnig sakaður um tvær aðrar nauðganir af annarri konu sem einnig er á þrítugsaldri. Þær nauðganir eiga að hafa átt sér stað í apríl og júní árið 2021. Ekkert verður aðhafst í öðru þeirra mála þar sem löggjöf sem gildir um málið hafði ekki tekið gildi á þeim tíma sem meint brot átti sér stað. Í frétt The Athletic kemur fram að leikmaðurinn hafi verið valinn í lokahóp eins þeirra þrjátíu og tveggja landsliða sem nú taka þátt í heimsmeistaramótinu í Katar. Þar sem leikmaðurinn hefur ekki verið ákærður hefur hann ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum. Félagslið leikmannsins setti leikmanninn ekki í bann og hann hefur haldið áfram að leika með liðinu í ensku úrvalsdeildinni í haust. Tvö önnur mál hafa verið til umfjöllunar undanfarið þar sem leikmenn liða í ensku úrvalsdeildinni eru sakaðir um kynferðisbrot. Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, bíður dóms eftir að hafa verið ákærður fyrir sjö nauðganir og eina tilraun til nauðgunar en Pep Guardiola, þjálfari City, var meðal þeirra sem bar vitni við réttarhöldin. Þá var Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, ákærður nú í haust fyrir nauðgun og líkamsárás en hann var handtekinn í janúar eftir að þáverandi kærasta hans birti myndbandsbút á samfélagsmiðlum þar sem heyra mátti einstakling hótaði henni barsmíðum og þaðan af verra. Þá birti hún einnig myndir af sér með áverka í andliti sem hún sagði að væru eftir Greenwood. Hvorki Mendy né Greenwood hafa leikið með liðum sínum undanfarna mánuði. Enski boltinn HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leikmaðurinn sem ásakaður er um nauðgun fær áfram að æfa Félag leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem ásakaður er um þrjár nauðganir segir að leikmaðurinn muni áfram æfa með liðinu. 13. júlí 2022 14:20 Fullyrða að félagið hafi vitað af ásökunum um nauðgun síðasta haust Samkvæmt fréttamiðlinum The Guardian mun félag knattspyrnukappans sem var handtekinn vegna gruns um nauðgun hafa vitað af ásökunum síðasta haust. Félagið leyfði honum samt sem áður að spila með aðalliði þess á síðustu leiktíð. 8. júlí 2022 11:58 Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Leikmaðurinn var handtekinn í sumar vegna ásökunar um nauðgun en úrskurðurinn um að hann skyldi vera laus gegn tryggingu var framlengdur og gildir nú þar til í janúar í byrjun næsta árs. Í yfirlýsingu Metropolitan lögreglunnar í London og nágrenni segir að leikmaðurinn hafi verið handtekinn þann 4.júlí í sumar eftir að tilkynning barst til lögreglunnar frá konu á þrítugsaldri um meinta nauðgun. Nauðgunin á að hafa átt sér stað í júní 2021. Leikmaðurinn var einnig sakaður um tvær aðrar nauðganir af annarri konu sem einnig er á þrítugsaldri. Þær nauðganir eiga að hafa átt sér stað í apríl og júní árið 2021. Ekkert verður aðhafst í öðru þeirra mála þar sem löggjöf sem gildir um málið hafði ekki tekið gildi á þeim tíma sem meint brot átti sér stað. Í frétt The Athletic kemur fram að leikmaðurinn hafi verið valinn í lokahóp eins þeirra þrjátíu og tveggja landsliða sem nú taka þátt í heimsmeistaramótinu í Katar. Þar sem leikmaðurinn hefur ekki verið ákærður hefur hann ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum. Félagslið leikmannsins setti leikmanninn ekki í bann og hann hefur haldið áfram að leika með liðinu í ensku úrvalsdeildinni í haust. Tvö önnur mál hafa verið til umfjöllunar undanfarið þar sem leikmenn liða í ensku úrvalsdeildinni eru sakaðir um kynferðisbrot. Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, bíður dóms eftir að hafa verið ákærður fyrir sjö nauðganir og eina tilraun til nauðgunar en Pep Guardiola, þjálfari City, var meðal þeirra sem bar vitni við réttarhöldin. Þá var Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, ákærður nú í haust fyrir nauðgun og líkamsárás en hann var handtekinn í janúar eftir að þáverandi kærasta hans birti myndbandsbút á samfélagsmiðlum þar sem heyra mátti einstakling hótaði henni barsmíðum og þaðan af verra. Þá birti hún einnig myndir af sér með áverka í andliti sem hún sagði að væru eftir Greenwood. Hvorki Mendy né Greenwood hafa leikið með liðum sínum undanfarna mánuði.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leikmaðurinn sem ásakaður er um nauðgun fær áfram að æfa Félag leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem ásakaður er um þrjár nauðganir segir að leikmaðurinn muni áfram æfa með liðinu. 13. júlí 2022 14:20 Fullyrða að félagið hafi vitað af ásökunum um nauðgun síðasta haust Samkvæmt fréttamiðlinum The Guardian mun félag knattspyrnukappans sem var handtekinn vegna gruns um nauðgun hafa vitað af ásökunum síðasta haust. Félagið leyfði honum samt sem áður að spila með aðalliði þess á síðustu leiktíð. 8. júlí 2022 11:58 Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Leikmaðurinn sem ásakaður er um nauðgun fær áfram að æfa Félag leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem ásakaður er um þrjár nauðganir segir að leikmaðurinn muni áfram æfa með liðinu. 13. júlí 2022 14:20
Fullyrða að félagið hafi vitað af ásökunum um nauðgun síðasta haust Samkvæmt fréttamiðlinum The Guardian mun félag knattspyrnukappans sem var handtekinn vegna gruns um nauðgun hafa vitað af ásökunum síðasta haust. Félagið leyfði honum samt sem áður að spila með aðalliði þess á síðustu leiktíð. 8. júlí 2022 11:58
Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02