Klopp hrósað fyrir að finna „nýja“ stöðu fyrir endurnærðan Mo Salah Liverpool liðið minnti á sig með sigri á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og það sem meira er að liðið þurfti bara að skora eitt mark til að ná öllum þremur stigunum í hús. Enski boltinn 17. október 2022 10:30
Leikurinn tafðist þar sem saga þurfti annað markið niður í rétta stærð Uppi varð fótur og fit á MKM vellinum í Hull fyrir leik heimamanna gegn Birmingham City í ensku B-deildinni í fótbolta í gær, sunnudag. Ástæðan var sú að mörk vallarins voru mishá og því tafðist leikurinn þar sem vallarstarfsmenn þurftu að saga annað markið niður í rétta stærð. Enski boltinn 17. október 2022 07:31
Guardiola virkilega ósáttur með markið sem var dæmt af: „Þetta er Anfield“ Pep Guardiola var virkilega ósáttur með markið sem var dæmt af liði hans í 1-0 tapi Manchester City gegn Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Phil Foden skoraði snemma í síðari hálfleik en markið var dæmt af. Mohamed Salah skoraði síðar í leiknum það sem reyndist sigurmarkið. Enski boltinn 16. október 2022 20:00
Sagði úrslitin frábær og rauða spjaldið líklega verðskuldað Jürgen Klopp, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, var gríðarlega ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í dag. Hann viðurkenndi að rauða spjaldið sem hann hafi fengið undir lok leiks hafi eflaust verið réttur dómur. Enski boltinn 16. október 2022 19:31
Arteta þakkaði myndbandsdómgæslunni eftir nauman sigur í Leeds Mikel Arteta þakkaði myndbandsdómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur sinna manna á Elland Road í dag. Enski boltinn 16. október 2022 18:30
Manchester-liðin skoruðu fjögur Fjórum af fimm leikjum dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta er nú lokið. Manchester United og City unnu sína leiki bæði 4-0. Þá unnu Englandsmeistarar Chelsea 3-1 útisigur á Everton. Enski boltinn 16. október 2022 18:01
Salah hetjan þegar Liverpool varð fyrsta liðið til að leggja Man City að velli Liverpool hafði betur gegn Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar þessa helgina. Lokatölur 1-0 á Anfield þar sem Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins. Um er að ræða fyrsta tap Man City í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Enski boltinn 16. október 2022 17:30
Sagði lið sitt hafa átt skilið að vinna Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var nokkuð sáttur við frammistöðu sinna manna í dag en sagði að lærisveinar hans hefðu átt að koma boltanum í netið. Enski boltinn 16. október 2022 17:01
Besta byrjun Arsenal á Englandi síðan 1903 staðfest eftir sigur í Leeds Arsenal vann 0-1 útisigur á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Arsenal þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en leikurinn stóð yfir lengur en vanalega vegna tæknilegra vandamála á Elland Road, heimavelli Leeds. Fótbolti 16. október 2022 15:45
Mount sá um lærisveina Gerrard Mason Mount skoraði bæði mörk Chelsea í 0-2 útisigri liðsins á lærisveinum Steven Gerrard í Aston Villa. Fótbolti 16. október 2022 15:15
Markalaust jafntefli í fyrsta byrjunarliðsleik Ronaldo í tvo mánuði Manchester United og Newcastle eru á sömu slóðum í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar og mætast í tíundu umferðinni sem spiluð er í deildinni. Enski boltinn 16. október 2022 15:00
De Jong ósáttur hjá Barcelona | Liverpool hefur áhuga Hollendingurinn Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona, er sagður óánægður með stöðu sína hjá Barcelona og farinn að íhuga að brottför frá félaginu. Fótbolti 16. október 2022 14:00
Leik Leeds og Arsenal var frestað tímabundið vegna rafmagnsleysis Stuttu eftir að leikur Leeds og Arsenal var flautaður á var hann aftur stöðvaður mínútu seinna vegna tæknilegra vandamála. Leikurinn hófst svo loksins aftur rúmum 40 mínútum síðar. Fótbolti 16. október 2022 13:30
Carragher: Liverpool þarf að stöðva De Bruyne frekar en Haaland Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, telur að sínir fyrrum liðsfélagar þurfa að leggja meiri áherslu á að stöðva Kevin De Bruyne, leikmann Manchester City, frekar en samherja De Bruyne og markahæsta leikmann úrvalsdeildarinnar, Erling Haaland. Fótbolti 16. október 2022 12:01
Klopp: Besta liðið í heimi fékk besta framherjann á markaðinum Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að ekkert félag geti ekki keppst við Manchester City og tvö önnur lið þegar það kemur að því að styrkja leikmannahóp sinn. Fótbolti 16. október 2022 08:00
Kane bætti við ótrúlegt markahlutfall sitt gegn Everton Tottenham vann 2-0 sigur á Everton í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni með mörkum frá Pierre-Emile Højbjerg og Harry Kane en sá síðarnefndi leiðist ekki að skora gegn Everton. Fótbolti 15. október 2022 19:45
Birkir á toppnum í Tyrklandi Landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Jón Daði Böðvarsson, léku allir með sínum liðum í dag. Birkir og Jóhann voru báðir í sigurliðum á meðan Jón Daði þurfti að sætta sig við jafntefli. Fótbolti 15. október 2022 16:15
Greenwood ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og árás Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið ákærður fyrir nauðgun og árás. Hann hefur ekki spilað með liðinu síðan hann var handtekinn í janúar á þessu ári. Enski boltinn 15. október 2022 16:10
Dagný skoraði í dramatískum sigri Hamranna | Wolfsburg áfram á sigurbraut Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliði West Ham United, skoraði fyrra mark liðs síns í naumum 2-1 sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir lék stundarfjórðung í sigri Wolfsburg sem jók forystu sína á toppi deildarinnar. Fótbolti 15. október 2022 13:40
Spilað með brotinn úlnlið síðan í ágúst José Sá, markvörður Úlfanna í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið að spila með brotið bein í úlnlið síðan um miðjan ágústmánuð. Enski boltinn 15. október 2022 12:15
Greenwood handtekinn fyrir að rjúfa skilorð Mason Greenwood, leikmaður Manhester United hefur verið handtekinn á nýjan leik fyrir brot á skilorði. Greenwood var handtekinn í janúar en var sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hefur verið á skilorði síðan en braut það nýverið og var því handtekinn á nýjan leik. Enski boltinn 15. október 2022 11:35
Kanté missir að öllum líkindum af HM Það virðast litlar sem engar líkur á því að N‘Golo Kanté geta hjálpað Frakklandi að verja heimsmeistaratitil sinn í knattspyrnu þegar HM fer fram í Katar undir lok þessa árs. Talið er að miðjumaðurinn öflugi verði frá næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla aftan í læri. Enski boltinn 15. október 2022 08:01
Toney sá um Brighton Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Brentford vann 2-0 sigur á Brighton & Hove Albion þökk sé tveimur mörkum frá Ivan Toney. Sigurinn var merkilegur fyrir þær sakir að Brentford, heimalið kvöldsins, var aðeins 27 prósent með boltann. Enski boltinn 14. október 2022 21:16
Alexander-Arnold fór sömu leið og Ari Freyr Trent Alexander-Arnold hefur verið með betri hægri bakvörðum heims að flestra mati undanfarin misseri. Hann var þó ekki alltaf bakvörður en færði sig þangað til að auka líkur sínar á að spila fyrir aðallið Liverpool. Enski boltinn 14. október 2022 07:00
Fór í legnám og missir af næstu leikjum Englandsmeistara Chelsea Þjálfari Englandsmeistara Chelsea, Emma Hayes, mun missa af næstu leikjum liðsins eftir að hafa farið í legnám. Frá þessu greindi hún á Twitter-síðu sinni fyrr í dag, fimmtudag. Enski boltinn 13. október 2022 23:30
Tölfræðingarnir hjá Opta í yfirvinnu eftir frammistöðu Liverpool í gær Liverpool skoraði sjö mörk á útivelli í Meistaradeildinni í gær og það var að nógu að taka þegar kom að metum og öðrum stórmerkilegum áföngum leikmanna Liverpool liðsins. Enski boltinn 13. október 2022 13:30
Gummi Ben og Baldur Sig um þýðingu stórsigurs Liverpool í Glasgow í gær Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox í gærkvöldi og sáu Liverpool liðið skora sjö mörk á útivelli í Meistaradeildinni. Enski boltinn 13. október 2022 12:30
Bannað að mæta í Arsenal fötum á leikinn í kvöld Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt taka í kvöld á móti toppliði ensku úrvalsdeildarinnar þegar Arsenal liðið kemur í heimsókn norður til Bodö. Enski boltinn 13. október 2022 10:31
Síminn braut ekki samkeppnislög með sölu enska boltans Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ekki brotið gegn ákvæða sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport, í svonefndum Heimilispakka. Viðskipti innlent 12. október 2022 10:53
Heimasíða Man. United útskýrði nýju fagnaðarlætin hans Cristiano Ronaldo Cristiano Ronaldo hefur skorað sjö hundruð mörk fyrir félagslið sín á ferlinum og oftar en ekki fagnað með sínu fræga markastökki. Sport 12. október 2022 10:01