Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Telur sér­fróðan með­dómanda van­hæfan

Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nuddari ákærður fyrir nauðgun

Héraðssaksóknari hefur ákært nuddara fyrir að hafi í starfi sínu nauðgað konu á heimili hennar. Honum er gefið að sök að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konuna án hennar samþykkis, með því að kyssa bak hennar, nudda hana milli rasskinna, nudda kynfæri hennar utan klæða og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur tekur mál Amelíu Rose fyrir

Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði að myrða börn lögregluþjóns

Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til níutíu daga óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hótað tveimur lögregluþjónum líkamsmeiðingum og börnum þriðja lögregluþjónsins lífláti og líkamsmeiðingum.

Innlent
Fréttamynd

Stofnandi Mandi dæmdur fyrir líkamsárás

Hlal Jarah, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Mandi, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á öðrum degi jóla 2020 þar sem hann veittist að konu, sló hana í höfuðið og sparkaði í maga hennar. Honum ber að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað málsins sem nemur rúmum 2,2 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

„Blóra­böggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun

Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri.

Innlent
Fréttamynd

„Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“

Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. 

Innlent
Fréttamynd

Edda hyggst áfrýja málinu að ósk dótturinnar

Edda Falak hyggst áfrýja máli, þar sem hún var dæmd fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs, til Landsréttar. Í aðsendri grein á Vísi, sem unnin er í samráði við Eddu og dóttur móðurinnar sem höfðaði málið, er niðurstaða dómsins harðlega gagnrýnd. Blásið hefur verið til söfnunar til að gera Eddu kleift að áfrýja dómnum.

Innlent
Fréttamynd

Þungir dómar í ljósi þess að mennirnir voru ekki höfuðpaurar

Þungir dómar féllu í stóra kókaínmálinu svokallaða í héraðsdómi í dag. Afbrotafræðingur segir dómana þunga í ljósi þess að hinir sakfelldu hafi ekki verið höfuðpaurar. Huga verði að eftirspurnarhliðinni þar sem ljóst sé að refsistefnan sé ekki að bera tilætlaðan árangur. 

Innlent
Fréttamynd

Páll timbursali hlaut þyngsta dóminn í stóra kókaínmálinu

Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Tólf ára fangelsi er hámarksrefsing í málaflokknum. Elsti sakborningurinn er tæplega sjötugur og hlaut þyngstu refsinguna. Hinir þrír um þrítugt.

Innlent
Fréttamynd

Tekin með kókaín­pakkningar límdar við lærið

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 700 grömmum af kókaíni með flugi til landsins. Konan kom til landsins frá Barcelona á Spáni og var með efnin falin í tveimur pakkningum sem voru límdar á læri hennar við komuna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Edda Falak dæmd fyrir brot á frið­helgi einka­lífsins

Edda Falak hefur verið dæmd fyrir brot gegn friðhelgi einkalífsins fyrir að hafa spilað tiltekið hljóðbrot í þættinum Eigin konur. Viðmælandi þáttarins sagðist hafa verið beitt andlegu ofbeldi af hálfu móður og spilaði hljóðupptökur af samtölum þeirra mæðgna.

Innlent
Fréttamynd

Fara fram á tólf til sex­tán ára fangelsi yfir Magnúsi

Ákæruvaldið fer fram á að Magnús Aron Magnússon verði dæmdur í tólf til sextán ára fangelsi fyrir að hafa myrt Gylfa Bergmann Heimisson í júní árið 2022. Verjandi Magnúsar fer fram á að Magnús verði sakfelldur fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða en ekki fyrir manndráp. 

Innlent