Taka fyrir nauðgun á táningsstúlku vegna vinnubragða Landsréttar Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 13:19 Hæstiréttur mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mun taka fyrir mál Inga Vals Davíðssonar, Ólafsfirðings á fertugsaldri, sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Landsrétti í apríl síðastliðnum fyrir að nauðga stjúpdóttur æskuvinar síns. Að mati Hæstaréttar má ætla að málsmeðferð máls Inga Vals hafi verið stórlega ábótavant í Landsrétti. Hann var ákærður fyrir að nauðga sextán ára stúlku á heimili sínu í október 2021. Hann var sakfelldur og hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra, sem Landsréttur þyngdi upp í þrjú ár. Í dómum héraðsdóms og Landsréttar kemur fram að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Ingi Valur óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstréttar, en hann krefst þess að dómur Landsréttar verði ómerktur eða honum hnekkt og hann sýknaður. Í málskotsbeiðni hans segir Ingi Valur að málsmeðferð í Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant. Hann hafi gert kröfu um að tvö vitni, sem ekki gáfu skýrslu í héraði myndu gera það í Landsrétti, og fallist var á það. Hann telur vitnisburð þeirra hafa grundvallarþýðingu í málinu. Hann setur út á að Landsréttur hafi ekki tekið afstöðu til framburðar þessara tveggja vitna. Hæstiréttur tekur almennt ekki fyrir mat Landsréttar á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar segir Hæstiréttur að svo virðist sem meðferð Landsréttar hafi verið ábótavant þar sem dómurinn lagði ekki mat á sönnunargildi framburðar þessara tveggja vitna Jafnframt hafi Landsréttur ekki lagt mat á það hvernig framburður vitnanna samrýmist framburði annarra vitna í málinu. Því ákvað Hæstiréttur að samþykkja áfrýjunarbeiðni Inga Vals. Dómsmál Kynferðisofbeldi Fjallabyggð Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Að mati Hæstaréttar má ætla að málsmeðferð máls Inga Vals hafi verið stórlega ábótavant í Landsrétti. Hann var ákærður fyrir að nauðga sextán ára stúlku á heimili sínu í október 2021. Hann var sakfelldur og hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra, sem Landsréttur þyngdi upp í þrjú ár. Í dómum héraðsdóms og Landsréttar kemur fram að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Ingi Valur óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstréttar, en hann krefst þess að dómur Landsréttar verði ómerktur eða honum hnekkt og hann sýknaður. Í málskotsbeiðni hans segir Ingi Valur að málsmeðferð í Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant. Hann hafi gert kröfu um að tvö vitni, sem ekki gáfu skýrslu í héraði myndu gera það í Landsrétti, og fallist var á það. Hann telur vitnisburð þeirra hafa grundvallarþýðingu í málinu. Hann setur út á að Landsréttur hafi ekki tekið afstöðu til framburðar þessara tveggja vitna. Hæstiréttur tekur almennt ekki fyrir mat Landsréttar á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar segir Hæstiréttur að svo virðist sem meðferð Landsréttar hafi verið ábótavant þar sem dómurinn lagði ekki mat á sönnunargildi framburðar þessara tveggja vitna Jafnframt hafi Landsréttur ekki lagt mat á það hvernig framburður vitnanna samrýmist framburði annarra vitna í málinu. Því ákvað Hæstiréttur að samþykkja áfrýjunarbeiðni Inga Vals.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Fjallabyggð Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira