Myndband með jólalagi lykilsönnunargagn í fíkniefnamáli Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 08:41 Tvö brota mannsins vörðuðu innflutning fíkniefna til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Adam Benito Pedie hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Hann var ákærður fyrir að standa í innflutningi á fíkniefnum til Íslands í lok síðasta árs og upphafi þessa árs. Þrír af fimm ákæruliðum málsins vörðuðu innflutning fíkniefna. Tveir þeirra vörðuðu atvik þar sem konur fluttu fíkniefni til landsins, sem svokölluð burðardýr, en Adam var sagður hafa komið að skipulagningu, fjármögnun og öflun efnanna. Annars vegar var um að ræða 298 grömm af kókaíni með 67 prósent styrkleika og 616 grömm af ketamíni með 85 prósent styrkleika sem kona faldi innvortis og í fötum þegar hún flaug til landsins um miðjan desember í fyrra, en Adam flaug með henni til landsins. Hins vegar var um að ræða 124 grömm af kókaíni með 86 prósent styrkleika og 231 grömm af ketamíni með 87 prósent styrkleika sem önnur kona flutti innvortis þegar hún flaug til landsins rétt fyrir jól. Báðar konurnar eru sagðar hafa ætlað að afhenda Adam efnin við komuna til landsins, en þær hafa báðar hlotið dóm fyrir sinn þátt í málinu. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Í þriðja ákæruliðnum sem varðaði innflutning fíkniefna var Adam gefið að sök að flytja 861 gramm af ketamíni til landsins í gegnum póstsendingu. Efnin fundust í pósthúsi í janúar á þessu ári í kjölfar þess að Adam hafði vitjað sendingarinnar. Adam var einnig ákærður fyrir að framvísa röngu kennivottorði og fyrir vörslu lítils magns fíkniefna. „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ Önnur kvennanna tveggja bar vitni fyrir dómi og sagði Adam hafa fjármagnað og skipulagt ferð hennar með fíkniefnin til Íslands. Adam hins vegar neitaði sök í öllum málunum er vörðuðu fíkniefnainnflutning. Ágreiningur fyrir dómi varðaði meðal annars hvort hann hefði verið með íslenskt símanúmer þegar á innflutningnum stóð, en hann sagði svo ekki vera. Á meðal sönnunargagna málsins var þó myndband af honum með jólalaginu „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ á hljóðrásinni, sem var sent úr íslensku símanúmeri þegar hann sagðist ekki vera með slíkt. Myndbandið var tekið út um glugga íbúðar, en speglun þess sem tók það upp sást í glugganum. Fyrir dómi kannaðist maðurinn við sjálfan sig á myndbandinu. En úr símanum sem myndbandið var tekið fór einhver skipulagning innflutningsins fram. Á meðal annarra sönnunargagna málsins var mynd sem Adam sendi annarri konunni af 200 evra kvittun. Dómnum þótti framburður Adams ótrúverðugur og sakfelldi hann. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að hann hefði sýnt af sér einbeittan brotavilja og að hann hefði verið skipuleggjandi innflutningsins. Líkt og áður segir hlýtur Adam þriggja ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða 402 þúsund krónur í sakarkostnað, og 3,6 milljónir í lögmannskostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Þrír af fimm ákæruliðum málsins vörðuðu innflutning fíkniefna. Tveir þeirra vörðuðu atvik þar sem konur fluttu fíkniefni til landsins, sem svokölluð burðardýr, en Adam var sagður hafa komið að skipulagningu, fjármögnun og öflun efnanna. Annars vegar var um að ræða 298 grömm af kókaíni með 67 prósent styrkleika og 616 grömm af ketamíni með 85 prósent styrkleika sem kona faldi innvortis og í fötum þegar hún flaug til landsins um miðjan desember í fyrra, en Adam flaug með henni til landsins. Hins vegar var um að ræða 124 grömm af kókaíni með 86 prósent styrkleika og 231 grömm af ketamíni með 87 prósent styrkleika sem önnur kona flutti innvortis þegar hún flaug til landsins rétt fyrir jól. Báðar konurnar eru sagðar hafa ætlað að afhenda Adam efnin við komuna til landsins, en þær hafa báðar hlotið dóm fyrir sinn þátt í málinu. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Í þriðja ákæruliðnum sem varðaði innflutning fíkniefna var Adam gefið að sök að flytja 861 gramm af ketamíni til landsins í gegnum póstsendingu. Efnin fundust í pósthúsi í janúar á þessu ári í kjölfar þess að Adam hafði vitjað sendingarinnar. Adam var einnig ákærður fyrir að framvísa röngu kennivottorði og fyrir vörslu lítils magns fíkniefna. „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ Önnur kvennanna tveggja bar vitni fyrir dómi og sagði Adam hafa fjármagnað og skipulagt ferð hennar með fíkniefnin til Íslands. Adam hins vegar neitaði sök í öllum málunum er vörðuðu fíkniefnainnflutning. Ágreiningur fyrir dómi varðaði meðal annars hvort hann hefði verið með íslenskt símanúmer þegar á innflutningnum stóð, en hann sagði svo ekki vera. Á meðal sönnunargagna málsins var þó myndband af honum með jólalaginu „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ á hljóðrásinni, sem var sent úr íslensku símanúmeri þegar hann sagðist ekki vera með slíkt. Myndbandið var tekið út um glugga íbúðar, en speglun þess sem tók það upp sást í glugganum. Fyrir dómi kannaðist maðurinn við sjálfan sig á myndbandinu. En úr símanum sem myndbandið var tekið fór einhver skipulagning innflutningsins fram. Á meðal annarra sönnunargagna málsins var mynd sem Adam sendi annarri konunni af 200 evra kvittun. Dómnum þótti framburður Adams ótrúverðugur og sakfelldi hann. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að hann hefði sýnt af sér einbeittan brotavilja og að hann hefði verið skipuleggjandi innflutningsins. Líkt og áður segir hlýtur Adam þriggja ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða 402 þúsund krónur í sakarkostnað, og 3,6 milljónir í lögmannskostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira